Lánið er valt Hildur Björnsdóttir skrifar 3. apríl 2019 08:00 Vestræn samfélög þróast á hraða ljóssins. Fjármálaumhverfið er stöðugum breytingum háð og fjórða iðnbyltingin færir okkur áður óþekktar áskoranir. Mikilvægt er að vera meðvituð um þau flóknu viðfangsefni sem verða afleiðingar framfara – en grípa jafnframt tækifærin sem fylgja. Vinnumarkaður framtíðar er talinn verða gjörólíkur þeim veruleika sem við þekkjum í dag. Tæknin muni skapa fjölmörg störf en samhliða leysa önnur af hólmi. Menntakerfið þurfi að búa börn betur undir gjörbreytt atvinnulíf. Úrlausn flókinna vandamála, skapandi og gagnrýnin hugsun verði meðal lykilþátta á þeirri vegferð. Þeir sem tileinki sér slíka færni verði betur í stakk búnir til að takast á við ný störf og breyttan veruleika. Fjo¨lmargar erlendar þjo´ðir hafa lagt ríka áherslu á bætt fjármálalæsi almennings. Fólk verði að geta notast við gagnrýna hugsun þegar teknar eru flóknar fjárhagslegar ákvarðanir. Árið 2012 lýsti þáverandi aðalritari Sameinuðu þjóðanna yfir eindregnum stuðningi við eflingu fjármálalæsis meðal ungs fólks. Hann taldi auðsýnt að slíkt myndi leiða til aukinnar atvinnuþátttöku og nýsköpunar. Framkvæmdastjóri OECD hefur tekið í sama streng og lýst áhyggjum af því hvernig sífellt yngra fólk kljáist nú við flóknar ákvarðanir í fjármálum. Hlutfall ungs fólk, á aldrinum 18-29 ára, sem leitar til Umboðsmanns skuldara í greiðsluvanda vegna smálána hefur margfaldast á undanförnum árum. Auka þarf skilning ungs fólks á þeirri fjárhagslegu ábyrgð sem fylgir slíkri lántöku og efla gagnrýna hugsun við flókna ákvarðanatöku. Það er liður í fjárhagslegu heilbrigði en ekki síður undirbúningi fyrir störf framtíðar. Ég tel rétt að grunnskólar Reykjavíkur tryggi nemendum á unglingastigi kennslu í fjármálalæsi. Þannig mætti fyrirbyggja skuldsetningu umfram greiðslugetu og móta heilbrigt viðhorf til fjármála. Árið 2021 mun Ísland í fyrsta sinn taka þátt í fjármálalæsishluta PISA könnunarinnar. Það er mikilvægt að undirbúa nemendur fyrir mælinguna, en fyrst og fremst er mikilvægt að undirbúa ungmenni undir krefjandi áskoranir fullorðinsára – því lánið er valt og lukkan hál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hildur Björnsdóttir Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Vestræn samfélög þróast á hraða ljóssins. Fjármálaumhverfið er stöðugum breytingum háð og fjórða iðnbyltingin færir okkur áður óþekktar áskoranir. Mikilvægt er að vera meðvituð um þau flóknu viðfangsefni sem verða afleiðingar framfara – en grípa jafnframt tækifærin sem fylgja. Vinnumarkaður framtíðar er talinn verða gjörólíkur þeim veruleika sem við þekkjum í dag. Tæknin muni skapa fjölmörg störf en samhliða leysa önnur af hólmi. Menntakerfið þurfi að búa börn betur undir gjörbreytt atvinnulíf. Úrlausn flókinna vandamála, skapandi og gagnrýnin hugsun verði meðal lykilþátta á þeirri vegferð. Þeir sem tileinki sér slíka færni verði betur í stakk búnir til að takast á við ný störf og breyttan veruleika. Fjo¨lmargar erlendar þjo´ðir hafa lagt ríka áherslu á bætt fjármálalæsi almennings. Fólk verði að geta notast við gagnrýna hugsun þegar teknar eru flóknar fjárhagslegar ákvarðanir. Árið 2012 lýsti þáverandi aðalritari Sameinuðu þjóðanna yfir eindregnum stuðningi við eflingu fjármálalæsis meðal ungs fólks. Hann taldi auðsýnt að slíkt myndi leiða til aukinnar atvinnuþátttöku og nýsköpunar. Framkvæmdastjóri OECD hefur tekið í sama streng og lýst áhyggjum af því hvernig sífellt yngra fólk kljáist nú við flóknar ákvarðanir í fjármálum. Hlutfall ungs fólk, á aldrinum 18-29 ára, sem leitar til Umboðsmanns skuldara í greiðsluvanda vegna smálána hefur margfaldast á undanförnum árum. Auka þarf skilning ungs fólks á þeirri fjárhagslegu ábyrgð sem fylgir slíkri lántöku og efla gagnrýna hugsun við flókna ákvarðanatöku. Það er liður í fjárhagslegu heilbrigði en ekki síður undirbúningi fyrir störf framtíðar. Ég tel rétt að grunnskólar Reykjavíkur tryggi nemendum á unglingastigi kennslu í fjármálalæsi. Þannig mætti fyrirbyggja skuldsetningu umfram greiðslugetu og móta heilbrigt viðhorf til fjármála. Árið 2021 mun Ísland í fyrsta sinn taka þátt í fjármálalæsishluta PISA könnunarinnar. Það er mikilvægt að undirbúa nemendur fyrir mælinguna, en fyrst og fremst er mikilvægt að undirbúa ungmenni undir krefjandi áskoranir fullorðinsára – því lánið er valt og lukkan hál.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar