Reynir á trúnaðarmannakerfið að fylgja eftir styttingu vinnuvikunnar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 4. apríl 2019 11:07 Forseti ASÍ segir að stytting vinnuvikunnar sé stór breyting en á sama tíma mjög spennandi verkefni. Vísir/vilhelm Stytting vinnuvikunnar var á meðal þeirra áfanga sem verkalýðsfélögin knúðu fram í kjarasamningunum sem undirritaðir voru í gærkvöldi. Starfsfólk útfærir hugmyndina með atkvæðagreiðslu inn á hverjum vinnustað fyrir sig. Heimild til styttingar vinnuvikunnar hefur þegar tekið gildi að sögn Drífu Snædal, forseta ASÍ. Þrátt fyrir að tiltekin útfærsla á styttingu vinnuvikunnar verði ofan á í atkvæðagreiðslu, til dæmis að ljúka störfum fyrir hádegi á föstudegi, getur starfsfólk samið um annað fyrirkomulag við sinn vinnuveitanda sem hentar best hverju sinni.Það er strax búið að kjósa á mínum vinnustað. Það verða þriggja daga helgar tvisvar í mánuði :D https://t.co/WRbuc6jqOf#lifskjarasamningurinn — Andres Jonsson (@andresjons) April 4, 2019 „Það er í rauninni allt opið hvernig útfærslan verður,“ segir Drífa sem fagnar þessum áfanga. Val um styttingu vinnuvikunnar sé næsta skref í framþróun vinnumarkaðarins. „Við höfum keyrt okkur áfram allt of hart og höfum gert um langa hríð. Það hafa skapast forsendur til þess, með aukinni framleiðni og aukinni velsæld, að taka næsta skref í átt að framþróun vinnumarkaðarins,“ segir Drífa.En hvernig ætlar verkalýðshreyfingin að fylgja þessu baráttumáli eftir? Verður það ekkert erfitt?„Þetta verður náttúrulega áskorun en þetta rímar mjög við áherslur okkar um aukið vinnustaðalýðræði; að fólk hafi meira um það að segja um það á vinnustöðum hvernig vinnu þeirra er háttað,“ segir Drífa. Nú reyni á trúnaðarmannakerfið og gott samband. „Þetta krefst þess að það sé gott trúnaðarmannakerfi og að það sé góð tenging á milli vinnustaðanna og verkalýðshreyfingarinnar, stéttarfélagsins,“ segir Drífa. Þetta sé stór breyting en á sama tíma mjög spennandi verkefni. Aðspurð hvenær val um styttingu vinnuvikunnar taki gildi svarar Drífa því til að hún hafi nú þegar tekið gildi. Það haldi gildi sínu nema kjarasamningunum verði hafnað í atkvæðagreiðslu félagsmanna.Starfsfólk getur valið um fjölmargar útfærslur á styttingu vinnuvikunnar.Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, kynnti margvíslegar útfærslur á styttingu vinnuvikunnar á blaðamannafundi í Ráðherrabústaðnum í gærkvöldi. Þannig gætu vinnustaðir greitt atkvæði um valkosti á borð við að hætta fyrr á hverjum einasta degi, hætta fyrir hádegi á föstudegi, fá tvo auka frídaga á mánuði og þá verður einnig hægt að halda áfram eins og ekkert hafi í skorist ef það hentar starfsfólki best.Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að heimildin í nýjum kjarasamningi sé sambærileg eldri heimildum og því aðeins um lítilsháttarbreytingu að ræða.Vísir/vilhelmSegir heimildina lítilsháttar breytingu Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir í fréttatilkynningu að hinn svokallaði „Lífskjarasamningur“ feli ekki í sér neina tryggingu fyrir styttingu vinnutímans hjá almennu verkafólki. Samningurinn feli eingöngu í sér heimild til vinnustaðabundinna viðræðna og framkvæmdar á raunstyttingu vinnutíma gegn því að launaðir kaffitímar verði einnig afnumdir að hluta eða í heild. Heimildin sé sambærileg eldri heimildum til afmarkaðra vinnutímabreytinga sem þegar voru til staðar í 5. kafla kjarasamnings við Samtök atvinnulífsins. Viðar segir að heimildir til styttingar vinnuvikunnar í nýjum kjarasamningi séu aðeins „lítilsháttar breytingar á skilyrtum heimildum“ sem þegar hafi verið í kjarasamningi og muni ekki hafa áhrif nema á einstaka vinnustöðum.Mikilvægt framfaraskref fyrir samfélagið Sóley Tómasdóttir, fyrrverandi oddviti Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs í Reykjavík, rifjar það upp á Facebooksíðu sinni þegar Drífa stakk upp á því við hana að leggja til styttingu vinnuvikunnar hjá Reykjavíkurborg. Sóley stýrði tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar þar til Magnús Már Guðmundsson tók við. Hún segir að hér sé um að ræða mikilvægt framfaraskref fyrir samfélagið. „Í dag, 5 árum seinna, er Drífa forseti ASÍ, Maggi framkvæmdastjóri BSRB, þúsundir hafa þgear stytt vinnuvikuna í Reykjavík og 36 tíma vinnuvika er komin í kjarasamninga,“ skrifar Sóley sem kveðst vera stolt af því að hafa lagt hönd á plóg. „Svo er þetta líka bara falleg saga sem minnir mig á að það er sannarlega hægt að breyta ef viljinn er fyrir hendi.“ Börn og uppeldi Heilbrigðismál Kjaramál Tengdar fréttir Vinnuvikan verði 36 stundir Í nýundirrituðum kjarasamningum á almenna vinnumarkaðnum er að finna ákvæði um styttingu vinnuvikunnar. 3. apríl 2019 23:54 Undirritun samninga dregst á langinn Vonir standa þó til að hægt verði að undirrita samningana í kvöld. 3. apríl 2019 18:28 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Fleiri fréttir „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Sjá meira
Stytting vinnuvikunnar var á meðal þeirra áfanga sem verkalýðsfélögin knúðu fram í kjarasamningunum sem undirritaðir voru í gærkvöldi. Starfsfólk útfærir hugmyndina með atkvæðagreiðslu inn á hverjum vinnustað fyrir sig. Heimild til styttingar vinnuvikunnar hefur þegar tekið gildi að sögn Drífu Snædal, forseta ASÍ. Þrátt fyrir að tiltekin útfærsla á styttingu vinnuvikunnar verði ofan á í atkvæðagreiðslu, til dæmis að ljúka störfum fyrir hádegi á föstudegi, getur starfsfólk samið um annað fyrirkomulag við sinn vinnuveitanda sem hentar best hverju sinni.Það er strax búið að kjósa á mínum vinnustað. Það verða þriggja daga helgar tvisvar í mánuði :D https://t.co/WRbuc6jqOf#lifskjarasamningurinn — Andres Jonsson (@andresjons) April 4, 2019 „Það er í rauninni allt opið hvernig útfærslan verður,“ segir Drífa sem fagnar þessum áfanga. Val um styttingu vinnuvikunnar sé næsta skref í framþróun vinnumarkaðarins. „Við höfum keyrt okkur áfram allt of hart og höfum gert um langa hríð. Það hafa skapast forsendur til þess, með aukinni framleiðni og aukinni velsæld, að taka næsta skref í átt að framþróun vinnumarkaðarins,“ segir Drífa.En hvernig ætlar verkalýðshreyfingin að fylgja þessu baráttumáli eftir? Verður það ekkert erfitt?„Þetta verður náttúrulega áskorun en þetta rímar mjög við áherslur okkar um aukið vinnustaðalýðræði; að fólk hafi meira um það að segja um það á vinnustöðum hvernig vinnu þeirra er háttað,“ segir Drífa. Nú reyni á trúnaðarmannakerfið og gott samband. „Þetta krefst þess að það sé gott trúnaðarmannakerfi og að það sé góð tenging á milli vinnustaðanna og verkalýðshreyfingarinnar, stéttarfélagsins,“ segir Drífa. Þetta sé stór breyting en á sama tíma mjög spennandi verkefni. Aðspurð hvenær val um styttingu vinnuvikunnar taki gildi svarar Drífa því til að hún hafi nú þegar tekið gildi. Það haldi gildi sínu nema kjarasamningunum verði hafnað í atkvæðagreiðslu félagsmanna.Starfsfólk getur valið um fjölmargar útfærslur á styttingu vinnuvikunnar.Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, kynnti margvíslegar útfærslur á styttingu vinnuvikunnar á blaðamannafundi í Ráðherrabústaðnum í gærkvöldi. Þannig gætu vinnustaðir greitt atkvæði um valkosti á borð við að hætta fyrr á hverjum einasta degi, hætta fyrir hádegi á föstudegi, fá tvo auka frídaga á mánuði og þá verður einnig hægt að halda áfram eins og ekkert hafi í skorist ef það hentar starfsfólki best.Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að heimildin í nýjum kjarasamningi sé sambærileg eldri heimildum og því aðeins um lítilsháttarbreytingu að ræða.Vísir/vilhelmSegir heimildina lítilsháttar breytingu Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir í fréttatilkynningu að hinn svokallaði „Lífskjarasamningur“ feli ekki í sér neina tryggingu fyrir styttingu vinnutímans hjá almennu verkafólki. Samningurinn feli eingöngu í sér heimild til vinnustaðabundinna viðræðna og framkvæmdar á raunstyttingu vinnutíma gegn því að launaðir kaffitímar verði einnig afnumdir að hluta eða í heild. Heimildin sé sambærileg eldri heimildum til afmarkaðra vinnutímabreytinga sem þegar voru til staðar í 5. kafla kjarasamnings við Samtök atvinnulífsins. Viðar segir að heimildir til styttingar vinnuvikunnar í nýjum kjarasamningi séu aðeins „lítilsháttar breytingar á skilyrtum heimildum“ sem þegar hafi verið í kjarasamningi og muni ekki hafa áhrif nema á einstaka vinnustöðum.Mikilvægt framfaraskref fyrir samfélagið Sóley Tómasdóttir, fyrrverandi oddviti Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs í Reykjavík, rifjar það upp á Facebooksíðu sinni þegar Drífa stakk upp á því við hana að leggja til styttingu vinnuvikunnar hjá Reykjavíkurborg. Sóley stýrði tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar þar til Magnús Már Guðmundsson tók við. Hún segir að hér sé um að ræða mikilvægt framfaraskref fyrir samfélagið. „Í dag, 5 árum seinna, er Drífa forseti ASÍ, Maggi framkvæmdastjóri BSRB, þúsundir hafa þgear stytt vinnuvikuna í Reykjavík og 36 tíma vinnuvika er komin í kjarasamninga,“ skrifar Sóley sem kveðst vera stolt af því að hafa lagt hönd á plóg. „Svo er þetta líka bara falleg saga sem minnir mig á að það er sannarlega hægt að breyta ef viljinn er fyrir hendi.“
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Kjaramál Tengdar fréttir Vinnuvikan verði 36 stundir Í nýundirrituðum kjarasamningum á almenna vinnumarkaðnum er að finna ákvæði um styttingu vinnuvikunnar. 3. apríl 2019 23:54 Undirritun samninga dregst á langinn Vonir standa þó til að hægt verði að undirrita samningana í kvöld. 3. apríl 2019 18:28 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Fleiri fréttir „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Sjá meira
Vinnuvikan verði 36 stundir Í nýundirrituðum kjarasamningum á almenna vinnumarkaðnum er að finna ákvæði um styttingu vinnuvikunnar. 3. apríl 2019 23:54
Undirritun samninga dregst á langinn Vonir standa þó til að hægt verði að undirrita samningana í kvöld. 3. apríl 2019 18:28