Stjórnmálamenn líti í eigin barm Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. mars 2019 19:19 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, telur að stjórnmálamenn þurfi að líta í eigin barm í yfirstandandi kjaraviðræðum. Ákvarðanir kjararáðs á síðustu árum hafi hleypt illu blóði í verkalýðshreyfinguna og stjórnvöld ættu því að vera opin fyrir því að grípa til aðgerða, líkt og að frysta laun háttsettra ríkisstarfsmanna. Yfirstandandi kjaraviðræður hafa harnað á síðustu vikum. Fjórfylking verkalýðshreyfingarinnar hefur slitið kjaraviðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins og boðað verkfallsaðgerðir á næstu vikum. Félagsdómur mun síðan úrskurða eftir helgi hvort verkafallsboðun Eflingar hafi verið lögleg, en hún mun taka til ræstingafólks á hótelum sem að óbreyttu mun hefjast næstkomandi föstudag.Þorgerður Katrín segir að staðan sem upp er komin sé að mörgu leyti ógnvænleg. Hún telur að aðilar vinnumarkaðarins, jafnt verkalýðshreyfingin og atvinnurekendur, þurfi að átta sig á því hvað teljist óraunhæfar launakröfur. Staðan sem uppi er komin geti reynst þjóðarbúinu kostnaðarsöm, fari hún úr böndunum.„Því að við þurfum að ná jafnvægi í þjóðarbúskapnum og það næst ekki nema annars vegar að deiluaðilar semji og síðan að ríkisvaldið komi með tillögu sem beinist inn í þessar kjaradeilu. Ég verð að segja eins og er að ríkisstjórnin, hennar skattatillögur voru ekki beint til þess að leysa eða hjálpa til við að leysa þennan hnút sem að deilan er komin í,“ segir Þorgerður Katrín.Úrskurðir kjararáðs á undanförnum árum með tilheyrandi tugprósenta launahækkunum fyrir háttsetta ríkisstarfsmenn hafa verið vatn á millu verkalýðshreyfingarinnar. Þorgerður segir því ekki nema eðlilegt að stjórnmálamenn líti í eigin barm þegar umræður um kjarabætur fyrir þá lægst settu eru annars vegar.„Því er ekki að leyna að bæði ákvarðanir kjararáðs á sínum tíma, en ekki síður líka núna nýlegar hækkanir ríkisforstjóranna upp á marga tugi prósenta þannig að þeir eru kannski með 10-15föld laun miðað við laun þeirra sem eru lægst launaðir innan þeirra stofnana. þetta gengur ekki, það sjá allir,“ segir Þorgerður Katrín.Til að lægja öldurnar á vinnumarkaði þurfi því að horfa til aðgerða, til að mynda launafrystingar í efstu lögum hins opinbera.„Ríkisstarfsmenn, hvort sem það eru þingmenn, stjórnmálafólk en ekki síður æðstu embættismenn ríkisins, við verðum að horfa í eigin barm, skoða hvað það er sem við getum lagt af mörkum til að ná þjóðarsátt, til þess að jafna kjör og reyna að gera okkar til að leysa þessa deilu. Ef að það kallar á til dæmis frystingu launa í einhvern tíma þá er það að sjálfsögðu eitthvað sem við eigum að skoða.“ Alþingi Kjaramál Viðreisn Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun Innlent Fleiri fréttir Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, telur að stjórnmálamenn þurfi að líta í eigin barm í yfirstandandi kjaraviðræðum. Ákvarðanir kjararáðs á síðustu árum hafi hleypt illu blóði í verkalýðshreyfinguna og stjórnvöld ættu því að vera opin fyrir því að grípa til aðgerða, líkt og að frysta laun háttsettra ríkisstarfsmanna. Yfirstandandi kjaraviðræður hafa harnað á síðustu vikum. Fjórfylking verkalýðshreyfingarinnar hefur slitið kjaraviðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins og boðað verkfallsaðgerðir á næstu vikum. Félagsdómur mun síðan úrskurða eftir helgi hvort verkafallsboðun Eflingar hafi verið lögleg, en hún mun taka til ræstingafólks á hótelum sem að óbreyttu mun hefjast næstkomandi föstudag.Þorgerður Katrín segir að staðan sem upp er komin sé að mörgu leyti ógnvænleg. Hún telur að aðilar vinnumarkaðarins, jafnt verkalýðshreyfingin og atvinnurekendur, þurfi að átta sig á því hvað teljist óraunhæfar launakröfur. Staðan sem uppi er komin geti reynst þjóðarbúinu kostnaðarsöm, fari hún úr böndunum.„Því að við þurfum að ná jafnvægi í þjóðarbúskapnum og það næst ekki nema annars vegar að deiluaðilar semji og síðan að ríkisvaldið komi með tillögu sem beinist inn í þessar kjaradeilu. Ég verð að segja eins og er að ríkisstjórnin, hennar skattatillögur voru ekki beint til þess að leysa eða hjálpa til við að leysa þennan hnút sem að deilan er komin í,“ segir Þorgerður Katrín.Úrskurðir kjararáðs á undanförnum árum með tilheyrandi tugprósenta launahækkunum fyrir háttsetta ríkisstarfsmenn hafa verið vatn á millu verkalýðshreyfingarinnar. Þorgerður segir því ekki nema eðlilegt að stjórnmálamenn líti í eigin barm þegar umræður um kjarabætur fyrir þá lægst settu eru annars vegar.„Því er ekki að leyna að bæði ákvarðanir kjararáðs á sínum tíma, en ekki síður líka núna nýlegar hækkanir ríkisforstjóranna upp á marga tugi prósenta þannig að þeir eru kannski með 10-15föld laun miðað við laun þeirra sem eru lægst launaðir innan þeirra stofnana. þetta gengur ekki, það sjá allir,“ segir Þorgerður Katrín.Til að lægja öldurnar á vinnumarkaði þurfi því að horfa til aðgerða, til að mynda launafrystingar í efstu lögum hins opinbera.„Ríkisstarfsmenn, hvort sem það eru þingmenn, stjórnmálafólk en ekki síður æðstu embættismenn ríkisins, við verðum að horfa í eigin barm, skoða hvað það er sem við getum lagt af mörkum til að ná þjóðarsátt, til þess að jafna kjör og reyna að gera okkar til að leysa þessa deilu. Ef að það kallar á til dæmis frystingu launa í einhvern tíma þá er það að sjálfsögðu eitthvað sem við eigum að skoða.“
Alþingi Kjaramál Viðreisn Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun Innlent Fleiri fréttir Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Sjá meira