Segir Assange hafa makað saur á sendiráðsveggina Kjartan Kjartansson skrifar 16. apríl 2019 23:27 Sögusagnir höfðu lengið verið á kreiki um að hreinlæti Assange í sendiráðinu hefði verið ábótavant. Vísir/EPA Forseti Ekvadors fullyrðir að Julian Assange, stofnandi Wikileaks, hafi makað saur sínum á veggi sendiráðs landsins í London þar sem hann hafðist við í tæp sjö ár. Nægilegar ástæður hafi verið fyrir hendi til að afturkalla hæli sem ekvadorsk stjórnvöld höfðu veitt Assange. Breskir lögregluþjónar sóttu Assange í sendiráð Ekvadors í London í síðustu viku eftir að ríkisstjórn Lenín Moreno afturkallaði hæli sem honum hafði verið veitt árið 2012. Í kjölfarið kom fram að bandarísk yfirvöld höfðu krafist framsals Assange vegna ákæru um að hann hefði lagt á ráðin um að brjótast inn í tölvu varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna. Í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC varði Moreno forseti ákvörðunina um að svipta Assange hælinu og réttlætti hana. Assange hefði meðal annars farið ófögrum orðum um Ekvador og kallað landið ómerkilegt. „Að auki, og mér þykir miður að þurfa að segja það á þennan hátt, makaði hann jafnvel saur, hans saur, á veggi sendiráðs okkar. Ég tel að þetta sé nægileg ástæða til að afturkalla og binda enda á hæli hans,“ segir Moreno í viðtalinu. Lögmaður Assange hefur áður sagt að ásakanir ekvadorskra stjórnvalda á hendur honum sé svívirðilegar. Moreno hefur einnig fullyrt að Assange hafi notað sendiráðið sem „njósnamiðstöð“ og brotið gegn skilmálum hælis hans. Assange var í síðustu viku dæmdur sekur um að hafa brotið gegn skilmálum lausnar sem hann fékk gegn tryggingu árið 2012. Á þeim tíma hafði hann tapað baráttu sinni gegn því að vera framseldur til Svíþjóðar þar sem hann var sakaður um kynferðisbrot. Það var þá sem hann leitaði hælis í sendiráði Ekvadors hvar hann dvaldi þar til á fimmtudag. Hann á yfir höfði sér tólf mánaða fangelsi á Bretlandi og gæti einnig verið framseldur til Bandaríkjanna. Bretland Ekvador WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Segir Assange hafa notað sendiráðið til njósna Forseti Ekvadors segist hafa fengið tryggingar frá breskum stjórnvöldum um að þau gæti að mannréttindum Julians Assange, stofnanda Wikileaks. 15. apríl 2019 07:45 Munu berjast gegn því að Assange verði framseldur með öllum tiltækum ráðum Kristinn Hrafnsson, fjölmiðlamaður, segist vera í áfalli vegna nýjustu vendinga í máli Julians Assange. 11. apríl 2019 11:11 Julian Assange handtekinn Julian Assange, stofnandi Wikileaks, var handtekinn í morgun í sendiráði Ekvadors í London. Þar hefur hann dvalið í sjö ár. Þetta herma breskir miðlar eftir lögreglunni í Bretlandi. 11. apríl 2019 09:44 Icesave-lekinn í greinargerð FBI um Assange: „10 Reykjavik 13“ Í greinargerð bandarísku alríkislögreglunnar FBI um mál Julians Assange er sérstaklega fjallað um leyniskýrslur bandaríska sendiráðsins um samskipti íslenskra ráðamanna í tengslum við Icesave-málið. Trúnaðargögnunum var lekið til WikiLeaks árið 2010. 16. apríl 2019 11:42 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fleiri fréttir Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Sjá meira
