Gríðarlegur samfélagslegur kostnaður af framgöngu Seðlabanka Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. mars 2019 10:00 Gylfi Magnússon, formaður Bankaráðs Seðlabanka Íslands, sat fyrir svörum í morgun. Vísir/Vilhelm Seðlabankinn var engan veginn undir það búinn að framfylgja fjármagnshöftum, þegar þau voru lögð á „nánast fyrirvaralaust haustið 2008,“ að mati Gylfa Magnússonar, formanns bankaráðs Seðlabanka Íslands. Það hafi að einhverju leyti skýrst af óburðugu regluverki, takmörkuðum fordæmum og lélegum undirbúningi. Allt hafi þetta leitt til vandræðagangs við framkvæmd gjaldeyrishaftanna, með gríðarlegum samfélagslegum kostnaði að sögn Gylfa, sem sat fyrir svörum á opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í morgun.Sjá einnig: Bein útsending: Seðlabankastjóri kemur fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefndTilefnið var svokallað Samherjamál þar sem Seðlabankinn lagði fimmtán milljóna króna sekt á Samherja vegna brota á reglum um gjaldeyrismál. Hæstiréttur dæmdi þá sekt ógilda í nóvember síðastliðnum og staðfesti þar með dóm Héraðsdóms Reykjavíkur.Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, sat fundinn.Vísir/vilhelmGylfi sagði á fundinum í dag að gallarnir á refsiheimildum Seðlabankans hafi ekki blasað við í öllum „hamaganginum í upphafi.“ Engu að síður hafi höftin náð að tryggja nokkuð eðlileg gjaldeyrisviðskipti á árunum eftir hrun. „Þeir sem stóðu í eldlínunni við að verja gjaldeyrishöftin voru að vinna verkefni sem skipti sköpum fyrir þjóðarhag,“ sagði Gylfi en bætti við að ekki væri þó hægt að líta hjá því að mistök hafi verið gerð með alvarlegum afleiðingum, til að mynda í fyrrnefndu Samherjamáli. Seðlabankinn hafi því ákveðið að endurskoða stjórnsýslu sína og vinna nauðsynlega undirbúningsvinnu, þannig að hægt verði að tryggja eðlilegri stjórnsýslu í sambærilegum málum í framtíðinni. Gylfi vildi þó árétta að þrátt fyrir góða undirbúningsvinnu hefði framkvæmd gjaldeyrishafta alltaf verið erfið í opnu hagkerfi.Fyrst og fremst sagnfræði Þorsteini Sæmundssyni, þingmanni Miðflokks, lék forvitni á að vita hvort Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, hafi misst traust bankaráðsins eftir framgöngu sína við framfylgd gjaldeyrishaftanna. Gylfi taldi það ótrúlegt og efaðist um að það myndi breytast þó að Samherja yrðu dæmdar háar skaðabætur vegna refsinga Seðlabankans. Það yrði heldur ekki hjá því litið að gjaldeyrishöftin væru ekki enn við lýði og því væru vangaveltur um hæfi Más því „fyrst og fremst sagnfræði“ á þessu stigi máls. Það muni ekki reyna á það hvort bankaráð treysti Má til að framfylgja gjaldeyrishöftum. Þar að auki sé skipunartími hans að renna út. Því yrði þó ekki neita að „gríðarlegur“ samfélagslegur kostnaður hafi hlotist af beitingu refsiheimilda Seðlabankans. Bankinn hafi til að mynda keypt aðstoð utanaðkomandi sérfræðinga fyrir „himinháar upphæðir“ að sögn Gylfa, auk þess sem þeir sem hafi þurft að verjast aðgerðum Seðlabankans hafi þurft að kosta miklu til.Frá fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun.Vísir/vilhelmÓþolandi leki til fjölmiðla Gylfi sagðist auk þess ekki hafa fengið neinar skýringar á því hvernig það atvikaðist að fréttamenn Ríkisútvarpsins voru viðstaddir þegar húsleit var gerð í húsakynnum Samherja. Einhver hafi líklega lekið þeim upplýsingum að slíkt stæði til, hver það gerði liggi þó ekki fyrir. Engin formleg rannsókn hafi verið framkvæmd til að leiða þann leka í ljós, enda þurfi líklega atbeina lögreglu ef það skal gert almennilega, að mati Gylfa. Húsleit sé gríðarlega íþyngjandi aðgerð og algjörlega óþolandi að fjölmiðlar hafi getað verið með nánast beina útsendingu frá slíkri aðgerð. Gylfi segist auk þess sjá kosti og galla við fyrirhugaða sameiningu