Sjómannafélag Íslands vill hunsa úrskurð Félagsdóms Jakob Bjarnar skrifar 21. mars 2019 09:41 Bergur Þorkelsson var á síðasta aðalfundi kjörinn formaður SÍ og ráðgert er að hann taki við af Jónasi Garðarssyni á næsta aðalfundi. Foringjar SÍ hafa engin áform uppi um að hvika frá þeim fyrirætlunum. visir/vilhelm Þrátt fyrir afgerandi úrskurð Félagsdóms, þar sem brottrekstur Heiðveigar Maríu Einarsdóttur úr SÍ var dæmdur ólögmætur og að hún hafi kjörgengi hefur Sjómannafélag Íslands engar fyrirætlanir um að endurtaka kosningar sem fram fóru á síðasta aðalfundi sem haldinn var í desember á síðasta ári. Þar var Bergur Þorkelsson, gjaldkeri SÍ, sjálfkjörinn formaður eftir að listi Heiðveigar Maríu Einarsdóttur var úrskurðaður ógildur af hálfu foringja félagsins.Ætla sér ekki að endurtaka kosningarnar Jónas Þór Jónasson lögmaður Sjómannafélags Íslands hefur svarað erindi sjómannanna Arnars Leós Árnasonar og Sigurðar Þórðar Jónssonar sem kröfðust í ljósi úrskurðarins að kosningarnar yrðu endurteknar. Stjórn SÍ hefur engin slík áform uppi.Lögmaður SÍ hefur vísað erindi Sigurður Þórðar og Arnars Leós til föðurhúsanna. Kosningar verða ekki endurteknar.„Þó svo að í dómi Félagsdóms hafi margnefnd 3ja ára regla verið talin andstæð 1. málslið 1. málsgreinar 2. greinar laga um stéttarfélög og vinnudeilur, þá standa eftir tveir annmarkar á mótframboðinu, sem leiða eftir sem áður til ólögmæti þess. Er engin heimild í lögum félagsins til þess að endurupptaka og/eða breyta framangreindum bindandi úrskurði kjörstjórnar og þar sem framangreindar forsendur hans eru óbreyttar stendur niðurstaða úrskurðarins um úrslit stjórnarkosninga í félaginu,“ segir meðal annars í bréfi sem Jónas Þór undirritar fyrir hönd kjörstjórnar Sjómannafélags Íslands.Mikil ólga meðal sjómanna Verulegar ólgu gætir meðal sjómanna sem Vísir hefur rætt við auk þeirra Arnars Leós og Sigurðar Þórðar og þeir farnir að velta því fyrir sér hverju valdi því að menn þverskallist við að opna dyr sínar? Hverju sé verið að leyna? Ekki er orðum aukið að þeir sem Vísir hefur rætt við séu reiðir. Þá hafa sjómenn þungar áhyggjur af því að félagið sé búið að mála sig út í horn, ekkert annað félag sjái fyrir sér að geta átt með því samleið til dæmis vegna kjaraviðræðna, svo mjög hafi það traðkað á lýðræðislegum sjónarmiðum.Heiðveig og lögmaður hennar, Kolbrún Garðarsdóttir hrósuðu sigri í Félagsdómi hvar SÍ var dæmt fyrir gerræðisleg vinnubrögð við brottrekstur hennar. Þær undirbúa nú aðra kæru á hendur félaginu.visir/vilhelmVísir sendi Bergi Þorkelssyni fyrirspurn fyrr í þessum mánuði í kjölfar þess að SÍ sendu Heiðveigu Maríu bréf og buðu henni að koma aftur í félagið nokkuð sem hún hafnaði alfarið á þeim forsendum að hún líti svo á að brottrekstur hennar hafi verið ólögmætur. Þar er meðal annars spurt hvort til greina komi af hálfu félagsins að endurtaka kosningarnar sem Félagsdómur hefur dæmt ólöglegar? En, Bergur hefur ekki komið því við að svara. Nú liggur hins vegar fyrir að foringjar félagsins hafa ekki hugsað sér að líta til úrskurðar Félagsdóms í neinu því sem nýr að hugsanlegu endurnýjuðu stjórnarkjöri.