Ræðir við lögmann sinn um næstu skref Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 10. apríl 2019 19:05 Úrskurður kærunefndar jafnréttismála dæmdi Ólínu í hag eftir að hún hlaut ekki starf sem þjóðgarðsvörður. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Ólína Þorvarðardóttir, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, segir að boltinn sé að einhverju leyti hjá Þingvallanefnd sem braut jafnréttislög þegar hún skipaði Einar Á. Sæmundssen í stöðu þjóðgarðsvarðar. Ólína var í viðtali hjá Reykjavík síðdegis og ræddi um málið, aðdraganda þess og mögulegt framhald. Í niðurstöðu kærunefndar jafnréttismála segir að Þingvallanefnd hefði ekki tekist að sýna fram á að aðrar ástæður sen kynferði hefðu legið til grundvallar ákvörðun um ráðningu í starf þjóðgarðsvarðar. Ólína vildi ekki svara því að svo stöddu hvort hún hygðist höfða skaðabótamál vegna málsins. „Ég mun ræða við lögmann minn. Ég á fund með honum á morgun og þá förum við bara vandlega yfir allan úrskurðinn lið fyrir lið og við munum meta stöðuna í framhaldinu. Ég ætla ekki að fullyrða neitt á þessari stundu hvað ég geri. Þingvallanefnd, boltinn er líka hjá henni, maður ætlast til þess að stjórnsýslunefnd, eins og þingvallanefnd dragi lærdóm af svona úrskurði og kannski finni til ábyrgðar sinnar að reyna þá að bjóða fram einhverja leiðréttingu þannig að boltinn er á báðum stöðum.“ Það sem mestu máli skiptir sé að hið opinbera vandi til verka þegar verið sé að ráða í opinberar stöður. „Fólk á að geta treyst því, þegar það býður fram krafta sína í þágu hins opinbera, að verðleikar þess séu metnir á málefnalegum forsendum. Það brást í þessu tilfelli.“ Ólína segir að almenningur eigi að geta treyst því að verðleikar séu metnir á málefnalegum forsendum.Fbl/pjetur Ólínu grunar að það hafi ekki verið aðeins ein ómálefnaleg ástæða sem réði úrslitum ráðningarinnar. „Ómálefnalegar ástæður geta verið ýmsar; þær geta verið pólitík, þær geta verið aldursfordómar, kynjafordómar, fordómar gegn stöðu og þjóðfélagsstétt. Það er margt sem kemur til greina,“ segir Ólína. Ólína segir að hún hafi ekki farið út í málareksturinn til að halla á Einar sem var ráðinn í stöðuna. „Hann hefur ekki annað til saka unnið en að láta sig langa í starf sem ég hafði líka áhuga á að gegna. Við keppum bara á sama marki. Ég var hins vegar ósátt við það hvernig farið var með ráðningarvaldið og hvernig menn beittu því í þessu máli.“ Þegar Ólína er spurð hvort hún eigi ekki rétt á stöðunni sem hún sóttist eftir í ljósi úrskurðar kærunefndar jafnréttismála segir hún að ekki sé hefð fyrir því að ógildingu ráðningar þó að úrskurður falli gegn niðurstöðunni. „Ég veit heldur ekki hvort menn sækist eftir því þegar svona mikil leiðindi hafa orðið þá er nú kannski ekkert freistandi að setjast í stólinn með slíkum látum en hins vegar er það alveg gild spurning þegar búið er að úrskurða að það hafi verið brotin lög við ráðningu hvort að hún eigi að halda.“ Ólína segir að hún sé þakklát fyrir að úrskurðurinn hafi fallið á þennan veg. „Með því að snúa mér til kærunefndarinnar þá vildi ég fá staðfestingu á því að það hefði verið rangt staðið að málum og ómálefnalega þegar ráðið var í stöðuna. Nú hef ég fengið viðurkenningu á því sjónarmiði og staðfestingu á því að það voru brotin jafnréttislög við þessa afgreiðslu málsins og þá þarf ég auðvitað bara að hugsa framhaldið. Ég er sú sem brotið var á og ég þarf náttúrulega að velta því þá fyrir mér hvernig ég óska leiðréttingar á því sem gerst hefur.“ Jafnréttismál Skipan þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum Stjórnsýsla Þjóðgarðar Tengdar fréttir Erfitt fyrir fyrrverandi þingmenn að fá vinnu Fréttastofa ræddi við hóp fyrrverandi þingmanna um atvinnuleit. 18. nóvember 2018 15:00 Úrskurðarnefnd jafnréttismála með stöðu þjóðgarðsvarðar á borði sínu Úrskurðarnefnd jafnréttismála hefur nú til meðferðar kæru Ólínu Þorvarðardóttur sem telur að fram hjá sér hafi verið gengið við skipun þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum í fyrra. 18. janúar 2019 16:59 Úrskurður kærunefndar jafnréttismála Þingvallanefnd í óhag Úrskurður barst í dag frá kærunefnd jafnréttismála um ráðningu Þingvallanefndar í stöðu þjóðgarðsvarðar. 9. apríl 2019 23:01 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fleiri fréttir Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Áhyggjuefni hversu mörg börn hafa stöðu sakbornings í ofbeldismálum POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Sjá meira
