Komið hefur fram að yfirvöld leggi nú áherslu á að finna bresti í burðarvirki kirkjunnar, sem gætu hafa orðið til í eldsvoðanum í fyrradag, og tryggja þá.
Þegar hafa rannsakendur borið kennsl á veika punkta í byggingunni, til að mynda í einu þverskipi kirkjunnar og í kirkjuskipinu sjálfu. Þá eru þrjú stór göt á byggingunni: Eitt þar sem spíran brotnaði af, annað í þverskipinu og hið þriðja í hvelfingu þess. Þá urðu viðarbitar í þakinu eldinum að bráð og steypuhvelfing sem hélt þakinu uppi féll saman.
Myndband, tekið úr lofti, sem breska dagblaðið Guardian birti á vef sínum í dag sýnir skemmdirnar vel. Myndbandið má sjá hér að neðan.