Óumflýjanlegt að flugfargjöld hækki Sunna Sæmundsdóttir skrifar 1. apríl 2019 19:00 Óumflýjanlegt er að flugfargjöld muni hækka nokkuð á næstunni en WOW air hefur reynst lykilþáttur í að halda niðri verðinu að sögn hagfræðings. Framkvæmdastjóri Dohop segir flest félög búin að leggja upp leiðarkerfin í sumar og þeim geti reynst erfitt að breyta með stuttum fyrirvara. Kyrrsettar Boeing vélar gera stöðuna enn verri. WOW hefur undanfarið flogið reglulega til sextán áfangastaða og gjaldþrot félagsins skilur því eftir sig stórt skarð. Þegar flugframboð dregst svo mikið saman má búast við hækkandi flugfargjöldum. „Ég held að það sé óhætt að segja að WOW air hafi að minnsta kosti verið lykilaðili í því að flugfargjöld lækkuðu eins mikið og þau hafa gert," segir Elvar Ingi Möller, hagfræðingur hjá greiningardeild Arion banka. „Flugfargjöld voru um 40% ódýrari til útlanda um síðustu áramót samanborið við sama tíma árið 2014," segir hann og bætir við að WOW air hafi að meðaltali greitt um eitt þúsund krónur með hverjum flugfarþega frá stofnun. Þrátt fyrir að hækkunin til skemmri tíma geti verið sérstaklega brött hafi hún þó verið óumflýjanleg. „Svona til lengri tíma þá teljum við að það hafi verið óumflýjanlegt að flugfargjöld muni hækka og sérstaklega í ljósi þess að það hefur einfaldlega verið, og sérstaklega síðasta ári, greitt með hverjum flugfarþega," segir Elvar. Yfir tuttugu flugfélög fljúga þó til Íslands og í dag tilkynnti hollenska flugfélagið Transavia að það myndi fljúga þrisvar í viku frá Amsterdam og fylla þannig upp í skarð WOW.Vísir/vilhelmÞá vinnur Icelandair að því að fá leigða vél í flotann í sumar til þess að breyta flugáætlun sinni vegna stöðunnar. Sigþór Kristinn Skúlason, framkvæmdastjóri Airport Associates, segir að nokkur erlend félög hafi þegar haft samband með áhuga um að stökkva inn í leiðarnar. Þetta séu núverandi viðskiptavinir en meðal þeirra er til dæmis Wizz air. Þetta yrði þó aldrei í sama umfangi og leiðarkerfi WOW air og í fyrsta lagi í júlí. Framkvæmdastjóri Dohop segir kyrrsetningu Boeing 737-MAX vélanna einnig hafa áhrif. „Það er skortur á flugvélum í heiminum þannig það er ekkert auðvelt endilega fyrir flugfélög að færa til í leiðarkerfinu og sérstaklega í því leiðarkerfi sem er búið að ákveða fyrir sumarið," segir Davíð Gunnarsson, framkvæmdastjóri Dohop. „Það er auðvitað hægt að færa eitthvað til en ekkert í stórum stíl og kannski hæpið að við sjáum þetta gríðarlega framboð sem WOW hafði og sérstaklega ætlaði að vera með í sumar," segir Davíð. Fréttir af flugi Icelandair Neytendur WOW Air Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Rigning í kortunum Veður Fleiri fréttir Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Óumflýjanlegt er að flugfargjöld muni hækka nokkuð á næstunni en WOW air hefur reynst lykilþáttur í að halda niðri verðinu að sögn hagfræðings. Framkvæmdastjóri Dohop segir flest félög búin að leggja upp leiðarkerfin í sumar og þeim geti reynst erfitt að breyta með stuttum fyrirvara. Kyrrsettar Boeing vélar gera stöðuna enn verri. WOW hefur undanfarið flogið reglulega til sextán áfangastaða og gjaldþrot félagsins skilur því eftir sig stórt skarð. Þegar flugframboð dregst svo mikið saman má búast við hækkandi flugfargjöldum. „Ég held að það sé óhætt að segja að WOW air hafi að minnsta kosti verið lykilaðili í því að flugfargjöld lækkuðu eins mikið og þau hafa gert," segir Elvar Ingi Möller, hagfræðingur hjá greiningardeild Arion banka. „Flugfargjöld voru um 40% ódýrari til útlanda um síðustu áramót samanborið við sama tíma árið 2014," segir hann og bætir við að WOW air hafi að meðaltali greitt um eitt þúsund krónur með hverjum flugfarþega frá stofnun. Þrátt fyrir að hækkunin til skemmri tíma geti verið sérstaklega brött hafi hún þó verið óumflýjanleg. „Svona til lengri tíma þá teljum við að það hafi verið óumflýjanlegt að flugfargjöld muni hækka og sérstaklega í ljósi þess að það hefur einfaldlega verið, og sérstaklega síðasta ári, greitt með hverjum flugfarþega," segir Elvar. Yfir tuttugu flugfélög fljúga þó til Íslands og í dag tilkynnti hollenska flugfélagið Transavia að það myndi fljúga þrisvar í viku frá Amsterdam og fylla þannig upp í skarð WOW.Vísir/vilhelmÞá vinnur Icelandair að því að fá leigða vél í flotann í sumar til þess að breyta flugáætlun sinni vegna stöðunnar. Sigþór Kristinn Skúlason, framkvæmdastjóri Airport Associates, segir að nokkur erlend félög hafi þegar haft samband með áhuga um að stökkva inn í leiðarnar. Þetta séu núverandi viðskiptavinir en meðal þeirra er til dæmis Wizz air. Þetta yrði þó aldrei í sama umfangi og leiðarkerfi WOW air og í fyrsta lagi í júlí. Framkvæmdastjóri Dohop segir kyrrsetningu Boeing 737-MAX vélanna einnig hafa áhrif. „Það er skortur á flugvélum í heiminum þannig það er ekkert auðvelt endilega fyrir flugfélög að færa til í leiðarkerfinu og sérstaklega í því leiðarkerfi sem er búið að ákveða fyrir sumarið," segir Davíð Gunnarsson, framkvæmdastjóri Dohop. „Það er auðvitað hægt að færa eitthvað til en ekkert í stórum stíl og kannski hæpið að við sjáum þetta gríðarlega framboð sem WOW hafði og sérstaklega ætlaði að vera með í sumar," segir Davíð.
Fréttir af flugi Icelandair Neytendur WOW Air Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Rigning í kortunum Veður Fleiri fréttir Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Sjá meira