Ólína Þorvarðardóttir, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, segir að boltinn sé að einhverju leyti hjá Þingvallanefnd sem braut jafnréttislög þegar hún skipaði Einar Á. Sæmundssen í stöðu þjóðgarðsvarðar. Ólína var í viðtali hjá Reykjavík síðdegis og ræddi um málið, aðdraganda þess og mögulegt framhald. Í niðurstöðu kærunefndar jafnréttismála segir að Þingvallanefnd hefði ekki tekist að sýna fram á að aðrar ástæður sen kynferði hefðu legið til grundvallar ákvörðun um ráðningu í starf þjóðgarðsvarðar. Ólína vildi ekki svara því að svo stöddu hvort hún hygðist höfða skaðabótamál vegna málsins. „Ég mun ræða við lögmann minn. Ég á fund með honum á morgun og þá förum við bara vandlega yfir allan úrskurðinn lið fyrir lið og við munum meta stöðuna í framhaldinu. Ég ætla ekki að fullyrða neitt á þessari stundu hvað ég geri. Þingvallanefnd, boltinn er líka hjá henni, maður ætlast til þess að stjórnsýslunefnd, eins og þingvallanefnd dragi lærdóm af svona úrskurði og kannski finni til ábyrgðar sinnar að reyna þá að bjóða fram einhverja leiðréttingu þannig að boltinn er á báðum stöðum.“ Það sem mestu máli skiptir sé að hið opinbera vandi til verka þegar verið sé að ráða í opinberar stöður. „Fólk á að geta treyst því, þegar það býður fram krafta sína í þágu hins opinbera, að verðleikar þess séu metnir á málefnalegum forsendum. Það brást í þessu tilfelli.“ Ólína segir að almenningur eigi að geta treyst því að verðleikar séu metnir á málefnalegum forsendum.Fbl/pjetur Ólínu grunar að það hafi ekki verið aðeins ein ómálefnaleg ástæða sem réði úrslitum ráðningarinnar. „Ómálefnalegar ástæður geta verið ýmsar; þær geta verið pólitík, þær geta verið aldursfordómar, kynjafordómar, fordómar gegn stöðu og þjóðfélagsstétt. Það er margt sem kemur til greina,“ segir Ólína. Ólína segir að hún hafi ekki farið út í málareksturinn til að halla á Einar sem var ráðinn í stöðuna. „Hann hefur ekki annað til saka unnið en að láta sig langa í starf sem ég hafði líka áhuga á að gegna. Við keppum bara á sama marki. Ég var hins vegar ósátt við það hvernig farið var með ráðningarvaldið og hvernig menn beittu því í þessu máli.“ Þegar Ólína er spurð hvort hún eigi ekki rétt á stöðunni sem hún sóttist eftir í ljósi úrskurðar kærunefndar jafnréttismála segir hún að ekki sé hefð fyrir því að ógildingu ráðningar þó að úrskurður falli gegn niðurstöðunni. „Ég veit heldur ekki hvort menn sækist eftir því þegar svona mikil leiðindi hafa orðið þá er nú kannski ekkert freistandi að setjast í stólinn með slíkum látum en hins vegar er það alveg gild spurning þegar búið er að úrskurða að það hafi verið brotin lög við ráðningu hvort að hún eigi að halda.“ Ólína segir að hún sé þakklát fyrir að úrskurðurinn hafi fallið á þennan veg. „Með því að snúa mér til kærunefndarinnar þá vildi ég fá staðfestingu á því að það hefði verið rangt staðið að málum og ómálefnalega þegar ráðið var í stöðuna. Nú hef ég fengið viðurkenningu á því sjónarmiði og staðfestingu á því að það voru brotin jafnréttislög við þessa afgreiðslu málsins og þá þarf ég auðvitað bara að hugsa framhaldið. Ég er sú sem brotið var á og ég þarf náttúrulega að velta því þá fyrir mér hvernig ég óska leiðréttingar á því sem gerst hefur.“
Jafnréttismál Skipan þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum Stjórnsýsla Þjóðgarðar Tengdar fréttir Erfitt fyrir fyrrverandi þingmenn að fá vinnu Fréttastofa ræddi við hóp fyrrverandi þingmanna um atvinnuleit. 18. nóvember 2018 15:00 Úrskurðarnefnd jafnréttismála með stöðu þjóðgarðsvarðar á borði sínu Úrskurðarnefnd jafnréttismála hefur nú til meðferðar kæru Ólínu Þorvarðardóttur sem telur að fram hjá sér hafi verið gengið við skipun þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum í fyrra. 18. janúar 2019 16:59 Úrskurður kærunefndar jafnréttismála Þingvallanefnd í óhag Úrskurður barst í dag frá kærunefnd jafnréttismála um ráðningu Þingvallanefndar í stöðu þjóðgarðsvarðar. 9. apríl 2019 23:01 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fleiri fréttir Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Áhyggjuefni hversu mörg börn hafa stöðu sakbornings í ofbeldismálum POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Sjá meira
Erfitt fyrir fyrrverandi þingmenn að fá vinnu Fréttastofa ræddi við hóp fyrrverandi þingmanna um atvinnuleit. 18. nóvember 2018 15:00
Úrskurðarnefnd jafnréttismála með stöðu þjóðgarðsvarðar á borði sínu Úrskurðarnefnd jafnréttismála hefur nú til meðferðar kæru Ólínu Þorvarðardóttur sem telur að fram hjá sér hafi verið gengið við skipun þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum í fyrra. 18. janúar 2019 16:59
Úrskurður kærunefndar jafnréttismála Þingvallanefnd í óhag Úrskurður barst í dag frá kærunefnd jafnréttismála um ráðningu Þingvallanefndar í stöðu þjóðgarðsvarðar. 9. apríl 2019 23:01