Vill að þjónusta sjálfstætt starfandi lækna verði nýtt til að eyða biðlistum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 17. apríl 2019 13:00 Ásmundur Friðriksson annar varaformaður velferðarnefndar segir að þar sem aðgerðir stjórnvalda til að eyða biðlistum hjá ríkisreknum heilbrigðisstofnunum hafi ekki tekist eigi að nota þjónustu á einkareknum stofum. Vísir/Vilhelm Annar varaforrmaður velferðarnefndar telur að ríkið eigi frekar að greiða fyrir einkarekna þjónustu hér á landi til að eyða biðlistum í aðgerðir en að senda fólk til Svíþjóðar. Þar sem aukafjárveitingar til ríkisspítala hafi ekki stytt biðlistanna sé þetta eina leiðin. Hátt í þúsund manns bíða nú eftir liðskiptaaðgerðum á heilbrigðisstofnunum hér á landi en biðtími í slíka aðgerð getur verið rúmt ár. Ef fólk bíður lengur en þrjá mánuði býðst því að fara til Svíþjóðar í aðgerð á kostnað ríkisins en einnig er hægt að fara á einkareknar stofur og greiða fyrir úr eiginn vasa. Helga Möller söngkona sem bauðst að fara til Svíþjóðar í aðgerð sagði í fréttum okkar í gær að hún hefði heldur kosið að fara í aðgerð hér á landi og því ákveðið að greiða fyrir sína aðgerð á einkarekinni stofu. Hún furðaði sig hins vegar á að ríkið væri tilbúið að greiða þrjár milljónir fyrir aðgerð í Svíþjóð en væri ekki á sama tíma tilbúið að taka þátt í kostnaði við slíka aðgerð á einkarekinni stofu en kostnaður við hana er um tólf hundruð þúsund krónur. Ásmundur Friðriksson annar varaformaður velferðarnefndar segir að þar sem aðgerðir stjórnvalda til að eyða biðlistum hjá ríkisreknum heilbrigðisstofnunum hafi ekki tekist eigi að nota þjónustu á einkareknum stofum. „Ég verð bara að segja að það er alveg sama hvað við höfum haft velviljaða heilbrigðisráðherra þá hefur hvorki Svandísi né öðrum ráðherrum tekist að stytta þessa biðlista. Við höfum sett aukið fé í þá og sérstakar greiðslur í mörg ár en þeir styttast ekki. Því er það mín skoðun að næsti kostur sé að nota þá aðstöðu sem er til á Íslandi sem er tveimur þriðja ódýrari en senda fólk til Svíþjóðar. Þrátt fyrir skoðanaágreining verður buddan að ráða þegar kemur að þessum málum finnst mér,“ segir Ásmundur.Sjálfstæðimenn vilji fara þessa leið Ásmundur segir að almennt séu Sjálfstæðismenn á þessari skoðun. „Það hefur legið fyrir að við höfum verið inná því á því að nota þá aðstöðu sem er á Íslandi, hún er ódýr og frábær og jafnvel sama þjónusta og hægt er að fá erlendis. Það hefur legið fyrir að þar eru einkasjúkrahús að gera þessar aðgerðir fyrir okkur erlendis og jafnvel læknar frá Íslandi sem gera aðgerðirnar þar,“ segir hann. Fram kom í forstjórapistli Páls Matthíassonar forstjóra Landspítalans að aukafjármagni sem hefði verið veitt til að eyða biðlistum hefði verið nýtt en ef ríkistjórnin væri til í að koma með meira fjármagn væri Landspítalinn tilbúinn. Ásmundur segir að þrátt fyrir að miklu fjármagni hafi verið veitt til ríkisspítala þá hafi biðlistar ekki styst. „Við höfum verið að auka mjög mikið öll framlög til Landspítalans á síðustu árum og lagt til aukafjármagn til að stytta biðlista en ekkert gerist og þá þurfum við bara að leita annarra leiða og ef ef þær eru fyrir hendi hér á landi eigum við að nota þær, “ segir Ásmundur. Alþingi Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Annar varaforrmaður velferðarnefndar telur að ríkið eigi frekar að greiða fyrir einkarekna þjónustu hér á landi til að eyða biðlistum í aðgerðir en að senda fólk til Svíþjóðar. Þar sem aukafjárveitingar til ríkisspítala hafi ekki stytt biðlistanna sé þetta eina leiðin. Hátt í þúsund manns bíða nú eftir liðskiptaaðgerðum á heilbrigðisstofnunum hér á landi en biðtími í slíka aðgerð getur verið rúmt ár. Ef fólk bíður lengur en þrjá mánuði býðst því að fara til Svíþjóðar í aðgerð á kostnað ríkisins en einnig er hægt að fara á einkareknar stofur og greiða fyrir úr eiginn vasa. Helga Möller söngkona sem bauðst að fara til Svíþjóðar í aðgerð sagði í fréttum okkar í gær að hún hefði heldur kosið að fara í aðgerð hér á landi og því ákveðið að greiða fyrir sína aðgerð á einkarekinni stofu. Hún furðaði sig hins vegar á að ríkið væri tilbúið að greiða þrjár milljónir fyrir aðgerð í Svíþjóð en væri ekki á sama tíma tilbúið að taka þátt í kostnaði við slíka aðgerð á einkarekinni stofu en kostnaður við hana er um tólf hundruð þúsund krónur. Ásmundur Friðriksson annar varaformaður velferðarnefndar segir að þar sem aðgerðir stjórnvalda til að eyða biðlistum hjá ríkisreknum heilbrigðisstofnunum hafi ekki tekist eigi að nota þjónustu á einkareknum stofum. „Ég verð bara að segja að það er alveg sama hvað við höfum haft velviljaða heilbrigðisráðherra þá hefur hvorki Svandísi né öðrum ráðherrum tekist að stytta þessa biðlista. Við höfum sett aukið fé í þá og sérstakar greiðslur í mörg ár en þeir styttast ekki. Því er það mín skoðun að næsti kostur sé að nota þá aðstöðu sem er til á Íslandi sem er tveimur þriðja ódýrari en senda fólk til Svíþjóðar. Þrátt fyrir skoðanaágreining verður buddan að ráða þegar kemur að þessum málum finnst mér,“ segir Ásmundur.Sjálfstæðimenn vilji fara þessa leið Ásmundur segir að almennt séu Sjálfstæðismenn á þessari skoðun. „Það hefur legið fyrir að við höfum verið inná því á því að nota þá aðstöðu sem er á Íslandi, hún er ódýr og frábær og jafnvel sama þjónusta og hægt er að fá erlendis. Það hefur legið fyrir að þar eru einkasjúkrahús að gera þessar aðgerðir fyrir okkur erlendis og jafnvel læknar frá Íslandi sem gera aðgerðirnar þar,“ segir hann. Fram kom í forstjórapistli Páls Matthíassonar forstjóra Landspítalans að aukafjármagni sem hefði verið veitt til að eyða biðlistum hefði verið nýtt en ef ríkistjórnin væri til í að koma með meira fjármagn væri Landspítalinn tilbúinn. Ásmundur segir að þrátt fyrir að miklu fjármagni hafi verið veitt til ríkisspítala þá hafi biðlistar ekki styst. „Við höfum verið að auka mjög mikið öll framlög til Landspítalans á síðustu árum og lagt til aukafjármagn til að stytta biðlista en ekkert gerist og þá þurfum við bara að leita annarra leiða og ef ef þær eru fyrir hendi hér á landi eigum við að nota þær, “ segir Ásmundur.
Alþingi Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?