Trump jós lofi yfir Bolsonaro í Hvíta húsinu Kjartan Kjartansson skrifar 19. mars 2019 23:45 Það fór vel á með Bolsonaro og Trump.Brasilíski forsetinn afhenti Trump meðal annars treyju brasilíska knattspyrnulandsliðsins með nafni hans á bakinu. Vísir/EPA Fagnaðarfundir urðu í Hvíta húsinu í dag þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti tók á móti Jair Bolsonaro, brasilíska starfsbróður sínum, sem hefur verið líkt við Trump. Bandaríkjaforseti jós Bolsonaro lofi en brasilíski forsetinn sagðist standa með Trump gegn „falsfréttum“ og með „hefðbundnum fjölskyldulífstíl“. Hömlulaus hegðun og orðræða Bolsonaro í gegnum tíðina varð til þess að hann hefur verið kallaður „Hitabeltis-Trump“. Bolsonaro hefur ítrekað nítt samkynhneigða, konur, frumbyggja og blökkumenn og lofað fyrrum herforingjastjórn Brasilíu. Trump hefur verið sakaður um að hafa sérstakt dálæti á einræðisherrum og valdboðssinnum frá því að hann tók við sem forseti. Hann var fyrsti þjóðarleiðtoginn til þess að hringja í Bolsonaro og óska honum til hamingju með kosningasigur sinn í október. Forsetarnir tveir ræddu við blaðamenn í Hvíta húsinu í dag og fór Trump lofsamlegum orðum um Bolsonaro. Sagðist hann meðal annars vera stoltur af því að heyra Bolsonaro tala um „falsfréttir“. Bandaríkjaforseti fordæmir neikvæðir fréttir um sjálfan sig og ríkisstjórn hans reglulega sem „falsfréttir“. Sagði hann Bolsonaro hafa staðið sig frábærlega sem forseti og spáði því að samband þeirra yrði stórkostlegt. Þeir deili skoðunum um margt. Undir það tók Bolsonaro og sagðist dást að Trump forseta. „Brasilía og Bandaríkin standa saman í viðleitni sinni til að tryggja frelsi og virðingu fyrir hefðbundnum fjölskyldulífsstíl með virðingu fyrir guði,“ sagði Bolsonaro. Saman stæðu þeir einnig gegn „pólitísk rétthugsandi viðhorfum og falsfréttum“.Bolsonaro sagði fjölmiðlamönnum að hann væri viss um að Trump yrði endurkjörinn forseti á næsta ári.Vísir/EPAÝjaði að NATO-aðild fyrir Brasilíu Boðaði Trump nánara samstarf Bandaríkjanna og Brasilíu, jafnvel að hann myndi berjast fyrir því að Brasilía fengi inngöngu í Atlantshafsbandalagið (NATO) þrátt fyrir að stofnsáttmáli bandalagsins útiloki það. Sagði hann blaðamönnum að hann ætlaði að lýsa Brasilíu sem „meiriháttar bandalagsríki utan NATO“ og „jafnvel, mögulega, ef maður byrjar að spá í það, kannski NATO-bandalagsríki“. Sagðist Trump þó þurfa að ræða við marga til að það gæti orðið að veruleika.AP-fréttastofan segir að Brasilía hafi lengi sóst eftir að fá stöðu bandalagsríki utan NATO til að auðvelda hernaðarsamvinnu og vopnakaup frá Bandaríkjunum. Bolsonaro hefur lýst stuðningi við harðlínustefnu Trump í innflytjendamálum. Hann hefur kallað innflytjendur frá fátækum ríkjum „úrhrök jarðarinnar“. „Meirihluti mögulegra innflytjenda hafa ekki góðar fyrirætlanir eða ætla sér ekki að gera sitt besta eða gera bandarísku þjóðinni gott,“ fullyrti Bolsonaro í viðtali við Fox News-sjónvarpsstöðina í gær. Bandaríkin Brasilía Donald Trump Mest lesið „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Fleiri fréttir Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Sjá meira
Fagnaðarfundir urðu í Hvíta húsinu í dag þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti tók á móti Jair Bolsonaro, brasilíska starfsbróður sínum, sem hefur verið líkt við Trump. Bandaríkjaforseti jós Bolsonaro lofi en brasilíski forsetinn sagðist standa með Trump gegn „falsfréttum“ og með „hefðbundnum fjölskyldulífstíl“. Hömlulaus hegðun og orðræða Bolsonaro í gegnum tíðina varð til þess að hann hefur verið kallaður „Hitabeltis-Trump“. Bolsonaro hefur ítrekað nítt samkynhneigða, konur, frumbyggja og blökkumenn og lofað fyrrum herforingjastjórn Brasilíu. Trump hefur verið sakaður um að hafa sérstakt dálæti á einræðisherrum og valdboðssinnum frá því að hann tók við sem forseti. Hann var fyrsti þjóðarleiðtoginn til þess að hringja í Bolsonaro og óska honum til hamingju með kosningasigur sinn í október. Forsetarnir tveir ræddu við blaðamenn í Hvíta húsinu í dag og fór Trump lofsamlegum orðum um Bolsonaro. Sagðist hann meðal annars vera stoltur af því að heyra Bolsonaro tala um „falsfréttir“. Bandaríkjaforseti fordæmir neikvæðir fréttir um sjálfan sig og ríkisstjórn hans reglulega sem „falsfréttir“. Sagði hann Bolsonaro hafa staðið sig frábærlega sem forseti og spáði því að samband þeirra yrði stórkostlegt. Þeir deili skoðunum um margt. Undir það tók Bolsonaro og sagðist dást að Trump forseta. „Brasilía og Bandaríkin standa saman í viðleitni sinni til að tryggja frelsi og virðingu fyrir hefðbundnum fjölskyldulífsstíl með virðingu fyrir guði,“ sagði Bolsonaro. Saman stæðu þeir einnig gegn „pólitísk rétthugsandi viðhorfum og falsfréttum“.Bolsonaro sagði fjölmiðlamönnum að hann væri viss um að Trump yrði endurkjörinn forseti á næsta ári.Vísir/EPAÝjaði að NATO-aðild fyrir Brasilíu Boðaði Trump nánara samstarf Bandaríkjanna og Brasilíu, jafnvel að hann myndi berjast fyrir því að Brasilía fengi inngöngu í Atlantshafsbandalagið (NATO) þrátt fyrir að stofnsáttmáli bandalagsins útiloki það. Sagði hann blaðamönnum að hann ætlaði að lýsa Brasilíu sem „meiriháttar bandalagsríki utan NATO“ og „jafnvel, mögulega, ef maður byrjar að spá í það, kannski NATO-bandalagsríki“. Sagðist Trump þó þurfa að ræða við marga til að það gæti orðið að veruleika.AP-fréttastofan segir að Brasilía hafi lengi sóst eftir að fá stöðu bandalagsríki utan NATO til að auðvelda hernaðarsamvinnu og vopnakaup frá Bandaríkjunum. Bolsonaro hefur lýst stuðningi við harðlínustefnu Trump í innflytjendamálum. Hann hefur kallað innflytjendur frá fátækum ríkjum „úrhrök jarðarinnar“. „Meirihluti mögulegra innflytjenda hafa ekki góðar fyrirætlanir eða ætla sér ekki að gera sitt besta eða gera bandarísku þjóðinni gott,“ fullyrti Bolsonaro í viðtali við Fox News-sjónvarpsstöðina í gær.
Bandaríkin Brasilía Donald Trump Mest lesið „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Fleiri fréttir Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Sjá meira