Óumflýjanlegt að flugfargjöld hækki Sunna Sæmundsdóttir skrifar 1. apríl 2019 19:00 Óumflýjanlegt er að flugfargjöld muni hækka nokkuð á næstunni en WOW air hefur reynst lykilþáttur í að halda niðri verðinu að sögn hagfræðings. Framkvæmdastjóri Dohop segir flest félög búin að leggja upp leiðarkerfin í sumar og þeim geti reynst erfitt að breyta með stuttum fyrirvara. Kyrrsettar Boeing vélar gera stöðuna enn verri. WOW hefur undanfarið flogið reglulega til sextán áfangastaða og gjaldþrot félagsins skilur því eftir sig stórt skarð. Þegar flugframboð dregst svo mikið saman má búast við hækkandi flugfargjöldum. „Ég held að það sé óhætt að segja að WOW air hafi að minnsta kosti verið lykilaðili í því að flugfargjöld lækkuðu eins mikið og þau hafa gert," segir Elvar Ingi Möller, hagfræðingur hjá greiningardeild Arion banka. „Flugfargjöld voru um 40% ódýrari til útlanda um síðustu áramót samanborið við sama tíma árið 2014," segir hann og bætir við að WOW air hafi að meðaltali greitt um eitt þúsund krónur með hverjum flugfarþega frá stofnun. Þrátt fyrir að hækkunin til skemmri tíma geti verið sérstaklega brött hafi hún þó verið óumflýjanleg. „Svona til lengri tíma þá teljum við að það hafi verið óumflýjanlegt að flugfargjöld muni hækka og sérstaklega í ljósi þess að það hefur einfaldlega verið, og sérstaklega síðasta ári, greitt með hverjum flugfarþega," segir Elvar. Yfir tuttugu flugfélög fljúga þó til Íslands og í dag tilkynnti hollenska flugfélagið Transavia að það myndi fljúga þrisvar í viku frá Amsterdam og fylla þannig upp í skarð WOW.Vísir/vilhelmÞá vinnur Icelandair að því að fá leigða vél í flotann í sumar til þess að breyta flugáætlun sinni vegna stöðunnar. Sigþór Kristinn Skúlason, framkvæmdastjóri Airport Associates, segir að nokkur erlend félög hafi þegar haft samband með áhuga um að stökkva inn í leiðarnar. Þetta séu núverandi viðskiptavinir en meðal þeirra er til dæmis Wizz air. Þetta yrði þó aldrei í sama umfangi og leiðarkerfi WOW air og í fyrsta lagi í júlí. Framkvæmdastjóri Dohop segir kyrrsetningu Boeing 737-MAX vélanna einnig hafa áhrif. „Það er skortur á flugvélum í heiminum þannig það er ekkert auðvelt endilega fyrir flugfélög að færa til í leiðarkerfinu og sérstaklega í því leiðarkerfi sem er búið að ákveða fyrir sumarið," segir Davíð Gunnarsson, framkvæmdastjóri Dohop. „Það er auðvitað hægt að færa eitthvað til en ekkert í stórum stíl og kannski hæpið að við sjáum þetta gríðarlega framboð sem WOW hafði og sérstaklega ætlaði að vera með í sumar," segir Davíð. Fréttir af flugi Icelandair Neytendur WOW Air Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Sjá meira
Óumflýjanlegt er að flugfargjöld muni hækka nokkuð á næstunni en WOW air hefur reynst lykilþáttur í að halda niðri verðinu að sögn hagfræðings. Framkvæmdastjóri Dohop segir flest félög búin að leggja upp leiðarkerfin í sumar og þeim geti reynst erfitt að breyta með stuttum fyrirvara. Kyrrsettar Boeing vélar gera stöðuna enn verri. WOW hefur undanfarið flogið reglulega til sextán áfangastaða og gjaldþrot félagsins skilur því eftir sig stórt skarð. Þegar flugframboð dregst svo mikið saman má búast við hækkandi flugfargjöldum. „Ég held að það sé óhætt að segja að WOW air hafi að minnsta kosti verið lykilaðili í því að flugfargjöld lækkuðu eins mikið og þau hafa gert," segir Elvar Ingi Möller, hagfræðingur hjá greiningardeild Arion banka. „Flugfargjöld voru um 40% ódýrari til útlanda um síðustu áramót samanborið við sama tíma árið 2014," segir hann og bætir við að WOW air hafi að meðaltali greitt um eitt þúsund krónur með hverjum flugfarþega frá stofnun. Þrátt fyrir að hækkunin til skemmri tíma geti verið sérstaklega brött hafi hún þó verið óumflýjanleg. „Svona til lengri tíma þá teljum við að það hafi verið óumflýjanlegt að flugfargjöld muni hækka og sérstaklega í ljósi þess að það hefur einfaldlega verið, og sérstaklega síðasta ári, greitt með hverjum flugfarþega," segir Elvar. Yfir tuttugu flugfélög fljúga þó til Íslands og í dag tilkynnti hollenska flugfélagið Transavia að það myndi fljúga þrisvar í viku frá Amsterdam og fylla þannig upp í skarð WOW.Vísir/vilhelmÞá vinnur Icelandair að því að fá leigða vél í flotann í sumar til þess að breyta flugáætlun sinni vegna stöðunnar. Sigþór Kristinn Skúlason, framkvæmdastjóri Airport Associates, segir að nokkur erlend félög hafi þegar haft samband með áhuga um að stökkva inn í leiðarnar. Þetta séu núverandi viðskiptavinir en meðal þeirra er til dæmis Wizz air. Þetta yrði þó aldrei í sama umfangi og leiðarkerfi WOW air og í fyrsta lagi í júlí. Framkvæmdastjóri Dohop segir kyrrsetningu Boeing 737-MAX vélanna einnig hafa áhrif. „Það er skortur á flugvélum í heiminum þannig það er ekkert auðvelt endilega fyrir flugfélög að færa til í leiðarkerfinu og sérstaklega í því leiðarkerfi sem er búið að ákveða fyrir sumarið," segir Davíð Gunnarsson, framkvæmdastjóri Dohop. „Það er auðvitað hægt að færa eitthvað til en ekkert í stórum stíl og kannski hæpið að við sjáum þetta gríðarlega framboð sem WOW hafði og sérstaklega ætlaði að vera með í sumar," segir Davíð.
Fréttir af flugi Icelandair Neytendur WOW Air Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Sjá meira