Vilja fresta samrekstri leikskólanna vegna uppsagna: „Þetta leggst mjög þungt á fólk“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 7. mars 2019 11:13 Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sem sitja í borgarráði leggja fram tillögu á fundi ráðsins í dag um að fresta fyrirhuguðum samrekstri leikskólanna Suðurborgar og Hólaborgar. vísir/vilhelm Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sem sitja í borgarráði leggja fram tillögu á fundi ráðsins í dag um að fresta fyrirhuguðum samrekstri leikskólanna Suðurborgar og Hólaborgar. Friðbjörg Gísladóttir, sérkennslustjóri og leikskólakennari í Hólaborg, segir að mikil óánægja sé með þessar fyrirætlanir en þrír leikskólakennarar Hólaborgar hafa skilað inn uppsagnarbréfi vegna málsins en þó með þeim fyrirvara að uppsögnin verði dregin til baka ef ekkert verður af samrekstrinum.Óttast að stefna Hólaborgar muni lúta í lægra haldi fyrir stærri leikskóla Friðbjörg segir í samtali við Vísi að leikskólarnir tveir séu afar ólíkir og reki ólíkar stefnur. Hólaborg leggi til dæmis mikið upp úr flæði en þannig er öllum börnum í leikskólanum frjálst að flakka á milli deilda á leikskólatíma. Hún segir að leikskólakennarar Hólaborgar hafi miklar áhyggjur af því að þeirra stefna yrði undir ef af sameiningunni verður vegna þess að Suðurborg er mun stærri leikskóli.Friðbjörg Gísladóttir, leikskólakennari, hefur miklar efasemdir um fyrirhugaðan samrekstur leikskólanna.„Það hefur alltaf verið mjög góður starfsandi hér en þetta leggst mjög þungt á fólk.“ Samkvæmt nýrri tillögu skóla-og frístundaráðs kemur fram að til stendur að reka leikskólana áfram í þeirri mynd sem er nú en þó undir einum stjórnanda. Þetta var niðurstaðan eftir umsagnir foreldra og kennara við skólana. Þrátt fyrir að í nýrri tillögu hafi verið fallið frá hugmyndinni um eiginlega sameiningu finnst leikskólakennurum á Hólaborg ekki hlustað á sig og segja þetta vera dulbúna sameiningu og að þeir hafi enga tryggingu fyrir því að stefnan sem leikskólastarfið þeirra hverfist um verði virt undir nýjum stjórnanda. Þá finnst leikskólakennurunum Reykjavíkurborg vilja útrýma smærri leikskólum.Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir segir að of mörgum spurningum sé ósvarað í málinu.Vísir/EgillOf mörgum spurningum ósvarað Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir í samtali við fréttastofu að Hildur Björnsdóttir og Eyþór Arnalds, borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sem eiga sæti í borgarráði, hyggist leggja fram tillögu á fundi ráðsins þess efnis að fyrirhuguðum samrekstri verði frestað því of mikið sé í húfi. „Það er bara fyrst og síðast það að við teljum að þarna sé allt of mörgum spurningum ósvarað og málið vanreifað. Það hefur komið fram ný tillaga sem við viljum að foreldrum og starfsfólki gefist tækifæri á að kynna sér og fá að gefa umsögn um. Auðvitað höfum við áhyggjur af því að ef það verða þarna einhverjar fjöldauppsagnir að það bitni á skólastarfinu,“ segir Marta. „Við lentum í því þarna þegar sameiningarnar miklu voru þarna 2010 að það voru miklar uppsagnir og fólk fór til annarrar starfa eða í önnur sveitarfélög sem hefur valdið þessari miklu manneklu á leikskólum sem við höfum mátt búa við síðustu ár og hefur bitnað verulega á leikskólastarfinu í borginni,“ segir Marta sem bætir við að manneklunni hefði verið velt yfir á þá starfsmenn sem fyrir eru. Það sé ekki gott í ljósi þess að frekar þurfi að laða fólk í leikskólana og bæta starfsumhverfið. Borgarstjórn Börn og uppeldi Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Þessa skóla á að sameina Tillögur starfshóps um sparnað í skólakerfi Reykjavíkurborgar voru kynntar í borgarráði í dag. Meðal annars eru gert ráð fyrir að leik- og grunnskólar verði sameinaðir. Hér er tillögum hópsins raðað eftir hverfum. 