Ágúst: Kallinn bara algjörlega búinn Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 11. apríl 2019 22:07 Ágúst glottir við tönn fyrr í vetur. VÍSIR/DANÍEL Valur tryggði sér í kvöld sæti í lokaúrslitum Olís deildar kvenna. Valur vann Hauka 25-22 á heimavelli og náðu því að klára Haukana í þremur leikjum. Valur var á tímapunkti í seinni hálfleik undir 19-17. Þá tók Gústi leikhlé og Valur vann restina af leiknum 8-3 og sýndu mikla yfirburði í restina. „Við slökuðum aðeins á þarna á kafla. Það var dálítið hár púls á tímabili og stelpurnar voru kannski aðeins of staðráðnar í að vinna þetta. Við vorum að flýta okkur of mikið. Við slökuðum síðan á og stilltum varnarleikinn aðeins. Við náðum bara í góðan sigur,” sagði Ágúst Þór Jóhannsson þjálfari Vals eftir leik kvöldsins. Valur töpuðu ekki leik í einvíginu og voru allir leikirnir voru nokkuð þægilegir sigrar. Gústi var samt ekki tilbúinn að segja að sigurinn hafi verið öruggur allan tímann. „Auðvitað var þetta í hættu á einhverjum tímapunkti. Haukar eru með frábært lið og mikla breidd. Við spilum bara frábæran varnarleik allt einvígið og vörnin í dag var virkilega góð. “ Haukar voru oft að taka langar sóknir sóknir en Valsvörnin slakaði aldrei á. Gústi var ánægður með vörnina eftir leikinn. „Við stóðum lengi í vörn, við vorum í vörn 70% af leiknum. Það var erfitt og reyndi mikið á liðið.” „Stelpurnar sýndu bara mikinn karakter. Þær sýna jafna og góða spilamennsku í gegnum allt einvígið. Liðsheildin var feykilega öflug hjá okkur og ég er bara gríðarlega sáttur við þetta.” Framundan er úrslitaeinvígi gegn Fram. Liðin mættust í úrslitaeinvíginu í fyrra líka og er nokkuð öruggt að segja að þetta séu tvö bestu lið landsins. „Akkúrat núna er kallin bara algjörlega búinn sko. Ég verð orðinn fínn eftir helgi og er bara spenntur fyrir að mæta Fram. Fram er með frábært og vel mannað lið. Við erum það líka og framundan er bara skemmtilegt einvígi.” Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Haukar 25-22 | Valur í úrslit eftir að hafa sópað út Haukum Valur mætir Fram í úrslitunum annað árið í röð. 11. apríl 2019 23:15 Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Handbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Sjá meira
Valur tryggði sér í kvöld sæti í lokaúrslitum Olís deildar kvenna. Valur vann Hauka 25-22 á heimavelli og náðu því að klára Haukana í þremur leikjum. Valur var á tímapunkti í seinni hálfleik undir 19-17. Þá tók Gústi leikhlé og Valur vann restina af leiknum 8-3 og sýndu mikla yfirburði í restina. „Við slökuðum aðeins á þarna á kafla. Það var dálítið hár púls á tímabili og stelpurnar voru kannski aðeins of staðráðnar í að vinna þetta. Við vorum að flýta okkur of mikið. Við slökuðum síðan á og stilltum varnarleikinn aðeins. Við náðum bara í góðan sigur,” sagði Ágúst Þór Jóhannsson þjálfari Vals eftir leik kvöldsins. Valur töpuðu ekki leik í einvíginu og voru allir leikirnir voru nokkuð þægilegir sigrar. Gústi var samt ekki tilbúinn að segja að sigurinn hafi verið öruggur allan tímann. „Auðvitað var þetta í hættu á einhverjum tímapunkti. Haukar eru með frábært lið og mikla breidd. Við spilum bara frábæran varnarleik allt einvígið og vörnin í dag var virkilega góð. “ Haukar voru oft að taka langar sóknir sóknir en Valsvörnin slakaði aldrei á. Gústi var ánægður með vörnina eftir leikinn. „Við stóðum lengi í vörn, við vorum í vörn 70% af leiknum. Það var erfitt og reyndi mikið á liðið.” „Stelpurnar sýndu bara mikinn karakter. Þær sýna jafna og góða spilamennsku í gegnum allt einvígið. Liðsheildin var feykilega öflug hjá okkur og ég er bara gríðarlega sáttur við þetta.” Framundan er úrslitaeinvígi gegn Fram. Liðin mættust í úrslitaeinvíginu í fyrra líka og er nokkuð öruggt að segja að þetta séu tvö bestu lið landsins. „Akkúrat núna er kallin bara algjörlega búinn sko. Ég verð orðinn fínn eftir helgi og er bara spenntur fyrir að mæta Fram. Fram er með frábært og vel mannað lið. Við erum það líka og framundan er bara skemmtilegt einvígi.”
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Haukar 25-22 | Valur í úrslit eftir að hafa sópað út Haukum Valur mætir Fram í úrslitunum annað árið í röð. 11. apríl 2019 23:15 Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Handbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Sjá meira
Leik lokið: Valur - Haukar 25-22 | Valur í úrslit eftir að hafa sópað út Haukum Valur mætir Fram í úrslitunum annað árið í röð. 11. apríl 2019 23:15