Önnur kæra á hendur SÍ í farvatninu Vísir ræddi við Kolbrúnu Garðarsdóttur, lögmann Heiðveigar Maríu, og hún segist hafa sent félaginu bréf sem stílað er á Jónas Þór lögmann. Þar segir meðal annars að afar mikilvægt sé að hann geri forsvarsmönnum félagsins grein fyrir því að „dómur Félagsdóms um ólögmæti 3 ára takmörkunar til kjörgengis felur í sér að kjörgengi var almennt ekki til staðar fyrir ótilgreindan hóp félagsmanna og það eitt þýðir að kosningarnar verði að auglýsa að nýju og öllum gefinn kostur á að bjóða sig fram. Lög félagsins girða ekki fyrir að hægt er að kalla saman aukaaðalfund og ná sátt um dagsetningar og annað varðandi málið.“ Kolbrún segir að nú stefni allt í að Sjómannafélag Íslands verði kært aftur til Félagsdóms, það sé nú til skoðunar. Dómsmál Ólga innan Sjómannafélags Íslands Stjórnsýsla Tengdar fréttir Félagar í Sjómannafélaginu krefjast nýrra kosninga Stjórn Sjómannafélags Íslands vill nú ná sáttum við Heiðveigu Maríu. 6. mars 2019 15:53 Sjómannafélagið dæmt til hárra sektargreiðslna Heiðveig María hrósar sigri í Félagsdómi. 26. febrúar 2019 15:46 Stjórn SÍ býður Heiðveigu Maríu að koma aftur í félagið Fær að sitja í samninganefnd sjómanna á fiskiskipum. 7. mars 2019 15:00 Heiðveig María gefur lítið fyrir sáttatilboð SÍ Ætlar ekki að þiggja sæti í kjaranefnd sjómanna á fiskiskipum. 7. mars 2019 16:43 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Sjá meira
Þrátt fyrir afgerandi úrskurð Félagsdóms, þar sem brottrekstur Heiðveigar Maríu Einarsdóttur úr SÍ var dæmdur ólögmætur og að hún hafi kjörgengi hefur Sjómannafélag Íslands engar fyrirætlanir um að endurtaka kosningar sem fram fóru á síðasta aðalfundi sem haldinn var í desember á síðasta ári. Þar var Bergur Þorkelsson, gjaldkeri SÍ, sjálfkjörinn formaður eftir að listi Heiðveigar Maríu Einarsdóttur var úrskurðaður ógildur af hálfu foringja félagsins.Ætla sér ekki að endurtaka kosningarnar Jónas Þór Jónasson lögmaður Sjómannafélags Íslands hefur svarað erindi sjómannanna Arnars Leós Árnasonar og Sigurðar Þórðar Jónssonar sem kröfðust í ljósi úrskurðarins að kosningarnar yrðu endurteknar. Stjórn SÍ hefur engin slík áform uppi.Lögmaður SÍ hefur vísað erindi Sigurður Þórðar og Arnars Leós til föðurhúsanna. Kosningar verða ekki endurteknar.„Þó svo að í dómi Félagsdóms hafi margnefnd 3ja ára regla verið talin andstæð 1. málslið 1. málsgreinar 2. greinar laga um stéttarfélög og vinnudeilur, þá standa eftir tveir annmarkar á mótframboðinu, sem leiða eftir sem áður til ólögmæti þess. Er engin heimild í lögum félagsins til þess að endurupptaka og/eða breyta framangreindum bindandi úrskurði kjörstjórnar og þar sem framangreindar forsendur hans eru óbreyttar stendur niðurstaða úrskurðarins um úrslit stjórnarkosninga í félaginu,“ segir meðal annars í bréfi sem Jónas Þór undirritar fyrir hönd kjörstjórnar Sjómannafélags Íslands.Mikil ólga meðal sjómanna Verulegar ólgu gætir meðal sjómanna sem Vísir hefur rætt við auk þeirra Arnars Leós og Sigurðar Þórðar og þeir farnir að velta því fyrir sér hverju valdi því að menn þverskallist við að opna dyr sínar? Hverju