Breiðholtsskóli og Ártúnsskóli einnig til skoðunar vegna gruns um myglu Kristín Ólafsdóttir og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 11. mars 2019 13:25 Verið er að leita að hentugu húsnæði fyrir skólahald í Fossvogsskóla og á niðurstaða að liggja fyrir í dag. Vísir/vilhelm Fossvogsskóli verður lokaður út þessa önn vegna myglu og skólahald verður í nokkrum byggingum á meðan viðgerðir standa yfir. Einhverjir árgangar verða mögulega í öðrum hverfum. Aðrir skólar eru í skoðun vegna gruns um myglu. Greint var frá því í fréttum Stöðvar 2 í gær að Fossvogsskóla yrði lokað á miðvikudag vegna myglu. Tvær úttektir voru gerðar með mánaðarmillibili í skólanum en þær sýndu mismunandi niðurstöður. Sú fyrri sýndi að engin mygla væri í skólanum en móðir nemanda, sem taldi niðurstöðuna ranga, gekk á eftir því að önnur yrði gerð. Barnið hennar sem er í fyrsta bekk fór að finna fyrir einkennum um leið og skólahald hófst í haust. Helgi Grímsson, forstöðumaður skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, segir að seinni úttektin hafi verið mun umfangsmeiri og því sýnt ítarlegri niðurstöður. „Fyrri skýrslan, hún varðaði eingöngu austasta hluta hússins og aðferðafræðin sem var beitt var ólík. En allavega voru vísbendingar eftir fyrri skýrsluna þannig að við töldum eðlilegt að kanna frekar málið.“ Skólanum verður lokað á miðvikudag og viðgerðir standa líklega yfir fram á haust. Verið er að leita að hentugu húsnæði fyrir skólahald á þessari önn og á niðurstaða að liggja fyrir í dag. „Til dæmis að hafa fyrsta til þriðja bekk saman og síðan fimmta til sjöunda bekk saman. Það er það sem við erum með í huga og eðlilega horfum við til þess að þetta henti vel til náms og starfa. Og þetta er bæði í hverfinu og annars staðar af því að við leggjum svo mikla áherslu á að hafa stærri hóp saman.“ Fleiri skólar eru í skoðun vegna mögulegrar myglu og rakaskemmda. „Allar vísbendingar, frá starfsfólki og börnum, munum við eðlilega í framhaldinu taka miklu skýrar fyrir. Við erum að vinna með rakavandamál í Breiðholtsskóla og það eru vísbendingar á nokkrum stöðum í Ártúnsskóla sem er verið að skoða. Ég er ekki með upplýsingar um annað í grunnskólum.“ Heilbrigðismál Reykjavík Skóla - og menntamál Mygla í Fossvogsskóla Tengdar fréttir Fossvogsskóla lokað fram á næsta skólaár vegna myglu Ekki er ákveðið hvar skólastarf mun fara fram. 10. mars 2019 18:12 Foreldrar höfðu lengi kvartað vegna myglu í Fossvogsskóla Foreldri þurfti að ganga hart fram til að úttekt yrði framkvæmd 10. mars 2019 19:45 Ráðist í stóra úttekt á myglu í Fossvogsskóla Foreldri barns í Fossvogsskóla gagnrýnir túlkun á sýnum sem tekin voru vegna lélegra loftgæða í skólanum. Foreldri rekur veikindi barnsins til myglu. Skólastjórinn segir nýjar mælingar eiga að skera úr um hvort mygla sé í skólanum. 26. janúar 2019 08:30 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira
Fossvogsskóli verður lokaður út þessa önn vegna myglu og skólahald verður í nokkrum byggingum á meðan viðgerðir standa yfir. Einhverjir árgangar verða mögulega í öðrum hverfum. Aðrir skólar eru í skoðun vegna gruns um myglu. Greint var frá því í fréttum Stöðvar 2 í gær að Fossvogsskóla yrði lokað á miðvikudag vegna myglu. Tvær úttektir voru gerðar með mánaðarmillibili í skólanum en þær sýndu mismunandi niðurstöður. Sú fyrri sýndi að engin mygla væri í skólanum en móðir nemanda, sem taldi niðurstöðuna ranga, gekk á eftir því að önnur yrði gerð. Barnið hennar sem er í fyrsta bekk fór að finna fyrir einkennum um leið og skólahald hófst í haust. Helgi Grímsson, forstöðumaður skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, segir að seinni úttektin hafi verið mun umfangsmeiri og því sýnt ítarlegri niðurstöður. „Fyrri skýrslan, hún varðaði eingöngu austasta hluta hússins og aðferðafræðin sem var beitt var ólík. En allavega voru vísbendingar eftir fyrri skýrsluna þannig að við töldum eðlilegt að kanna frekar málið.“ Skólanum verður lokað á miðvikudag og viðgerðir standa líklega yfir fram á haust. Verið er að leita að hentugu húsnæði fyrir skólahald á þessari önn og á niðurstaða að liggja fyrir í dag. „Til dæmis að hafa fyrsta til þriðja bekk saman og síðan fimmta til sjöunda bekk saman. Það er það sem við erum með í huga og eðlilega horfum við til þess að þetta henti vel til náms og starfa. Og þetta er bæði í hverfinu og annars staðar af því að við leggjum svo mikla áherslu á að hafa stærri hóp saman.“ Fleiri skólar eru í skoðun vegna mögulegrar myglu og rakaskemmda. „Allar vísbendingar, frá starfsfólki og börnum, munum við eðlilega í framhaldinu taka miklu skýrar fyrir. Við erum að vinna með rakavandamál í Breiðholtsskóla og það eru vísbendingar á nokkrum stöðum í Ártúnsskóla sem er verið að skoða. Ég er ekki með upplýsingar um annað í grunnskólum.“
Heilbrigðismál Reykjavík Skóla - og menntamál Mygla í Fossvogsskóla Tengdar fréttir Fossvogsskóla lokað fram á næsta skólaár vegna myglu Ekki er ákveðið hvar skólastarf mun fara fram. 10. mars 2019 18:12 Foreldrar höfðu lengi kvartað vegna myglu í Fossvogsskóla Foreldri þurfti að ganga hart fram til að úttekt yrði framkvæmd 10. mars 2019 19:45 Ráðist í stóra úttekt á myglu í Fossvogsskóla Foreldri barns í Fossvogsskóla gagnrýnir túlkun á sýnum sem tekin voru vegna lélegra loftgæða í skólanum. Foreldri rekur veikindi barnsins til myglu. Skólastjórinn segir nýjar mælingar eiga að skera úr um hvort mygla sé í skólanum. 26. janúar 2019 08:30 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira
Fossvogsskóla lokað fram á næsta skólaár vegna myglu Ekki er ákveðið hvar skólastarf mun fara fram. 10. mars 2019 18:12
Foreldrar höfðu lengi kvartað vegna myglu í Fossvogsskóla Foreldri þurfti að ganga hart fram til að úttekt yrði framkvæmd 10. mars 2019 19:45
Ráðist í stóra úttekt á myglu í Fossvogsskóla Foreldri barns í Fossvogsskóla gagnrýnir túlkun á sýnum sem tekin voru vegna lélegra loftgæða í skólanum. Foreldri rekur veikindi barnsins til myglu. Skólastjórinn segir nýjar mælingar eiga að skera úr um hvort mygla sé í skólanum. 26. janúar 2019 08:30