Ræðir við lögmann sinn um næstu skref Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 10. apríl 2019 19:05 Úrskurður kærunefndar jafnréttismála dæmdi Ólínu í hag eftir að hún hlaut ekki starf sem þjóðgarðsvörður. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Ólína Þorvarðardóttir, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, segir að boltinn sé að einhverju leyti hjá Þingvallanefnd sem braut jafnréttislög þegar hún skipaði Einar Á. Sæmundssen í stöðu þjóðgarðsvarðar. Ólína var í viðtali hjá Reykjavík síðdegis og ræddi um málið, aðdraganda þess og mögulegt framhald. Í niðurstöðu kærunefndar jafnréttismála segir að Þingvallanefnd hefði ekki tekist að sýna fram á að aðrar ástæður sen kynferði hefðu legið til grundvallar ákvörðun um ráðningu í starf þjóðgarðsvarðar. Ólína vildi ekki svara því að svo stöddu hvort hún hygðist höfða skaðabótamál vegna málsins. „Ég mun ræða við lögmann minn. Ég á fund með honum á morgun og þá förum við bara vandlega yfir allan úrskurðinn lið fyrir lið og við munum meta stöðuna í framhaldinu. Ég ætla ekki að fullyrða neitt á þessari stundu hvað ég geri. Þingvallanefnd, boltinn er líka hjá henni, maður ætlast til þess að stjórnsýslunefnd, eins og þingvallanefnd dragi lærdóm af svona úrskurði og kannski finni til ábyrgðar sinnar að reyna þá að bjóða fram einhverja leiðréttingu þannig að boltinn er á báðum stöðum.“ Það sem mestu máli skiptir sé að hið opinbera vandi til verka þegar verið sé að ráða í opinberar stöður. „Fólk á að geta treyst því, þegar það býður fram krafta sína í þágu hins opinbera, að verðleikar þess séu metnir á málefnalegum forsendum. Það brást í þessu tilfelli.“ Ólína segir að almenningur eigi að geta treyst því að verðleikar séu metnir á málefnalegum forsendum.Fbl/pjetur Ólínu grunar að það hafi ekki verið aðeins ein ómálefnaleg ástæða sem réði úrslitum ráðningarinnar. „Ómálefnalegar ástæður geta verið ýmsar; þær geta verið pólitík, þær geta verið aldursfordómar, kynjafordómar, fordómar gegn stöðu og þjóðfélagsstétt. Það er margt sem kemur til greina,“ segir Ólína. Ólína segir að hún hafi ekki farið út í málareksturinn til að halla á Einar sem var ráðinn í stöðuna. „Hann hefur ekki annað til saka unnið en að láta sig langa í starf sem ég hafði líka áhuga á að gegna. Við keppum bara á sama marki. Ég var hins vegar ósátt við það hvernig farið var með ráðningarvaldið og hvernig menn beittu því í þessu máli.“ Þegar Ólína er spurð hvort hún eigi ekki rétt á stöðunni sem hún sóttist eftir í ljósi úrskurðar kærunefndar jafnréttismála segir hún að ekki sé hefð fyrir því að ógildingu ráðningar þó að úrskurður falli gegn niðurstöðunni. „Ég veit heldur ekki hvort menn sækist eftir því þegar svona mikil leiðindi hafa orðið þá er nú kannski ekkert freistandi að setjast í stólinn með slíkum látum en hins vegar er það alveg gild spurning þegar búið er að úrskurða að það hafi verið brotin lög við ráðningu hvort að hún eigi að halda.“ Ólína segir að hún sé þakklát fyrir að úrskurðurinn hafi fallið á þennan veg. „Með því að snúa mér til kærunefndarinnar þá vildi ég fá staðfestingu á því að það hefði verið rangt staðið að málum og ómálefnalega þegar ráðið var í stöðuna. Nú hef ég fengið viðurkenningu á því sjónarmiði og staðfestingu á því að það voru brotin jafnréttislög við þessa afgreiðslu málsins og þá þarf ég auðvitað bara að hugsa framhaldið. Ég er sú sem brotið var á og ég þarf náttúrulega að velta því þá fyrir mér hvernig ég óska leiðréttingar á því sem gerst hefur.“ Jafnréttismál Skipan þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum Stjórnsýsla Þjóðgarðar Tengdar fréttir Erfitt fyrir fyrrverandi þingmenn að fá vinnu Fréttastofa ræddi við hóp fyrrverandi þingmanna um atvinnuleit. 18. nóvember 2018 15:00 Úrskurðarnefnd jafnréttismála með stöðu þjóðgarðsvarðar á borði sínu Úrskurðarnefnd jafnréttismála hefur nú til meðferðar kæru Ólínu Þorvarðardóttur sem telur að fram hjá sér hafi verið gengið við skipun þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum í fyrra. 18. janúar 2019 16:59 Úrskurður kærunefndar jafnréttismála Þingvallanefnd í óhag Úrskurður barst í dag frá kærunefnd jafnréttismála um ráðningu Þingvallanefndar í stöðu þjóðgarðsvarðar. 