Beto baðst afsökunar á ummælum um eiginkonu sína Andri Eysteinsson skrifar 16. mars 2019 10:26 Beto O'Rourke hér á kosningafundi í Iowa-ríki Getty/ Chip Somodevilla Forsetaframbjóðandi Demókrata Beto O‘Rourke hefur beðist afsökunar á ummælum um eiginkonu sína, skrifum sínum á internetið á yngri árum og viðurkenndi mistök sem hann gerði sem unglingur. Guardian greinir frá.Beto ákvað í vikunni að sækjast eftir því að verða forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins í forsetakosningunum 2020 og bættist því enn í flóru frambjóðanda flokksins. Beto var um sex ára skeið fulltrúi Texas í fulltrúadeild Bandaríkjaþings áður en hann sóttist eftir sæti í öldungadeild þingsins og fór þar gegn forsetaframbjóðandanum fyrrverandi Ted Cruz. Þrátt fyrir tap í kosningunum varð Beto fljótt stjarna innan Demókrataflokksins og var talinn líklegur forsetaframbjóðandi 2020.Illa tekið í brandara um aðkomu Beto að barnauppeldi O‘Rourke var gestur Political Party Live hlaðvarpsins í Iowa og svaraði þar gagnrýni á brandara sem hann hefur notað oft á tíðum á framboðsfundum. O‘Rourke hafði gantast með það að eiginkona hans, Amy Hoover Sanders, hafi alið upp börn hjónanna sem eru þrjú talsins en hann hafi stundum aðstoðað. Þetta féll illa í kramið hjá stuðningsmönnum hans sem sögðu O‘Rourke gera lítið úr erfiðleikum einstæðra foreldra. Beto viðurkenndi að gagnrýnin ætti rétt á sér og sagðist ekki ætla að segja þetta aftur. Beto sagðist einnig hafa dauðskammast sín eftir lestur á ofbeldisfullum skáldsögum sem hann skrifaði á spjallborð hakkarahóps sem hann var hluti af á yngri árum. „Ég dauðskammast mín en ég verð að bera ábyrgð á mínum orðum. Ég þarf hugsa um það sem ég sagði og reyna að gera betur,“ sagði O‘Rourke um sögu sem hann skrifaði 15 ára gamall og fjallaði um að keyrt væri á börn. „Ég er ekki stoltur af þessu. Ég get ekki stjórnað því sem gerðist í fortíðinni. Ég get bara haft áhrif á það sem ég geri í framtíðinni og það sem ég ætla að gera er að gera mitt besta,“ sagði O‘Rourke. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Beto O'Rourke hyggst bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna O'Rourke hefur verið talinn á meðal þeirra líklegustu til að keppa um útnefningu Demókrataflokksins í væntanlegum forsetakosningum. 14. mars 2019 08:11 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Fleiri fréttir Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Sjá meira
Forsetaframbjóðandi Demókrata Beto O‘Rourke hefur beðist afsökunar á ummælum um eiginkonu sína, skrifum sínum á internetið á yngri árum og viðurkenndi mistök sem hann gerði sem unglingur. Guardian greinir frá.Beto ákvað í vikunni að sækjast eftir því að verða forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins í forsetakosningunum 2020 og bættist því enn í flóru frambjóðanda flokksins. Beto var um sex ára skeið fulltrúi Texas í fulltrúadeild Bandaríkjaþings áður en hann sóttist eftir sæti í öldungadeild þingsins og fór þar gegn forsetaframbjóðandanum fyrrverandi Ted Cruz. Þrátt fyrir tap í kosningunum varð Beto fljótt stjarna innan Demókrataflokksins og var talinn líklegur forsetaframbjóðandi 2020.Illa tekið í brandara um aðkomu Beto að barnauppeldi O‘Rourke var gestur Political Party Live hlaðvarpsins í Iowa og svaraði þar gagnrýni á brandara sem hann hefur notað oft á tíðum á framboðsfundum. O‘Rourke hafði gantast með það að eiginkona hans, Amy Hoover Sanders, hafi alið upp börn hjónanna sem eru þrjú talsins en hann hafi stundum aðstoðað. Þetta féll illa í kramið hjá stuðningsmönnum hans sem sögðu O‘Rourke gera lítið úr erfiðleikum einstæðra foreldra. Beto viðurkenndi að gagnrýnin ætti rétt á sér og sagðist ekki ætla að segja þetta aftur. Beto sagðist einnig hafa dauðskammast sín eftir lestur á ofbeldisfullum skáldsögum sem hann skrifaði á spjallborð hakkarahóps sem hann var hluti af á yngri árum. „Ég dauðskammast mín en ég verð að bera ábyrgð á mínum orðum. Ég þarf hugsa um það sem ég sagði og reyna að gera betur,“ sagði O‘Rourke um sögu sem hann skrifaði 15 ára gamall og fjallaði um að keyrt væri á börn. „Ég er ekki stoltur af þessu. Ég get ekki stjórnað því sem gerðist í fortíðinni. Ég get bara haft áhrif á það sem ég geri í framtíðinni og það sem ég ætla að gera er að gera mitt besta,“ sagði O‘Rourke.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Beto O'Rourke hyggst bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna O'Rourke hefur verið talinn á meðal þeirra líklegustu til að keppa um útnefningu Demókrataflokksins í væntanlegum forsetakosningum. 14. mars 2019 08:11 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Fleiri fréttir Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Sjá meira
Beto O'Rourke hyggst bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna O'Rourke hefur verið talinn á meðal þeirra líklegustu til að keppa um útnefningu Demókrataflokksins í væntanlegum forsetakosningum. 14. mars 2019 08:11