Forseti Ekvadors fullyrðir að Julian Assange, stofnandi Wikileaks, hafi makað saur sínum á veggi sendiráðs landsins í London þar sem hann hafðist við í tæp sjö ár. Nægilegar ástæður hafi verið fyrir hendi til að afturkalla hæli sem ekvadorsk stjórnvöld höfðu veitt Assange. Breskir lögregluþjónar sóttu Assange í sendiráð Ekvadors í London í síðustu viku eftir að ríkisstjórn Lenín Moreno afturkallaði hæli sem honum hafði verið veitt árið 2012. Í kjölfarið kom fram að bandarísk yfirvöld höfðu krafist framsals Assange vegna ákæru um að hann hefði lagt á ráðin um að brjótast inn í tölvu varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna. Í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC varði Moreno forseti ákvörðunina um að svipta Assange hælinu og réttlætti hana. Assange hefði meðal annars farið ófögrum orðum um Ekvador og kallað landið ómerkilegt. „Að auki, og mér þykir miður að þurfa að segja það á þennan hátt, makaði hann jafnvel saur, hans saur, á veggi sendiráðs okkar. Ég tel að þetta sé nægileg ástæða til að afturkalla og binda enda á hæli hans,“ segir Moreno í viðtalinu. Lögmaður Assange hefur áður sagt að ásakanir ekvadorskra stjórnvalda á hendur honum sé svívirðilegar. Moreno hefur einnig fullyrt að Assange hafi notað sendiráðið sem „njósnamiðstöð“ og brotið gegn skilmálum hælis hans. Assange var í síðustu viku dæmdur sekur um að hafa brotið gegn skilmálum lausnar sem hann fékk gegn tryggingu árið 2012. Á þeim tíma hafði hann tapað baráttu sinni gegn því að vera framseldur til Svíþjóðar þar sem hann var sakaður um kynferðisbrot. Það var þá sem hann leitaði hælis í sendiráði Ekvadors hvar hann dvaldi þar til á fimmtudag. Hann á yfir höfði sér tólf mánaða fangelsi á Bretlandi og gæti einnig verið framseldur til Bandaríkjanna.
Bretland Ekvador WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Segir Assange hafa notað sendiráðið til njósna Forseti Ekvadors segist hafa fengið tryggingar frá breskum stjórnvöldum um að þau gæti að mannréttindum Julians Assange, stofnanda Wikileaks. 15. apríl 2019 07:45 Munu berjast gegn því að Assange verði framseldur með öllum tiltækum ráðum Kristinn Hrafnsson, fjölmiðlamaður, segist vera í áfalli vegna nýjustu vendinga í máli Julians Assange. 11. apríl 2019 11:11 Julian Assange handtekinn Julian Assange, stofnandi Wikileaks, var handtekinn í morgun í sendiráði Ekvadors í London. Þar hefur hann dvalið í sjö ár. Þetta herma breskir miðlar eftir lögreglunni í Bretlandi. 11. apríl 2019 09:44 Icesave-lekinn í greinargerð FBI um Assange: „10 Reykjavik 13“ Í greinargerð bandarísku alríkislögreglunnar FBI um mál Julians Assange er sérstaklega fjallað um leyniskýrslur bandaríska sendiráðsins um samskipti íslenskra ráðamanna í tengslum við Icesave-málið. Trúnaðargögnunum var lekið til WikiLeaks árið 2010. 16. apríl 2019 11:42 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fleiri fréttir Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Sjá meira
Segir Assange hafa notað sendiráðið til njósna Forseti Ekvadors segist hafa fengið tryggingar frá breskum stjórnvöldum um að þau gæti að mannréttindum Julians Assange, stofnanda Wikileaks. 15. apríl 2019 07:45
Munu berjast gegn því að Assange verði framseldur með öllum tiltækum ráðum Kristinn Hrafnsson, fjölmiðlamaður, segist vera í áfalli vegna nýjustu vendinga í máli Julians Assange. 11. apríl 2019 11:11
Julian Assange handtekinn Julian Assange, stofnandi Wikileaks, var handtekinn í morgun í sendiráði Ekvadors í London. Þar hefur hann dvalið í sjö ár. Þetta herma breskir miðlar eftir lögreglunni í Bretlandi. 11. apríl 2019 09:44
Icesave-lekinn í greinargerð FBI um Assange: „10 Reykjavik 13“ Í greinargerð bandarísku alríkislögreglunnar FBI um mál Julians Assange er sérstaklega fjallað um leyniskýrslur bandaríska sendiráðsins um samskipti íslenskra ráðamanna í tengslum við Icesave-málið. Trúnaðargögnunum var lekið til WikiLeaks árið 2010. 16. apríl 2019 11:42