Nýr frambjóðandi demókrata setur loftslagsmál á oddinn Kjartan Kjartansson skrifar 1. mars 2019 16:30 Inslee hefur lagt áherslu á græna orku og aðgerðir gegn loftslagsbreytingum. Vísir/Getty Jay Inslee, ríkisstjóri Washington-ríkis, hefur bæst í hóp þeirra sem ætla að bjóða sig fram í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á næsta ári. Aðalbaráttumál hans verða loftslagsbreytingar sem hann segir „mest aðkallandi áskorun okkar daga“. Tólf demókratar hafa lýst yfir framboði fram að þessu og búist er við því að fleiri eigi eftir að bætast í hópinn. Flestir þeirra hafa lýst stuðningi við aðgerðir gegn loftslagsbreytingum en enginn þeirra með eins afgerandi hætti og Inslee. „Ég býð mig fram til forseta vegna þess að ég er eini frambjóðandinn sem mun gera það að forgangsmáli þjóðarinnar númer eitt að ráða niðurlögum loftslagsbreytinga,“ segir Inslee í myndbandi sem hann birti í dag. Inslee er 68 ára gamall og hefur verið ríkisstjóri Washington-ríkis frá árinu 2013. Hann náði endurkjöri í haust en í kosningabaráttunni lagði hann áherslu á að skapa störf við nýja og endurnýjanlega orkugjafa. Sem ríkisstjóri hefur Inslee skipað sér í raðir frjálslyndustu demókrata. Í tíð hans hefur opinber heilbrigðisþjónusta verið aukin, lágmarkslaun hækkuð, dauðarefsing verið afnumin í ríkinu og fólk sem hafði hlotið dóma fyrir kannabisneyslu verið náðað, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC.VIDEO: This is our moment, our climate, our mission — together, we can defeat climate change. That's why I'm running for president. Join #OurClimateMoment today https://t.co/zg8ILGyk0Z pic.twitter.com/pUZVxyzfc5— Jay Inslee (@JayInslee) March 1, 2019 Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Loftslagsmál Tengdar fréttir Demókratinn Elizabeth Warren hóf forsetaframboð sitt Öldungadeildarþingkonan Elizabeth Warren ávarpaði í dag stuðningsmenn sína í Lawrence í Massachusetts og hóf þar með kosningabaráttu sína. 9. febrúar 2019 19:20 Amy Klobuchar bætist við í baráttu Demókrata: „Ef Íslendingar geta þetta, getum við það“ Enn bætist í lista yfir þá sem gera sér vonir um að verða forsetaefni demókrataflokksins og takast á við Donald Trump í kosningunum 2020. 10. febrúar 2019 20:15 Booker slæst í leikinn um Hvíta húsið Öldungadeildarþingmaðurinn Cory Booker ætlar að sækjast eftir tilnefningu Demókrataflokksins vegna forsetakosninganna á næsta ári. 1. febrúar 2019 12:21 Bernie Sanders býður sig fram til forseta á ný Bernie Sanders, óháður öldungardeildarþingmaður og sá sem lenti í öðru sæti í forkosningum Demókrata fyrir forsetakosningarnar árið 2016, mun bjóða sig á ný fram til forseta í forkosningum Demókrata sem framundan eru. 19. febrúar 2019 11:58 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Sjá meira
Jay Inslee, ríkisstjóri Washington-ríkis, hefur bæst í hóp þeirra sem ætla að bjóða sig fram í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á næsta ári. Aðalbaráttumál hans verða loftslagsbreytingar sem hann segir „mest aðkallandi áskorun okkar daga“. Tólf demókratar hafa lýst yfir framboði fram að þessu og búist er við því að fleiri eigi eftir að bætast í hópinn. Flestir þeirra hafa lýst stuðningi við aðgerðir gegn loftslagsbreytingum en enginn þeirra með eins afgerandi hætti og Inslee. „Ég býð mig fram til forseta vegna þess að ég er eini frambjóðandinn sem mun gera það að forgangsmáli þjóðarinnar númer eitt að ráða niðurlögum loftslagsbreytinga,“ segir Inslee í myndbandi sem hann birti í dag. Inslee er 68 ára gamall og hefur verið ríkisstjóri Washington-ríkis frá árinu 2013. Hann náði endurkjöri í haust en í kosningabaráttunni lagði hann áherslu á að skapa störf við nýja og endurnýjanlega orkugjafa. Sem ríkisstjóri hefur Inslee skipað sér í raðir frjálslyndustu demókrata. Í tíð hans hefur opinber heilbrigðisþjónusta verið aukin, lágmarkslaun hækkuð, dauðarefsing verið afnumin í ríkinu og fólk sem hafði hlotið dóma fyrir kannabisneyslu verið náðað, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC.VIDEO: This is our moment, our climate, our mission — together, we can defeat climate change. That's why I'm running for president. Join #OurClimateMoment today https://t.co/zg8ILGyk0Z pic.twitter.com/pUZVxyzfc5— Jay Inslee (@JayInslee) March 1, 2019
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Loftslagsmál Tengdar fréttir Demókratinn Elizabeth Warren hóf forsetaframboð sitt Öldungadeildarþingkonan Elizabeth Warren ávarpaði í dag stuðningsmenn sína í Lawrence í Massachusetts og hóf þar með kosningabaráttu sína. 9. febrúar 2019 19:20 Amy Klobuchar bætist við í baráttu Demókrata: „Ef Íslendingar geta þetta, getum við það“ Enn bætist í lista yfir þá sem gera sér vonir um að verða forsetaefni demókrataflokksins og takast á við Donald Trump í kosningunum 2020. 10. febrúar 2019 20:15 Booker slæst í leikinn um Hvíta húsið Öldungadeildarþingmaðurinn Cory Booker ætlar að sækjast eftir tilnefningu Demókrataflokksins vegna forsetakosninganna á næsta ári. 1. febrúar 2019 12:21 Bernie Sanders býður sig fram til forseta á ný Bernie Sanders, óháður öldungardeildarþingmaður og sá sem lenti í öðru sæti í forkosningum Demókrata fyrir forsetakosningarnar árið 2016, mun bjóða sig á ný fram til forseta í forkosningum Demókrata sem framundan eru. 19. febrúar 2019 11:58 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Sjá meira
Demókratinn Elizabeth Warren hóf forsetaframboð sitt Öldungadeildarþingkonan Elizabeth Warren ávarpaði í dag stuðningsmenn sína í Lawrence í Massachusetts og hóf þar með kosningabaráttu sína. 9. febrúar 2019 19:20
Amy Klobuchar bætist við í baráttu Demókrata: „Ef Íslendingar geta þetta, getum við það“ Enn bætist í lista yfir þá sem gera sér vonir um að verða forsetaefni demókrataflokksins og takast á við Donald Trump í kosningunum 2020. 10. febrúar 2019 20:15
Booker slæst í leikinn um Hvíta húsið Öldungadeildarþingmaðurinn Cory Booker ætlar að sækjast eftir tilnefningu Demókrataflokksins vegna forsetakosninganna á næsta ári. 1. febrúar 2019 12:21
Bernie Sanders býður sig fram til forseta á ný Bernie Sanders, óháður öldungardeildarþingmaður og sá sem lenti í öðru sæti í forkosningum Demókrata fyrir forsetakosningarnar árið 2016, mun bjóða sig á ný fram til forseta í forkosningum Demókrata sem framundan eru. 19. febrúar 2019 11:58
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent