Mótmæli „Gulu vestanna“ héldu áfram í París Andri Eysteinsson skrifar 16. mars 2019 15:56 Eldar voru kveiktir og rúður voru brotnar í París í dag. Getty/Kiran Ridley Mótmæli „Gulu vestanna“ í Parísarborg héldu áfram í dag, 18 vikur eru frá því að mótmælin hófust í borginni, fyrst gegn hækkun á olíuverði en hafa síðar þróast upp í almennt andóf gegn ríkisstjórn forsetans Emmanuel Macron. BBC greinir frá. Götum borgarinnar var mörgum hverjum lokað vegna mótmælanna og voru vopnaðir lögreglumenn algeng sjón. Lögregla notaði táragas og gríðarstórar vatnsbyssur til þess að hafa hemil á mótmælendum sem reyndu að grýta lögreglumenn með múrsteinum nærri Sigurboganum. Fylgi gulvestunga hefur minnkað undanfarnar vikur en í dag virtist hreyfingin hafa náð fyrri styrk, auk þess var mikið um skemmdarverk eins og sum fyrri mótmæli einkenndust af. Verslanir voru lagðar í rúst, eldar voru kveiktir bæði á götum og í að minnsta kosti einum bíl. Innanríkisráðherra Frakklands, Christophe Castener, sagði að yfir 1400 lögreglumenn hafi verið að störfum vegna mótmælanna. Castener sagði að um 8000 mótmælendur hefðu verið á strætum Parísar í dag, þar af 1500 ofbeldisseggir sem hefðu það eitt að markmiði að brjóta, bramla og slást.Hér má sjá vatnsbyssu frönsku lögreglunnar í notkun við að slökkva elda.Getty/Arina Lebedeva Frakkland Tengdar fréttir Macron ósáttur við mótmælendur sem veittust að heimspekingi með fúkyrðum Emmanuel Macron Frakklandsforseti var allt annað en sáttur við mótmælendur gulu vestanna vegna framkomu þeirra í garð Alain Finkielkraut. 17. febrúar 2019 16:33 „Gulu vestin“ kveikja í tollahliðum Loka þurfti hraðbrautum sums staðar eftir að mótmælendur klæddir í gul vesti tóku yfir tollahlið eða kveiktu í þeim. 18. desember 2018 16:03 „Gulu vestin“ hyggjast bjóða fram til Evrópuþingsins Hreyfingin hefur tilkynnt um tíu frambjóðendur og að vonir standi til að 79 verði á framboðslistanum þegar upp er staðið. 24. janúar 2019 23:54 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Sjá meira
Mótmæli „Gulu vestanna“ í Parísarborg héldu áfram í dag, 18 vikur eru frá því að mótmælin hófust í borginni, fyrst gegn hækkun á olíuverði en hafa síðar þróast upp í almennt andóf gegn ríkisstjórn forsetans Emmanuel Macron. BBC greinir frá. Götum borgarinnar var mörgum hverjum lokað vegna mótmælanna og voru vopnaðir lögreglumenn algeng sjón. Lögregla notaði táragas og gríðarstórar vatnsbyssur til þess að hafa hemil á mótmælendum sem reyndu að grýta lögreglumenn með múrsteinum nærri Sigurboganum. Fylgi gulvestunga hefur minnkað undanfarnar vikur en í dag virtist hreyfingin hafa náð fyrri styrk, auk þess var mikið um skemmdarverk eins og sum fyrri mótmæli einkenndust af. Verslanir voru lagðar í rúst, eldar voru kveiktir bæði á götum og í að minnsta kosti einum bíl. Innanríkisráðherra Frakklands, Christophe Castener, sagði að yfir 1400 lögreglumenn hafi verið að störfum vegna mótmælanna. Castener sagði að um 8000 mótmælendur hefðu verið á strætum Parísar í dag, þar af 1500 ofbeldisseggir sem hefðu það eitt að markmiði að brjóta, bramla og slást.Hér má sjá vatnsbyssu frönsku lögreglunnar í notkun við að slökkva elda.Getty/Arina Lebedeva
Frakkland Tengdar fréttir Macron ósáttur við mótmælendur sem veittust að heimspekingi með fúkyrðum Emmanuel Macron Frakklandsforseti var allt annað en sáttur við mótmælendur gulu vestanna vegna framkomu þeirra í garð Alain Finkielkraut. 17. febrúar 2019 16:33 „Gulu vestin“ kveikja í tollahliðum Loka þurfti hraðbrautum sums staðar eftir að mótmælendur klæddir í gul vesti tóku yfir tollahlið eða kveiktu í þeim. 18. desember 2018 16:03 „Gulu vestin“ hyggjast bjóða fram til Evrópuþingsins Hreyfingin hefur tilkynnt um tíu frambjóðendur og að vonir standi til að 79 verði á framboðslistanum þegar upp er staðið. 24. janúar 2019 23:54 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Sjá meira
Macron ósáttur við mótmælendur sem veittust að heimspekingi með fúkyrðum Emmanuel Macron Frakklandsforseti var allt annað en sáttur við mótmælendur gulu vestanna vegna framkomu þeirra í garð Alain Finkielkraut. 17. febrúar 2019 16:33
„Gulu vestin“ kveikja í tollahliðum Loka þurfti hraðbrautum sums staðar eftir að mótmælendur klæddir í gul vesti tóku yfir tollahlið eða kveiktu í þeim. 18. desember 2018 16:03
„Gulu vestin“ hyggjast bjóða fram til Evrópuþingsins Hreyfingin hefur tilkynnt um tíu frambjóðendur og að vonir standi til að 79 verði á framboðslistanum þegar upp er staðið. 24. janúar 2019 23:54