Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins er mættur til fundar í alþingishúsinu. Þar mun formaður flokksins, Bjarni Benediktsson, kynna fyrir þingmönnum Sjálfstæðisflokksins tillögu sína að ráðherraskipan eftir að Sigríður Andersen sagði af sér sem dómsmálaráðherra í gær.
Fundurinn hófst klukkan 14:30 og mun Bjarni greina þingmönnum frá því hver það verður sem heldur upp á Bessastaði sem næsti dómsmálaráðherra. Ríkisráð mun funda á Bessastöðum, það er forseti Íslands og ráðherrar í ríkisstjórn, klukkan 16 og mun Bjarni því þurfa að fara beint af þingflokksfundinum og út á Álftanes.



