Ofbeldi gegn börnum sýnt í rauntíma á netinu Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 3. apríl 2019 13:32 Þóra Jónsdóttir, lögfræðingur og verkefnastjóri hjá Barnaheillum. Ofbeldi gegn börnum hefur aukist á internetinu og er farið að notast við svo kallað beint streymi, til að sýna ofbeldið í raun tíma. Barnaheill óskar eftir að almenningur sé vakandi fyrir hverskyns ofbeldi sem leynist á netinu og tilkynni það hiklaust. Barnaheill hefur verið með starfrækta ábendingalínu í gegnum í heimasíðu sína síðan árið 2001 þar sem hægt er að tilkynna óviðeigandi eða ólöglegt efni á netinu. Á árunum 2004 til 2018 bárust 5400 tilkynningar um ofbeldi gegn börnum þar í gegn. Þóra Jónsdóttir, lögfræðingur og verkefnastjóri hjá Barnaheill, segir að tilkynningum hafi fækkað síðustu ár, þrátt fyrir að með tækninni fylgi auknar leiðir til misnotkunar. Auka á vægi ábendingarlínunnar. „Við höfum bætt við fleiri valmöguleikum. Við getum núna tekið við tilkynningum um hatursorðræðu, einelti og annað óviðeigandi efni sem við teljum ekki eigi að vera aðgengilegt börnum,“ segir hún. Hún segir þetta ofbeldi ekki nýtt af nálinni en internetið geri börnin berskjaldaðri fyrir útbreiðslu. Ofbeldið magnist þegar það er orðið sýnilegt á netinu og búið er að taka myndir og dreifa þeim. „Við erum auðvitað með nýjungar eins og „live“ streymi eða svokallaðar beinar útsendingar - sem að eru orðin þáttur í útbreiðslu á ofbeldisefni gegn börnum. Það er vissulega varasöm þróun. Beinar útsendingar séu því miður alltof aðgengilegar. „Þetta er því miður orðin staðreynd og einhverskonar iðnaður í kringum þetta, sem er algjörlega ömurlegt. Við þurfum að bregðast við og reyna að koma í veg fyrir að slíkt eigi sér stað. Hún vonar að verið sé að vinna að tæknilausnum. „Við getum hugsað til hryðjuverkanna í Christchurch sem að voru um daginn. Þeim var streymt í beinni útsendingu. Ég held að fólk hafi almennt séð upplifað hryllinginn með þeim hætti að vilja ekki að slíkt sé mögulegt. Ég held að það hljóti að vera mjög skammt að bíða þess að það komi fram tæknilausnir sem að bregðist við þessu,“ segir hún. Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Ofbeldi gegn börnum hefur aukist á internetinu og er farið að notast við svo kallað beint streymi, til að sýna ofbeldið í raun tíma. Barnaheill óskar eftir að almenningur sé vakandi fyrir hverskyns ofbeldi sem leynist á netinu og tilkynni það hiklaust. Barnaheill hefur verið með starfrækta ábendingalínu í gegnum í heimasíðu sína síðan árið 2001 þar sem hægt er að tilkynna óviðeigandi eða ólöglegt efni á netinu. Á árunum 2004 til 2018 bárust 5400 tilkynningar um ofbeldi gegn börnum þar í gegn. Þóra Jónsdóttir, lögfræðingur og verkefnastjóri hjá Barnaheill, segir að tilkynningum hafi fækkað síðustu ár, þrátt fyrir að með tækninni fylgi auknar leiðir til misnotkunar. Auka á vægi ábendingarlínunnar. „Við höfum bætt við fleiri valmöguleikum. Við getum núna tekið við tilkynningum um hatursorðræðu, einelti og annað óviðeigandi efni sem við teljum ekki eigi að vera aðgengilegt börnum,“ segir hún. Hún segir þetta ofbeldi ekki nýtt af nálinni en internetið geri börnin berskjaldaðri fyrir útbreiðslu. Ofbeldið magnist þegar það er orðið sýnilegt á netinu og búið er að taka myndir og dreifa þeim. „Við erum auðvitað með nýjungar eins og „live“ streymi eða svokallaðar beinar útsendingar - sem að eru orðin þáttur í útbreiðslu á ofbeldisefni gegn börnum. Það er vissulega varasöm þróun. Beinar útsendingar séu því miður alltof aðgengilegar. „Þetta er því miður orðin staðreynd og einhverskonar iðnaður í kringum þetta, sem er algjörlega ömurlegt. Við þurfum að bregðast við og reyna að koma í veg fyrir að slíkt eigi sér stað. Hún vonar að verið sé að vinna að tæknilausnum. „Við getum hugsað til hryðjuverkanna í Christchurch sem að voru um daginn. Þeim var streymt í beinni útsendingu. Ég held að fólk hafi almennt séð upplifað hryllinginn með þeim hætti að vilja ekki að slíkt sé mögulegt. Ég held að það hljóti að vera mjög skammt að bíða þess að það komi fram tæknilausnir sem að bregðist við þessu,“ segir hún.
Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira