Milljarður gæti veikst alvarlega vegna hærri meðalhita jarðar Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 29. mars 2019 06:15 Aedes aegypti gæti breiðst út til Evrópu. Nordicphotos/Getty Allt að milljarður gæti veikst af sjúkdómum sem moskítóflugur bera fyrir lok aldarinnar vegna hlýnunar jarðar. Þetta kom fram í tilkynningu sem Georgetown-háskóli birti í gær um nýja rannsókn á afleiðingum loftslagsbreytinga. Útbreiðsla moskítóflugna af tegundunum Aedes aegypti og Aedes albopictus var sérstaklega skoðuð en flugurnar geta borið með sér sjúkdóma á borð við beinbrunasótt, zika-veiruna og chikungunya auk að minnsta kosti tylftar annarra sjúkdóma. Að mati rannsakenda eru niðurstöðurnar afar slæmar, jafnvel á þeim svæðum þar sem einungis er lítil hætta á að flugurnar nemi land. Það er vegna þess að sjúkdómarnir sem flugurnar bera breiðast afar hratt út og geta fljótlega orðið að alvarlegum faraldri. „Loftslagsbreytingar eru stærsta heilsufarsógn heims. Moskítóflugur eru einungis hluti hættunnar en eftir zika-faraldurinn í Brasilíu árið 2015 höfum við miklar áhyggjur af því sem koma skal,“ var haft eftir Colin J. Carlson, öðrum þeirra sem stýrðu rannsókninni. Carlson sagði jafnframt að hættan væri einnig mikil á næstu áratugum. „Svæði á borð við Evrópu, Norður-Ameríku og hálend svæði í hitabeltinu sem voru áður of köld fyrir veirurnar munu þurfa að takast á við nýja sjúkdóma á borð við beinbrunasótt.“ Sadie J. Ryan, hinn rannsóknarstjórinn, sagði að sjúkdómar sem þessir væru nú þegar farnir að gera vart við sig utan hitabeltisins. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Loftslagsmál Zíka Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Sjá meira
Allt að milljarður gæti veikst af sjúkdómum sem moskítóflugur bera fyrir lok aldarinnar vegna hlýnunar jarðar. Þetta kom fram í tilkynningu sem Georgetown-háskóli birti í gær um nýja rannsókn á afleiðingum loftslagsbreytinga. Útbreiðsla moskítóflugna af tegundunum Aedes aegypti og Aedes albopictus var sérstaklega skoðuð en flugurnar geta borið með sér sjúkdóma á borð við beinbrunasótt, zika-veiruna og chikungunya auk að minnsta kosti tylftar annarra sjúkdóma. Að mati rannsakenda eru niðurstöðurnar afar slæmar, jafnvel á þeim svæðum þar sem einungis er lítil hætta á að flugurnar nemi land. Það er vegna þess að sjúkdómarnir sem flugurnar bera breiðast afar hratt út og geta fljótlega orðið að alvarlegum faraldri. „Loftslagsbreytingar eru stærsta heilsufarsógn heims. Moskítóflugur eru einungis hluti hættunnar en eftir zika-faraldurinn í Brasilíu árið 2015 höfum við miklar áhyggjur af því sem koma skal,“ var haft eftir Colin J. Carlson, öðrum þeirra sem stýrðu rannsókninni. Carlson sagði jafnframt að hættan væri einnig mikil á næstu áratugum. „Svæði á borð við Evrópu, Norður-Ameríku og hálend svæði í hitabeltinu sem voru áður of köld fyrir veirurnar munu þurfa að takast á við nýja sjúkdóma á borð við beinbrunasótt.“ Sadie J. Ryan, hinn rannsóknarstjórinn, sagði að sjúkdómar sem þessir væru nú þegar farnir að gera vart við sig utan hitabeltisins.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Loftslagsmál Zíka Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Sjá meira