Stjórnmálamenn líti í eigin barm Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. mars 2019 19:19 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, telur að stjórnmálamenn þurfi að líta í eigin barm í yfirstandandi kjaraviðræðum. Ákvarðanir kjararáðs á síðustu árum hafi hleypt illu blóði í verkalýðshreyfinguna og stjórnvöld ættu því að vera opin fyrir því að grípa til aðgerða, líkt og að frysta laun háttsettra ríkisstarfsmanna. Yfirstandandi kjaraviðræður hafa harnað á síðustu vikum. Fjórfylking verkalýðshreyfingarinnar hefur slitið kjaraviðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins og boðað verkfallsaðgerðir á næstu vikum. Félagsdómur mun síðan úrskurða eftir helgi hvort verkafallsboðun Eflingar hafi verið lögleg, en hún mun taka til ræstingafólks á hótelum sem að óbreyttu mun hefjast næstkomandi föstudag.Þorgerður Katrín segir að staðan sem upp er komin sé að mörgu leyti ógnvænleg. Hún telur að aðilar vinnumarkaðarins, jafnt verkalýðshreyfingin og atvinnurekendur, þurfi að átta sig á því hvað teljist óraunhæfar launakröfur. Staðan sem uppi er komin geti reynst þjóðarbúinu kostnaðarsöm, fari hún úr böndunum.„Því að við þurfum að ná jafnvægi í þjóðarbúskapnum og það næst ekki nema annars vegar að deiluaðilar semji og síðan að ríkisvaldið komi með tillögu sem beinist inn í þessar kjaradeilu. Ég verð að segja eins og er að ríkisstjórnin, hennar skattatillögur voru ekki beint til þess að leysa eða hjálpa til við að leysa þennan hnút sem að deilan er komin í,“ segir Þorgerður Katrín.Úrskurðir kjararáðs á undanförnum árum með tilheyrandi tugprósenta launahækkunum fyrir háttsetta ríkisstarfsmenn hafa verið vatn á millu verkalýðshreyfingarinnar. Þorgerður segir því ekki nema eðlilegt að stjórnmálamenn líti í eigin barm þegar umræður um kjarabætur fyrir þá lægst settu eru annars vegar.„Því er ekki að leyna að bæði ákvarðanir kjararáðs á sínum tíma, en ekki síður líka núna nýlegar hækkanir ríkisforstjóranna upp á marga tugi prósenta þannig að þeir eru kannski með 10-15föld laun miðað við laun þeirra sem eru lægst launaðir innan þeirra stofnana. þetta gengur ekki, það sjá allir,“ segir Þorgerður Katrín.Til að lægja öldurnar á vinnumarkaði þurfi því að horfa til aðgerða, til að mynda launafrystingar í efstu lögum hins opinbera.„Ríkisstarfsmenn, hvort sem það eru þingmenn, stjórnmálafólk en ekki síður æðstu embættismenn ríkisins, við verðum að horfa í eigin barm, skoða hvað það er sem við getum lagt af mörkum til að ná þjóðarsátt, til þess að jafna kjör og reyna að gera okkar til að leysa þessa deilu. Ef að það kallar á til dæmis frystingu launa í einhvern tíma þá er það að sjálfsögðu eitthvað sem við eigum að skoða.“ Alþingi Kjaramál Viðreisn Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, telur að stjórnmálamenn þurfi að líta í eigin barm í yfirstandandi kjaraviðræðum. Ákvarðanir kjararáðs á síðustu árum hafi hleypt illu blóði í verkalýðshreyfinguna og stjórnvöld ættu því að vera opin fyrir því að grípa til aðgerða, líkt og að frysta laun háttsettra ríkisstarfsmanna. Yfirstandandi kjaraviðræður hafa harnað á síðustu vikum. Fjórfylking verkalýðshreyfingarinnar hefur slitið kjaraviðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins og boðað verkfallsaðgerðir á næstu vikum. Félagsdómur mun síðan úrskurða eftir helgi hvort verkafallsboðun Eflingar hafi verið lögleg, en hún mun taka til ræstingafólks á hótelum sem að óbreyttu mun hefjast næstkomandi föstudag.Þorgerður Katrín segir að staðan sem upp er komin sé að mörgu leyti ógnvænleg. Hún telur að aðilar vinnumarkaðarins, jafnt verkalýðshreyfingin og atvinnurekendur, þurfi að átta sig á því hvað teljist óraunhæfar launakröfur. Staðan sem uppi er komin geti reynst þjóðarbúinu kostnaðarsöm, fari hún úr böndunum.„Því að við þurfum að ná jafnvægi í þjóðarbúskapnum og það næst ekki nema annars vegar að deiluaðilar semji og síðan að ríkisvaldið komi með tillögu sem beinist inn í þessar kjaradeilu. Ég verð að segja eins og er að ríkisstjórnin, hennar skattatillögur voru ekki beint til þess að leysa eða hjálpa til við að leysa þennan hnút sem að deilan er komin í,“ segir Þorgerður Katrín.Úrskurðir kjararáðs á undanförnum árum með tilheyrandi tugprósenta launahækkunum fyrir háttsetta ríkisstarfsmenn hafa verið vatn á millu verkalýðshreyfingarinnar. Þorgerður segir því ekki nema eðlilegt að stjórnmálamenn líti í eigin barm þegar umræður um kjarabætur fyrir þá lægst settu eru annars vegar.„Því er ekki að leyna að bæði ákvarðanir kjararáðs á sínum tíma, en ekki síður líka núna nýlegar hækkanir ríkisforstjóranna upp á marga tugi prósenta þannig að þeir eru kannski með 10-15föld laun miðað við laun þeirra sem eru lægst launaðir innan þeirra stofnana. þetta gengur ekki, það sjá allir,“ segir Þorgerður Katrín.Til að lægja öldurnar á vinnumarkaði þurfi því að horfa til aðgerða, til að mynda launafrystingar í efstu lögum hins opinbera.„Ríkisstarfsmenn, hvort sem það eru þingmenn, stjórnmálafólk en ekki síður æðstu embættismenn ríkisins, við verðum að horfa í eigin barm, skoða hvað það er sem við getum lagt af mörkum til að ná þjóðarsátt, til þess að jafna kjör og reyna að gera okkar til að leysa þessa deilu. Ef að það kallar á til dæmis frystingu launa í einhvern tíma þá er það að sjálfsögðu eitthvað sem við eigum að skoða.“
Alþingi Kjaramál Viðreisn Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira