Seinni bylgjan: Sú besta saknaði stórleikjanna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. apríl 2019 17:00 Íris Björk Símonardóttir, markvörður Vals, var besti leikmaður seinni hluta Olís-deildar kvenna að mati Seinni bylgjunnar. Hún var einnig valin best í fyrri hlutanum. Valskonur eru ríkjandi bikar- og deildarmeistarar og eru komnar í 1-0 í einvíginu gegn Haukum í undanúrslitunum um Íslandsmeistaratitilinn. Annar leikur liðanna fer fram í kvöld. Eftir tveggja ára frí frá handbolta gekk Íris Björk í raðir Vals í sumar. Hún lék alla 22 leiki Vals í Olís-deildinni og í þeim varði hún 13,6 skot að meðaltali, eða 42,8% þeirra skota sem hún fékk á sig. Þá var Íris Björk með 1,5 stoðsendingar að meðaltali í leik. Íris Björk mætti í settið í uppgjörsþætti Seinni bylgjunnar í gærkvöldi. „Allar mínar bestu vinkonur eru í handboltanum og lífið hefur snúist svo lengi um hann. Maður saknaði stórleikjanna og allra þessara augnablika,“ sagði Íris Björk um ástæðu þess að hún tók skóna af hillunni. Valur fékk á sig fæst mörk allra í Olís-deildinni og Íris Björk hrósaði varnarleik liðsins. „Þetta er klikkuð vörn. Eins og allir sjá er Anna Úrsúla [Guðmundsdóttir] svindlleikmaður. Hún er rugluð, ekki bara út frá handboltahæfileikum heldur er hún hjartað í öllum liðum sem hún er í,“ sagði Íris Björk um Önnu Úrsúlu. Þær hafa leikið lengi saman og urðu m.a. tvisvar Íslandsmeistarar með Gróttu. Jóhann Gunnar Einarsson spurði Írisi Björk hver erfiðasti mótherji hennar væri. „Ég á ekki að segja þetta því við erum að spila á móti þeim en Berta [Rut Harðardóttir] hefur haft mig svolítið í vasanum á þessu tímabili. Í gegnum tíðina hefur Ester Óskarsdóttir reynst mér erfið,“ sagði Íris Björk. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Valur - Haukar 24-19 | Deildarmeistararnir byrja úrslitakeppnina af krafti Deildarmeistarar Vals unnu öruggan fimm marka sigur á Haukum í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Olísdeildar kvenna í handbolta og tóku þar með forystu í einvíginu. 6. apríl 2019 16:30 Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Valur - Álftanes | Hörkuleikur að Hlíðarenda Körfubolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Fleiri fréttir Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Sjá meira
Íris Björk Símonardóttir, markvörður Vals, var besti leikmaður seinni hluta Olís-deildar kvenna að mati Seinni bylgjunnar. Hún var einnig valin best í fyrri hlutanum. Valskonur eru ríkjandi bikar- og deildarmeistarar og eru komnar í 1-0 í einvíginu gegn Haukum í undanúrslitunum um Íslandsmeistaratitilinn. Annar leikur liðanna fer fram í kvöld. Eftir tveggja ára frí frá handbolta gekk Íris Björk í raðir Vals í sumar. Hún lék alla 22 leiki Vals í Olís-deildinni og í þeim varði hún 13,6 skot að meðaltali, eða 42,8% þeirra skota sem hún fékk á sig. Þá var Íris Björk með 1,5 stoðsendingar að meðaltali í leik. Íris Björk mætti í settið í uppgjörsþætti Seinni bylgjunnar í gærkvöldi. „Allar mínar bestu vinkonur eru í handboltanum og lífið hefur snúist svo lengi um hann. Maður saknaði stórleikjanna og allra þessara augnablika,“ sagði Íris Björk um ástæðu þess að hún tók skóna af hillunni. Valur fékk á sig fæst mörk allra í Olís-deildinni og Íris Björk hrósaði varnarleik liðsins. „Þetta er klikkuð vörn. Eins og allir sjá er Anna Úrsúla [Guðmundsdóttir] svindlleikmaður. Hún er rugluð, ekki bara út frá handboltahæfileikum heldur er hún hjartað í öllum liðum sem hún er í,“ sagði Íris Björk um Önnu Úrsúlu. Þær hafa leikið lengi saman og urðu m.a. tvisvar Íslandsmeistarar með Gróttu. Jóhann Gunnar Einarsson spurði Írisi Björk hver erfiðasti mótherji hennar væri. „Ég á ekki að segja þetta því við erum að spila á móti þeim en Berta [Rut Harðardóttir] hefur haft mig svolítið í vasanum á þessu tímabili. Í gegnum tíðina hefur Ester Óskarsdóttir reynst mér erfið,“ sagði Íris Björk. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Valur - Haukar 24-19 | Deildarmeistararnir byrja úrslitakeppnina af krafti Deildarmeistarar Vals unnu öruggan fimm marka sigur á Haukum í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Olísdeildar kvenna í handbolta og tóku þar með forystu í einvíginu. 6. apríl 2019 16:30 Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Valur - Álftanes | Hörkuleikur að Hlíðarenda Körfubolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Fleiri fréttir Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Haukar 24-19 | Deildarmeistararnir byrja úrslitakeppnina af krafti Deildarmeistarar Vals unnu öruggan fimm marka sigur á Haukum í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Olísdeildar kvenna í handbolta og tóku þar með forystu í einvíginu. 6. apríl 2019 16:30