Fjármálaeftirlitsins og Seðlabanka, þrátt fyrir að Gylfi segist efast um að hann hefði sjálfur lagt til að ráðist yrði í sameininguna. Hann telur hættuna kannski helst þá að hin „mjög ólíku viðfangsefni“ stofnanna fari að flækjast fyrir hvoru öðru, þ.e. að efnahagsstjórn Seðalbankans færi að flækjast fyrir eftirlitshlutverki hans og beitingu refsiheimilda, og öfugt. Ekki sé þó útilokað að hægt sé að haga stjórnsýslu bankans þannig að þetta geti gengið upp að mati Gylfa.Már Guðmundsson, seðlabankstjóri, mun sitja fyrir svörum á eftir. Hægt er að fylgjast með beinni útsendingu af fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar hér. Alþingi Íslenska krónan Samherji og Seðlabankinn Seðlabankinn Stjórnsýsla Tengdar fréttir Umboðsmaður um Samherjamálið: „Verður að vera alveg ljóst að svona gera menn ekki“ Samherjamálið er ágætis dæmi um að það sé óheppilegt að reglusetning, rannsókn mála og ákvörðun viðurlaga sé á einni hendi, að mati Umboðsmanns Alþingis. 6. mars 2019 14:44 Algjör áfellisdómur yfir stjórnsýslu Seðlabankans Þingmaður Viðreisnar segir það með ólíkindum að Seðlabankinn hafi haldið áfram með mál gegn Samherja eftir að ljóst var að ekki var hægt að beita refsingum. 11. mars 2019 06:15 Telur að svar Seðlabankans til Samherja hafi ekki verið í samræmi við lög Umboðsmaður Alþingis telur að svar Seðlabanka Íslands til Samherja, í tengslum við erindi fyrirtækisins um að bankinn myndi afturkalla ákvörðun sína um stjórnvaldssekt frá árinu 2016, hafi ekki verið í samræmi við lög. 25. janúar 2019 16:47 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Seðlabankinn var engan veginn undir það búinn að framfylgja fjármagnshöftum, þegar þau voru lögð á „nánast fyrirvaralaust haustið 2008,“ að mati Gylfa Magnússonar, formanns bankaráðs Seðlabanka Íslands. Það hafi að einhverju leyti skýrst af óburðugu regluverki, takmörkuðum fordæmum og lélegum undirbúningi. Allt hafi þetta leitt til vandræðagangs við framkvæmd gjaldeyrishaftanna, með gríðarlegum samfélagslegum kostnaði að sögn Gylfa, sem sat fyrir svörum á opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í morgun.Sjá einnig: Bein útsending: Seðlabankastjóri kemur fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefndTilefnið var svokallað Samherjamál þar sem Seðlabankinn lagði fimmtán milljóna króna sekt á Samherja vegna brota á reglum um gjaldeyrismál. Hæstiréttur dæmdi þá sekt ógilda í nóvember síðastliðnum og staðfesti þar með dóm Héraðsdóms Reykjavíkur.Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, sat fundinn.Vísir/vilhelmGylfi sagði á fundinum í dag að gallarnir á refsiheimildum Seðlabankans hafi ekki blasað við í öllum „hamaganginum í upphafi.“ Engu að síður hafi höftin náð að tryggja nokkuð eðlileg gjaldeyrisviðskipti á árunum eftir hrun. „Þeir sem stóðu í eldlínunni við að verja gjaldeyrishöftin voru að vinna verkefni sem skipti sköpum fyrir þjóðarhag,“ sagði Gylfi en bætti við að ekki væri þó hægt að líta hjá því að mistök hafi verið gerð með alvarlegum afleiðingum, til að mynda í fyrrnefndu Samherjamáli. Seðlabankinn hafi því ákveðið að endurskoða stjórnsýslu sína og vinna nauðsynlega undirbúningsvinnu, þannig að hægt verði að tryggja eðlilegri stjórnsýslu í sambærilegum málum í framtíðinni. Gylfi vildi þó árétta að þrátt fyrir góða undirbúningsvinnu hefði framkvæmd gjaldeyrishafta alltaf verið erfið í opnu hagkerfi.Fyrst og fremst sagnfræði Þorsteini Sæmundssyni, þingmanni Miðflokks, lék forvitni á að vita hvort Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, hafi misst traust bankaráðsins eftir framgöngu sína við framfylgd gjaldeyrishaftanna. Gylfi taldi það ótrúlegt og efaðist um að það myndi breytast þó að Samherja yrðu dæmdar háar skaðabætur vegna refsinga Seðlabankans. Það yrði heldur ekki hjá því litið að gjaldeyrishöftin væru ekki enn við lýði og því væru vangaveltur um hæfi Más því „fyrst og fremst sagnfræði“ á þessu stigi máls. Það muni ekki reyna á það hvort bankaráð treysti Má til að framfylgja gjaldeyrishöftum. Þar að auki sé skipunartími hans að renna út. Því yrði þó ekki neita að „gríðarlegur“ samfélagslegur kostnaður hafi hlotist af beitingu refsiheimilda Seðlabankans. Bankinn hafi til að mynda keypt aðstoð utanaðkomandi sérfræðinga fyrir „himinháar upphæðir“ að sögn Gylfa, auk þess sem þeir sem hafi þurft að verjast aðgerðum Seðlabankans hafi þurft að kosta miklu til.Frá fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun.Vísir/vilhelmÓþolandi leki til fjölmiðla Gylfi sagðist auk þess ekki hafa fengið neinar skýringar á því hvernig það atvikaðist að fréttamenn Ríkisútvarpsins voru viðstaddir þegar húsleit var gerð í húsakynnum Samherja. Einhver hafi líklega lekið þeim upplýsingum að slíkt stæði til, hver það gerði liggi þó ekki fyrir. Engin formleg rannsókn hafi verið framkvæmd til að leiða þann leka í ljós, enda þurfi líklega atbeina lögreglu ef það skal gert almennilega, að mati Gylfa. Húsleit sé gríðarlega íþyngjandi aðgerð og algjörlega óþolandi að fjölmiðlar hafi getað verið með nánast beina útsendingu frá slíkri aðgerð. Gylfi segist auk þess sjá kosti og galla við fyrirhugaða sameiningu Fjármálaeftirlitsins og Seðlabanka, þrátt fyrir að Gylfi segist efast um að hann hefði sjálfur lagt til að ráðist yrði í sameininguna. Hann telur hættuna kannski helst þá að hin „mjög ólíku viðfangsefni“ stofnanna fari að flækjast fyrir hvoru öðru, þ.e. að efnahagsstjórn Seðalbankans færi að flækjast fyrir eftirlitshlutverki hans og beitingu refsiheimilda, og öfugt. Ekki sé þó útilokað að hægt sé að haga stjórnsýslu bankans þannig að þetta geti gengið upp að mati Gylfa.Már Guðmundsson, seðlabankstjóri, mun sitja fyrir svörum á eftir. Hægt er að fylgjast með beinni útsendingu af fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar hér.
Alþingi Íslenska krónan Samherji og Seðlabankinn Seðlabankinn Stjórnsýsla Tengdar fréttir Umboðsmaður um Samherjamálið: „Verður að vera alveg ljóst að svona gera menn ekki“ Samherjamálið er ágætis dæmi um að það sé óheppilegt að reglusetning, rannsókn mála og ákvörðun viðurlaga sé á einni hendi, að mati Umboðsmanns Alþingis. 6. mars 2019 14:44 Algjör áfellisdómur yfir stjórnsýslu Seðlabankans Þingmaður Viðreisnar segir það með ólíkindum að Seðlabankinn hafi haldið áfram með mál gegn Samherja eftir að ljóst var að ekki var hægt að beita refsingum. 11. mars 2019 06:15 Telur að svar Seðlabankans til Samherja hafi ekki verið í samræmi við lög Umboðsmaður Alþingis telur að svar Seðlabanka Íslands til Samherja, í tengslum við erindi fyrirtækisins um að bankinn myndi afturkalla ákvörðun sína um stjórnvaldssekt frá árinu 2016, hafi ekki verið í samræmi við lög. 25. janúar 2019 16:47 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Umboðsmaður um Samherjamálið: „Verður að vera alveg ljóst að svona gera menn ekki“ Samherjamálið er ágætis dæmi um að það sé óheppilegt að reglusetning, rannsókn mála og ákvörðun viðurlaga sé á einni hendi, að mati Umboðsmanns Alþingis. 6. mars 2019 14:44
Algjör áfellisdómur yfir stjórnsýslu Seðlabankans Þingmaður Viðreisnar segir það með ólíkindum að Seðlabankinn hafi haldið áfram með mál gegn Samherja eftir að ljóst var að ekki var hægt að beita refsingum. 11. mars 2019 06:15
Telur að svar Seðlabankans til Samherja hafi ekki verið í samræmi við lög Umboðsmaður Alþingis telur að svar Seðlabanka Íslands til Samherja, í tengslum við erindi fyrirtækisins um að bankinn myndi afturkalla ákvörðun sína um stjórnvaldssekt frá árinu 2016, hafi ekki verið í samræmi við lög. 25. janúar 2019 16:47