sé verið að leyna? Ekki er orðum aukið að þeir sem Vísir hefur rætt við séu reiðir. Þá hafa sjómenn þungar áhyggjur af því að félagið sé búið að mála sig út í horn, ekkert annað félag sjái fyrir sér að geta átt með því samleið til dæmis vegna kjaraviðræðna, svo mjög hafi það traðkað á lýðræðislegum sjónarmiðum.Heiðveig og lögmaður hennar, Kolbrún Garðarsdóttir hrósuðu sigri í Félagsdómi hvar SÍ var dæmt fyrir gerræðisleg vinnubrögð við brottrekstur hennar. Þær undirbúa nú aðra kæru á hendur félaginu.visir/vilhelmVísir sendi Bergi Þorkelssyni fyrirspurn fyrr í þessum mánuði í kjölfar þess að SÍ sendu Heiðveigu Maríu bréf og buðu henni að koma aftur í félagið nokkuð sem hún hafnaði alfarið á þeim forsendum að hún líti svo á að brottrekstur hennar hafi verið ólögmætur. Þar er meðal annars spurt hvort til greina komi af hálfu félagsins að endurtaka kosningarnar sem Félagsdómur hefur dæmt ólöglegar? En, Bergur hefur ekki komið því við að svara. Nú liggur hins vegar fyrir að foringjar félagsins hafa ekki hugsað sér að líta til úrskurðar Félagsdóms í neinu því sem nýr að hugsanlegu endurnýjuðu stjórnarkjöri.Önnur kæra á hendur SÍ í farvatninu Vísir ræddi við Kolbrúnu Garðarsdóttur, lögmann Heiðveigar Maríu, og hún segist hafa sent félaginu bréf sem stílað er á Jónas Þór lögmann. Þar segir meðal annars að afar mikilvægt sé að hann geri forsvarsmönnum félagsins grein fyrir því að „dómur Félagsdóms um ólögmæti 3 ára takmörkunar til kjörgengis felur í sér að kjörgengi var almennt ekki til staðar fyrir ótilgreindan hóp félagsmanna og það eitt þýðir að kosningarnar verði að auglýsa að nýju og öllum gefinn kostur á að bjóða sig fram. Lög félagsins girða ekki fyrir að hægt er að kalla saman aukaaðalfund og ná sátt um dagsetningar og annað varðandi málið.“ Kolbrún segir að nú stefni allt í að Sjómannafélag Íslands verði kært aftur til Félagsdóms, það sé nú til skoðunar.
Dómsmál Ólga innan Sjómannafélags Íslands Stjórnsýsla Tengdar fréttir Félagar í Sjómannafélaginu krefjast nýrra kosninga Stjórn Sjómannafélags Íslands vill nú ná sáttum við Heiðveigu Maríu. 6. mars 2019 15:53 Sjómannafélagið dæmt til hárra sektargreiðslna Heiðveig María hrósar sigri í Félagsdómi. 26. febrúar 2019 15:46 Stjórn SÍ býður Heiðveigu Maríu að koma aftur í félagið Fær að sitja í samninganefnd sjómanna á fiskiskipum. 7. mars 2019 15:00 Heiðveig María gefur lítið fyrir sáttatilboð SÍ Ætlar ekki að þiggja sæti í kjaranefnd sjómanna á fiskiskipum. 7. mars 2019 16:43 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Sjá meira
Félagar í Sjómannafélaginu krefjast nýrra kosninga Stjórn Sjómannafélags Íslands vill nú ná sáttum við Heiðveigu Maríu. 6. mars 2019 15:53
Sjómannafélagið dæmt til hárra sektargreiðslna Heiðveig María hrósar sigri í Félagsdómi. 26. febrúar 2019 15:46
Stjórn SÍ býður Heiðveigu Maríu að koma aftur í félagið Fær að sitja í samninganefnd sjómanna á fiskiskipum. 7. mars 2019 15:00
Heiðveig María gefur lítið fyrir sáttatilboð SÍ Ætlar ekki að þiggja sæti í kjaranefnd sjómanna á fiskiskipum. 7. mars 2019 16:43
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?