Trump dregur Bandaríkin út úr vopnaviðskiptasáttmála Sameinuðu þjóðanna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. apríl 2019 20:44 Trump ávarpar hér samkomu Landssambands byssueigenda í Bandaríkjunum, eða NRA. Daniel Acker/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilkynnt að Bandaríkin muni láta af stuðningi sínum við sáttmála Sameinuðu þjóðanna sem ætlað er að fylgjast með og koma reglu á vopnamarkaði heimsins. Þetta tilkynnti Trump í ræðu þar sem forsetinn ávarpaði fund Landssambands byssueigenda í Bandaríkjunum, (e. NRA) í Indianapolis í dag. Bandaríkin höfðu áður ritað undir stuðningsyfirlýsingu við sáttmálann en svo virðist sem Trump hafi nú snúist hugur. „Ríkisstjórn mín mun aldrei fullgilda vopnaviðskiptasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Við ætlum að taka undirskrift okkar til baka. SÞ mun brátt fá formlega tilkynningu þess efnis að Bandaríkin hafni þessum sáttmála. Trump bætti svo við að meðan hann væri við stjórnvölinn væri engin hætta á að fullveldi Bandaríkjanna yrði afsalað til nokkurs. „Við munum ekki leyfa erlendum kerfiskörlum að traðka á rétti ykkar sem bundinn er í annan viðauka stjórnarskrárinnar. Það tilkynnist því hér með að Bandaríkin draga til baka þau áhrif sem undirskrift okkar við þennan afvegaleidda sáttmála hefur.“ Bandaríkin skrifuðu undir sáttmálann árið 2013, í stjórnartíð Baracks Obama, en hann var þó aldrei formlega tekinn í gildi. Síðan þá hefur Landssamband byssueigenda í Bandaríkjunum haldið því fram að sáttmálinn ógni öðrum viðauka stjórnarskrárinnar, en hann kveður einmitt á um að réttur þjóðarinnar „til að eiga og bera vopn óskertur látinn.“ Vert er þó að taka fram að með innleiðingu sáttmálans í Bandaríkjunum hyrfi annar viðauki stjórnarskrárinnar ekki á braut. Sáttmálanum er ætlað að auka eftirlit og reglugerðir á hendur vopnaframleiðendum. Bandaríkin Donald Trump Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Maður talinn af eftir jarðfall Erlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Fleiri fréttir Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilkynnt að Bandaríkin muni láta af stuðningi sínum við sáttmála Sameinuðu þjóðanna sem ætlað er að fylgjast með og koma reglu á vopnamarkaði heimsins. Þetta tilkynnti Trump í ræðu þar sem forsetinn ávarpaði fund Landssambands byssueigenda í Bandaríkjunum, (e. NRA) í Indianapolis í dag. Bandaríkin höfðu áður ritað undir stuðningsyfirlýsingu við sáttmálann en svo virðist sem Trump hafi nú snúist hugur. „Ríkisstjórn mín mun aldrei fullgilda vopnaviðskiptasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Við ætlum að taka undirskrift okkar til baka. SÞ mun brátt fá formlega tilkynningu þess efnis að Bandaríkin hafni þessum sáttmála. Trump bætti svo við að meðan hann væri við stjórnvölinn væri engin hætta á að fullveldi Bandaríkjanna yrði afsalað til nokkurs. „Við munum ekki leyfa erlendum kerfiskörlum að traðka á rétti ykkar sem bundinn er í annan viðauka stjórnarskrárinnar. Það tilkynnist því hér með að Bandaríkin draga til baka þau áhrif sem undirskrift okkar við þennan afvegaleidda sáttmála hefur.“ Bandaríkin skrifuðu undir sáttmálann árið 2013, í stjórnartíð Baracks Obama, en hann var þó aldrei formlega tekinn í gildi. Síðan þá hefur Landssamband byssueigenda í Bandaríkjunum haldið því fram að sáttmálinn ógni öðrum viðauka stjórnarskrárinnar, en hann kveður einmitt á um að réttur þjóðarinnar „til að eiga og bera vopn óskertur látinn.“ Vert er þó að taka fram að með innleiðingu sáttmálans í Bandaríkjunum hyrfi annar viðauki stjórnarskrárinnar ekki á braut. Sáttmálanum er ætlað að auka eftirlit og reglugerðir á hendur vopnaframleiðendum.
Bandaríkin Donald Trump Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Maður talinn af eftir jarðfall Erlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Fleiri fréttir Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Sjá meira