Lánið er valt Hildur Björnsdóttir skrifar 3. apríl 2019 08:00 Vestræn samfélög þróast á hraða ljóssins. Fjármálaumhverfið er stöðugum breytingum háð og fjórða iðnbyltingin færir okkur áður óþekktar áskoranir. Mikilvægt er að vera meðvituð um þau flóknu viðfangsefni sem verða afleiðingar framfara – en grípa jafnframt tækifærin sem fylgja. Vinnumarkaður framtíðar er talinn verða gjörólíkur þeim veruleika sem við þekkjum í dag. Tæknin muni skapa fjölmörg störf en samhliða leysa önnur af hólmi. Menntakerfið þurfi að búa börn betur undir gjörbreytt atvinnulíf. Úrlausn flókinna vandamála, skapandi og gagnrýnin hugsun verði meðal lykilþátta á þeirri vegferð. Þeir sem tileinki sér slíka færni verði betur í stakk búnir til að takast á við ný störf og breyttan veruleika. Fjo¨lmargar erlendar þjo´ðir hafa lagt ríka áherslu á bætt fjármálalæsi almennings. Fólk verði að geta notast við gagnrýna hugsun þegar teknar eru flóknar fjárhagslegar ákvarðanir. Árið 2012 lýsti þáverandi aðalritari Sameinuðu þjóðanna yfir eindregnum stuðningi við eflingu fjármálalæsis meðal ungs fólks. Hann taldi auðsýnt að slíkt myndi leiða til aukinnar atvinnuþátttöku og nýsköpunar. Framkvæmdastjóri OECD hefur tekið í sama streng og lýst áhyggjum af því hvernig sífellt yngra fólk kljáist nú við flóknar ákvarðanir í fjármálum. Hlutfall ungs fólk, á aldrinum 18-29 ára, sem leitar til Umboðsmanns skuldara í greiðsluvanda vegna smálána hefur margfaldast á undanförnum árum. Auka þarf skilning ungs fólks á þeirri fjárhagslegu ábyrgð sem fylgir slíkri lántöku og efla gagnrýna hugsun við flókna ákvarðanatöku. Það er liður í fjárhagslegu heilbrigði en ekki síður undirbúningi fyrir störf framtíðar. Ég tel rétt að grunnskólar Reykjavíkur tryggi nemendum á unglingastigi kennslu í fjármálalæsi. Þannig mætti fyrirbyggja skuldsetningu umfram greiðslugetu og móta heilbrigt viðhorf til fjármála. Árið 2021 mun Ísland í fyrsta sinn taka þátt í fjármálalæsishluta PISA könnunarinnar. Það er mikilvægt að undirbúa nemendur fyrir mælinguna, en fyrst og fremst er mikilvægt að undirbúa ungmenni undir krefjandi áskoranir fullorðinsára – því lánið er valt og lukkan hál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hildur Björnsdóttir Mest lesið Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Sjá meira
Vestræn samfélög þróast á hraða ljóssins. Fjármálaumhverfið er stöðugum breytingum háð og fjórða iðnbyltingin færir okkur áður óþekktar áskoranir. Mikilvægt er að vera meðvituð um þau flóknu viðfangsefni sem verða afleiðingar framfara – en grípa jafnframt tækifærin sem fylgja. Vinnumarkaður framtíðar er talinn verða gjörólíkur þeim veruleika sem við þekkjum í dag. Tæknin muni skapa fjölmörg störf en samhliða leysa önnur af hólmi. Menntakerfið þurfi að búa börn betur undir gjörbreytt atvinnulíf. Úrlausn flókinna vandamála, skapandi og gagnrýnin hugsun verði meðal lykilþátta á þeirri vegferð. Þeir sem tileinki sér slíka færni verði betur í stakk búnir til að takast á við ný störf og breyttan veruleika. Fjo¨lmargar erlendar þjo´ðir hafa lagt ríka áherslu á bætt fjármálalæsi almennings. Fólk verði að geta notast við gagnrýna hugsun þegar teknar eru flóknar fjárhagslegar ákvarðanir. Árið 2012 lýsti þáverandi aðalritari Sameinuðu þjóðanna yfir eindregnum stuðningi við eflingu fjármálalæsis meðal ungs fólks. Hann taldi auðsýnt að slíkt myndi leiða til aukinnar atvinnuþátttöku og nýsköpunar. Framkvæmdastjóri OECD hefur tekið í sama streng og lýst áhyggjum af því hvernig sífellt yngra fólk kljáist nú við flóknar ákvarðanir í fjármálum. Hlutfall ungs fólk, á aldrinum 18-29 ára, sem leitar til Umboðsmanns skuldara í greiðsluvanda vegna smálána hefur margfaldast á undanförnum árum. Auka þarf skilning ungs fólks á þeirri fjárhagslegu ábyrgð sem fylgir slíkri lántöku og efla gagnrýna hugsun við flókna ákvarðanatöku. Það er liður í fjárhagslegu heilbrigði en ekki síður undirbúningi fyrir störf framtíðar. Ég tel rétt að grunnskólar Reykjavíkur tryggi nemendum á unglingastigi kennslu í fjármálalæsi. Þannig mætti fyrirbyggja skuldsetningu umfram greiðslugetu og móta heilbrigt viðhorf til fjármála. Árið 2021 mun Ísland í fyrsta sinn taka þátt í fjármálalæsishluta PISA könnunarinnar. Það er mikilvægt að undirbúa nemendur fyrir mælinguna, en fyrst og fremst er mikilvægt að undirbúa ungmenni undir krefjandi áskoranir fullorðinsára – því lánið er valt og lukkan hál.
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar