Vopnaðir ræningjar stálu milljónum evra úr flugvél Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. apríl 2019 07:50 Flugvél flugfélagsins Austrian Airlines. Getty/Nicolas Economou Lögregla í Albaníu handtók fjóra og yfirheyrði fjörutíu til viðbótar eftir að vopnaðir ræningjar höfðu á brott með sér milljónir evra úr farþegaflugvél austurríska flugfélagsins Austria Airlines í gær. Lögregla skaut einn ræningjanna til bana við eftirför í kjölfar ránsins. Ræningjarnir brutu sér leið inn á flugbrautina á alþjóðaflugvellinum í albönsku borginni Tirana og stálu fénu, sem flytja átti í banka í Vín með flugvélinni. Upphæðin nam að minnsta kosti 2,5 milljónum evra, eða um 334 milljónum íslenskra króna, þó líklegt sé talið að ræningjarnir hafi haft töluvert meira fé upp úr krafsinu. Einn ræningjanna lést í átökum við lögreglu en samkvæmt frétt Deutsche Welle hafði lögregla hendur í hári þeirra um kílómetra frá flugvellinum. Ræningjarnir stálu peningunum þar sem verið var að flytja þá yfir í flugvélina en samkvæmt talsmanni flugfélagsins voru farþegar eða áhöfn aldrei í hættu. Umræddu flugi frá Tirana til Vínar var seinkað um þrjár klukkustundir vegna ránsins. Þá hefur breska dagblaðið The Guardian eftir talsmanni flugfélagsins að reiðufjárflutningar milli borganna verði stöðvaðir tímabundið í ljósi málsins. Albanía Austurríki Fréttir af flugi Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Fleiri fréttir Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Sjá meira
Lögregla í Albaníu handtók fjóra og yfirheyrði fjörutíu til viðbótar eftir að vopnaðir ræningjar höfðu á brott með sér milljónir evra úr farþegaflugvél austurríska flugfélagsins Austria Airlines í gær. Lögregla skaut einn ræningjanna til bana við eftirför í kjölfar ránsins. Ræningjarnir brutu sér leið inn á flugbrautina á alþjóðaflugvellinum í albönsku borginni Tirana og stálu fénu, sem flytja átti í banka í Vín með flugvélinni. Upphæðin nam að minnsta kosti 2,5 milljónum evra, eða um 334 milljónum íslenskra króna, þó líklegt sé talið að ræningjarnir hafi haft töluvert meira fé upp úr krafsinu. Einn ræningjanna lést í átökum við lögreglu en samkvæmt frétt Deutsche Welle hafði lögregla hendur í hári þeirra um kílómetra frá flugvellinum. Ræningjarnir stálu peningunum þar sem verið var að flytja þá yfir í flugvélina en samkvæmt talsmanni flugfélagsins voru farþegar eða áhöfn aldrei í hættu. Umræddu flugi frá Tirana til Vínar var seinkað um þrjár klukkustundir vegna ránsins. Þá hefur breska dagblaðið The Guardian eftir talsmanni flugfélagsins að reiðufjárflutningar milli borganna verði stöðvaðir tímabundið í ljósi málsins.
Albanía Austurríki Fréttir af flugi Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Fleiri fréttir Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Sjá meira