Skipasmíðastöðin fer fram á rúman milljarð til viðbótar Birgir Olgeirsson skrifar 26. mars 2019 12:39 Herjólfur í prufusiglingu í Póllandi. Vegagerðin Skipasmíðastöðin Crist S.A. í Póllandi sem smíðar nýjan Herjólf hefur skyndilega á lokametrum verksins krafist viðbótargreiðslu sem nemur nærri þriðjungi af heildarverði skipsins. Engin stoð er í samningi aðila fyrir þessari kröfu skipasmíðastöðvarinnar að mati Vegagerðarinnar. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Vegagerðin hefur sent fjölmiðlum en þar segir að samningur aðila hafi kveðið á um smíðaverð upp á 26 milljónir og 250 þúsund evrur. Síðan hefur verið samið um fjölda aukaverka, þar á meðal fulla rafvæðingu Herjólfs, alls upp á 3,4 milljónir evra. Vegagerðin segir skriflega samninga til um öll þessi aukaverk. Tafir hafi orðið miklar þrátt fyrir að í samningum um aukaverk hafi verið samið um lengdan verktíma. Tafabætur nema núna ríflega einni og hálfri milljón evra, samkvæmt útreikningum Vegagerðarinnar. Samningsupphæðin ásamt samningum um aukaverk, ef horft er framhjá tafabótum, gera lokaverð uppá rétt ríflega 29,7 milljónir evra eða um 4 milljarða íslenskra króna á genginu í dag. Vegagerðin segir skipasmíðastöðina gera nú hins vegar kröfu upp á heildarverð sem nemur 38.430.000 evrum eða ríflega 5,2 milljörðum íslenskra króna. Krafan um viðbótargreiðslu, sem ekki hefur verið nefnd fyrr en nú, hljóðar upp á um 8,9 milljónir evra eða ríflega 1,2 milljarða íslenskra á gengi dagsins. Vegagerðin segir að það hafi komið á óvart að á lokastigum væri gerð þessi krafa um upphæð sem nemur um þriðjungi heildarverðsins. Þetta kemur sérstaklega á óvart þar sem smíðasamningurinn er alveg skýr í þessum efnum og á fundum með skipasmíðastöðinni hefur þetta aldrei verið nefnt. Skipasmíðastöðin er sögð bera fyrir sig að hönnun skipsins hafi breyst sem feli í sér aukinn kostnað. Vegagerðin segir hins vegar að venjan sé sú þegar samið sé við skipasmíðastöð um smíði skips sem hefur verið forhannað þá hafi skipasmíðistöðin tekið yfir fulla og ótakmarkaða ábyrgð á hönnun skipsins þegar samið var um smíðina. Vegagerðin segir þetta koma strax fram í fyrsta kafla smíðasamningsins og sé margítrekað í lýsingu. Vegagerðin segir að það sé því á engan hátt mögulegt fyrir Vegagerðina að ganga að kröfu skipasmíðastöðvarinnar um viðbótargreiðslu sem nemur stórum hluta af heildarverðinu, sem stenst á engan hátt samninga aðila um smíði ferjunnar og sem hefur ekki verið nefnt fyrr en fyrir um mánuði síðan. Herjólfur Pólland Samgöngur Vestmannaeyjar Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Fleiri fréttir Lá við árekstra flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Billy Long biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Sjá meira
Skipasmíðastöðin Crist S.A. í Póllandi sem smíðar nýjan Herjólf hefur skyndilega á lokametrum verksins krafist viðbótargreiðslu sem nemur nærri þriðjungi af heildarverði skipsins. Engin stoð er í samningi aðila fyrir þessari kröfu skipasmíðastöðvarinnar að mati Vegagerðarinnar. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Vegagerðin hefur sent fjölmiðlum en þar segir að samningur aðila hafi kveðið á um smíðaverð upp á 26 milljónir og 250 þúsund evrur. Síðan hefur verið samið um fjölda aukaverka, þar á meðal fulla rafvæðingu Herjólfs, alls upp á 3,4 milljónir evra. Vegagerðin segir skriflega samninga til um öll þessi aukaverk. Tafir hafi orðið miklar þrátt fyrir að í samningum um aukaverk hafi verið samið um lengdan verktíma. Tafabætur nema núna ríflega einni og hálfri milljón evra, samkvæmt útreikningum Vegagerðarinnar. Samningsupphæðin ásamt samningum um aukaverk, ef horft er framhjá tafabótum, gera lokaverð uppá rétt ríflega 29,7 milljónir evra eða um 4 milljarða íslenskra króna á genginu í dag. Vegagerðin segir skipasmíðastöðina gera nú hins vegar kröfu upp á heildarverð sem nemur 38.430.000 evrum eða ríflega 5,2 milljörðum íslenskra króna. Krafan um viðbótargreiðslu, sem ekki hefur verið nefnd fyrr en nú, hljóðar upp á um 8,9 milljónir evra eða ríflega 1,2 milljarða íslenskra á gengi dagsins. Vegagerðin segir að það hafi komið á óvart að á lokastigum væri gerð þessi krafa um upphæð sem nemur um þriðjungi heildarverðsins. Þetta kemur sérstaklega á óvart þar sem smíðasamningurinn er alveg skýr í þessum efnum og á fundum með skipasmíðastöðinni hefur þetta aldrei verið nefnt. Skipasmíðastöðin er sögð bera fyrir sig að hönnun skipsins hafi breyst sem feli í sér aukinn kostnað. Vegagerðin segir hins vegar að venjan sé sú þegar samið sé við skipasmíðastöð um smíði skips sem hefur verið forhannað þá hafi skipasmíðistöðin tekið yfir fulla og ótakmarkaða ábyrgð á hönnun skipsins þegar samið var um smíðina. Vegagerðin segir þetta koma strax fram í fyrsta kafla smíðasamningsins og sé margítrekað í lýsingu. Vegagerðin segir að það sé því á engan hátt mögulegt fyrir Vegagerðina að ganga að kröfu skipasmíðastöðvarinnar um viðbótargreiðslu sem nemur stórum hluta af heildarverðinu, sem stenst á engan hátt samninga aðila um smíði ferjunnar og sem hefur ekki verið nefnt fyrr en fyrir um mánuði síðan.
Herjólfur Pólland Samgöngur Vestmannaeyjar Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Fleiri fréttir Lá við árekstra flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Billy Long biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent