Breiðholtsskóli og Ártúnsskóli einnig til skoðunar vegna gruns um myglu Kristín Ólafsdóttir og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 11. mars 2019 13:25 Verið er að leita að hentugu húsnæði fyrir skólahald í Fossvogsskóla og á niðurstaða að liggja fyrir í dag. Vísir/vilhelm Fossvogsskóli verður lokaður út þessa önn vegna myglu og skólahald verður í nokkrum byggingum á meðan viðgerðir standa yfir. Einhverjir árgangar verða mögulega í öðrum hverfum. Aðrir skólar eru í skoðun vegna gruns um myglu. Greint var frá því í fréttum Stöðvar 2 í gær að Fossvogsskóla yrði lokað á miðvikudag vegna myglu. Tvær úttektir voru gerðar með mánaðarmillibili í skólanum en þær sýndu mismunandi niðurstöður. Sú fyrri sýndi að engin mygla væri í skólanum en móðir nemanda, sem taldi niðurstöðuna ranga, gekk á eftir því að önnur yrði gerð. Barnið hennar sem er í fyrsta bekk fór að finna fyrir einkennum um leið og skólahald hófst í haust. Helgi Grímsson, forstöðumaður skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, segir að seinni úttektin hafi verið mun umfangsmeiri og því sýnt ítarlegri niðurstöður. „Fyrri skýrslan, hún varðaði eingöngu austasta hluta hússins og aðferðafræðin sem var beitt var ólík. En allavega voru vísbendingar eftir fyrri skýrsluna þannig að við töldum eðlilegt að kanna frekar málið.“ Skólanum verður lokað á miðvikudag og viðgerðir standa líklega yfir fram á haust. Verið er að leita að hentugu húsnæði fyrir skólahald á þessari önn og á niðurstaða að liggja fyrir í dag. „Til dæmis að hafa fyrsta til þriðja bekk saman og síðan fimmta til sjöunda bekk saman. Það er það sem við erum með í huga og eðlilega horfum við til þess að þetta henti vel til náms og starfa. Og þetta er bæði í hverfinu og annars staðar af því að við leggjum svo mikla áherslu á að hafa stærri hóp saman.“ Fleiri skólar eru í skoðun vegna mögulegrar myglu og rakaskemmda. „Allar vísbendingar, frá starfsfólki og börnum, munum við eðlilega í framhaldinu taka miklu skýrar fyrir. Við erum að vinna með rakavandamál í Breiðholtsskóla og það eru vísbendingar á nokkrum stöðum í Ártúnsskóla sem er verið að skoða. Ég er ekki með upplýsingar um annað í grunnskólum.“ Heilbrigðismál Reykjavík Skóla - og menntamál Mygla í Fossvogsskóla Tengdar fréttir Fossvogsskóla lokað fram á næsta skólaár vegna myglu Ekki er ákveðið hvar skólastarf mun fara fram. 10. mars 2019 18:12 Foreldrar höfðu lengi kvartað vegna myglu í Fossvogsskóla Foreldri þurfti að ganga hart fram til að úttekt yrði framkvæmd 10. mars 2019 19:45 Ráðist í stóra úttekt á myglu í Fossvogsskóla Foreldri barns í Fossvogsskóla gagnrýnir túlkun á sýnum sem tekin voru vegna lélegra loftgæða í skólanum. Foreldri rekur veikindi barnsins til myglu. Skólastjórinn segir nýjar mælingar eiga að skera úr um hvort mygla sé í skólanum. 26. janúar 2019 08:30 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Fleiri fréttir Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Sjá meira
Fossvogsskóli verður lokaður út þessa önn vegna myglu og skólahald verður í nokkrum byggingum á meðan viðgerðir standa yfir. Einhverjir árgangar verða mögulega í öðrum hverfum. Aðrir skólar eru í skoðun vegna gruns um myglu. Greint var frá því í fréttum Stöðvar 2 í gær að Fossvogsskóla yrði lokað á miðvikudag vegna myglu. Tvær úttektir voru gerðar með mánaðarmillibili í skólanum en þær sýndu mismunandi niðurstöður. Sú fyrri sýndi að engin mygla væri í skólanum en móðir nemanda, sem taldi niðurstöðuna ranga, gekk á eftir því að önnur yrði gerð. Barnið hennar sem er í fyrsta bekk fór að finna fyrir einkennum um leið og skólahald hófst í haust. Helgi Grímsson, forstöðumaður skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, segir að seinni úttektin hafi verið mun umfangsmeiri og því sýnt ítarlegri niðurstöður. „Fyrri skýrslan, hún varðaði eingöngu austasta hluta hússins og aðferðafræðin sem var beitt var ólík. En allavega voru vísbendingar eftir fyrri skýrsluna þannig að við töldum eðlilegt að kanna frekar málið.“ Skólanum verður lokað á miðvikudag og viðgerðir standa líklega yfir fram á haust. Verið er að leita að hentugu húsnæði fyrir skólahald á þessari önn og á niðurstaða að liggja fyrir í dag. „Til dæmis að hafa fyrsta til þriðja bekk saman og síðan fimmta til sjöunda bekk saman. Það er það sem við erum með í huga og eðlilega horfum við til þess að þetta henti vel til náms og starfa. Og þetta er bæði í hverfinu og annars staðar af því að við leggjum svo mikla áherslu á að hafa stærri hóp saman.“ Fleiri skólar eru í skoðun vegna mögulegrar myglu og rakaskemmda. „Allar vísbendingar, frá starfsfólki og börnum, munum við eðlilega í framhaldinu taka miklu skýrar fyrir. Við erum að vinna með rakavandamál í Breiðholtsskóla og það eru vísbendingar á nokkrum stöðum í Ártúnsskóla sem er verið að skoða. Ég er ekki með upplýsingar um annað í grunnskólum.“
Heilbrigðismál Reykjavík Skóla - og menntamál Mygla í Fossvogsskóla Tengdar fréttir Fossvogsskóla lokað fram á næsta skólaár vegna myglu Ekki er ákveðið hvar skólastarf mun fara fram. 10. mars 2019 18:12 Foreldrar höfðu lengi kvartað vegna myglu í Fossvogsskóla Foreldri þurfti að ganga hart fram til að úttekt yrði framkvæmd 10. mars 2019 19:45 Ráðist í stóra úttekt á myglu í Fossvogsskóla Foreldri barns í Fossvogsskóla gagnrýnir túlkun á sýnum sem tekin voru vegna lélegra loftgæða í skólanum. Foreldri rekur veikindi barnsins til myglu. Skólastjórinn segir nýjar mælingar eiga að skera úr um hvort mygla sé í skólanum. 26. janúar 2019 08:30 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Fleiri fréttir Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Sjá meira
Fossvogsskóla lokað fram á næsta skólaár vegna myglu Ekki er ákveðið hvar skólastarf mun fara fram. 10. mars 2019 18:12
Foreldrar höfðu lengi kvartað vegna myglu í Fossvogsskóla Foreldri þurfti að ganga hart fram til að úttekt yrði framkvæmd 10. mars 2019 19:45
Ráðist í stóra úttekt á myglu í Fossvogsskóla Foreldri barns í Fossvogsskóla gagnrýnir túlkun á sýnum sem tekin voru vegna lélegra loftgæða í skólanum. Foreldri rekur veikindi barnsins til myglu. Skólastjórinn segir nýjar mælingar eiga að skera úr um hvort mygla sé í skólanum. 26. janúar 2019 08:30