9. apríl 2019 23:01 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Ólína Þorvarðardóttir, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, segir að boltinn sé að einhverju leyti hjá Þingvallanefnd sem braut jafnréttislög þegar hún skipaði Einar Á. Sæmundssen í stöðu þjóðgarðsvarðar. Ólína var í viðtali hjá Reykjavík síðdegis og ræddi um málið, aðdraganda þess og mögulegt framhald. Í niðurstöðu kærunefndar jafnréttismála segir að Þingvallanefnd hefði ekki tekist að sýna fram á að aðrar ástæður sen kynferði hefðu legið til grundvallar ákvörðun um ráðningu í starf þjóðgarðsvarðar. Ólína vildi ekki svara því að svo stöddu hvort hún hygðist höfða skaðabótamál vegna málsins. „Ég mun ræða við lögmann minn. Ég á fund með honum á morgun og þá förum við bara vandlega yfir allan úrskurðinn lið fyrir lið og við munum meta stöðuna í framhaldinu. Ég ætla ekki að fullyrða neitt á þessari stundu hvað ég geri. Þingvallanefnd, boltinn er líka hjá henni, maður ætlast til þess að stjórnsýslunefnd, eins og þingvallanefnd dragi lærdóm af svona úrskurði og kannski finni til ábyrgðar sinnar að reyna þá að bjóða fram einhverja leiðréttingu þannig að boltinn er á báðum stöðum.“ Það sem mestu máli skiptir sé að hið opinbera vandi til verka þegar verið sé að ráða í opinberar stöður. „Fólk á að geta treyst því, þegar það býður fram krafta sína í þágu hins opinbera, að verðleikar þess séu metnir á málefnalegum forsendum. Það brást í þessu tilfelli.“ Ólína segir að almenningur eigi að geta treyst því að verðleikar séu metnir á málefnalegum forsendum.Fbl/pjetur Ólínu grunar að það hafi ekki verið aðeins ein ómálefnaleg ástæða sem réði úrslitum ráðningarinnar. „Ómálefnalegar ástæður geta verið ýmsar; þær geta verið pólitík, þær geta verið aldursfordómar, kynjafordómar, fordómar gegn stöðu og þjóðfélagsstétt. Það er margt sem kemur til greina,“ segir Ólína. Ólína segir að hún hafi ekki farið út í málareksturinn til að halla á Einar sem var ráðinn í stöðuna. „Hann hefur ekki annað til saka unnið en að láta sig langa í starf sem ég hafði líka áhuga á að gegna. Við keppum bara á sama marki. Ég var hins vegar ósátt við það hvernig farið var með ráðningarvaldið og hvernig menn beittu því í þessu máli.“ Þegar Ólína er spurð hvort hún eigi ekki rétt á stöðunni sem hún sóttist eftir í ljósi úrskurðar kærunefndar jafnréttismála segir hún að ekki sé hefð fyrir því að ógildingu ráðningar þó að úrskurður falli gegn niðurstöðunni. „Ég veit heldur ekki hvort menn sækist eftir því þegar svona mikil leiðindi hafa orðið þá er nú kannski ekkert freistandi að setjast í stólinn með slíkum látum en hins vegar er það alveg gild spurning þegar búið er að úrskurða að það hafi verið brotin lög við ráðningu hvort að hún eigi að halda.“ Ólína segir að hún sé þakklát fyrir að úrskurðurinn hafi fallið á þennan veg. „Með því að snúa mér til kærunefndarinnar þá vildi ég fá staðfestingu á því að það hefði verið rangt staðið að málum og ómálefnalega þegar ráðið var í stöðuna. Nú hef ég fengið viðurkenningu á því sjónarmiði og staðfestingu á því að það voru brotin jafnréttislög við þessa afgreiðslu málsins og þá þarf ég auðvitað bara að hugsa framhaldið. Ég er sú sem brotið var á og ég þarf náttúrulega að velta því þá fyrir mér hvernig ég óska leiðréttingar á því sem gerst hefur.“
Jafnréttismál Skipan þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum Stjórnsýsla Þjóðgarðar Tengdar fréttir Erfitt fyrir fyrrverandi þingmenn að fá vinnu Fréttastofa ræddi við hóp fyrrverandi þingmanna um atvinnuleit. 18. nóvember 2018 15:00 Úrskurðarnefnd jafnréttismála með stöðu þjóðgarðsvarðar á borði sínu Úrskurðarnefnd jafnréttismála hefur nú til meðferðar kæru Ólínu Þorvarðardóttur sem telur að fram hjá sér hafi verið gengið við skipun þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum í fyrra. 18. janúar 2019 16:59 Úrskurður kærunefndar jafnréttismála Þingvallanefnd í óhag Úrskurður barst í dag frá kærunefnd jafnréttismála um ráðningu Þingvallanefndar í stöðu þjóðgarðsvarðar. 9. apríl 2019 23:01 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Erfitt fyrir fyrrverandi þingmenn að fá vinnu Fréttastofa ræddi við hóp fyrrverandi þingmanna um atvinnuleit. 18. nóvember 2018 15:00
Úrskurðarnefnd jafnréttismála með stöðu þjóðgarðsvarðar á borði sínu Úrskurðarnefnd jafnréttismála hefur nú til meðferðar kæru Ólínu Þorvarðardóttur sem telur að fram hjá sér hafi verið gengið við skipun þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum í fyrra. 18. janúar 2019 16:59
Úrskurður kærunefndar jafnréttismála Þingvallanefnd í óhag Úrskurður barst í dag frá kærunefnd jafnréttismála um ráðningu Þingvallanefndar í stöðu þjóðgarðsvarðar. 9. apríl 2019 23:01