3. mars 2011 15:51 Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sem sitja í borgarráði leggja fram tillögu á fundi ráðsins í dag um að fresta fyrirhuguðum samrekstri leikskólanna Suðurborgar og Hólaborgar. Friðbjörg Gísladóttir, sérkennslustjóri og leikskólakennari í Hólaborg, segir að mikil óánægja sé með þessar fyrirætlanir en þrír leikskólakennarar Hólaborgar hafa skilað inn uppsagnarbréfi vegna málsins en þó með þeim fyrirvara að uppsögnin verði dregin til baka ef ekkert verður af samrekstrinum.Óttast að stefna Hólaborgar muni lúta í lægra haldi fyrir stærri leikskóla Friðbjörg segir í samtali við Vísi að leikskólarnir tveir séu afar ólíkir og reki ólíkar stefnur. Hólaborg leggi til dæmis mikið upp úr flæði en þannig er öllum börnum í leikskólanum frjálst að flakka á milli deilda á leikskólatíma. Hún segir að leikskólakennarar Hólaborgar hafi miklar áhyggjur af því að þeirra stefna yrði undir ef af sameiningunni verður vegna þess að Suðurborg er mun stærri leikskóli.Friðbjörg Gísladóttir, leikskólakennari, hefur miklar efasemdir um fyrirhugaðan samrekstur leikskólanna.„Það hefur alltaf verið mjög góður starfsandi hér en þetta leggst mjög þungt á fólk.“ Samkvæmt nýrri tillögu skóla-og frístundaráðs kemur fram að til stendur að reka leikskólana áfram í þeirri mynd sem er nú en þó undir einum stjórnanda. Þetta var niðurstaðan eftir umsagnir foreldra og kennara við skólana. Þrátt fyrir að í nýrri tillögu hafi verið fallið frá hugmyndinni um eiginlega sameiningu finnst leikskólakennurum á Hólaborg ekki hlustað á sig og segja þetta vera dulbúna sameiningu og að þeir hafi enga tryggingu fyrir því að stefnan sem leikskólastarfið þeirra hverfist um verði virt undir nýjum stjórnanda. Þá finnst leikskólakennurunum Reykjavíkurborg vilja útrýma smærri leikskólum.Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir segir að of mörgum spurningum sé ósvarað í málinu.Vísir/EgillOf mörgum spurningum ósvarað Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir í samtali við fréttastofu að Hildur Björnsdóttir og Eyþór Arnalds, borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sem eiga sæti í borgarráði, hyggist leggja fram tillögu á fundi ráðsins þess efnis að fyrirhuguðum samrekstri verði frestað því of mikið sé í húfi. „Það er bara fyrst og síðast það að við teljum að þarna sé allt of mörgum spurningum ósvarað og málið vanreifað. Það hefur komið fram ný tillaga sem við viljum að foreldrum og starfsfólki gefist tækifæri á að kynna sér og fá að gefa umsögn um. Auðvitað höfum við áhyggjur af því að ef það verða þarna einhverjar fjöldauppsagnir að það bitni á skólastarfinu,“ segir Marta. „Við lentum í því þarna þegar sameiningarnar miklu voru þarna 2010 að það voru miklar uppsagnir og fólk fór til annarrar starfa eða í önnur sveitarfélög sem hefur valdið þessari miklu manneklu á leikskólum sem við höfum mátt búa við síðustu ár og hefur bitnað verulega á leikskólastarfinu í borginni,“ segir Marta sem bætir við að manneklunni hefði verið velt yfir á þá starfsmenn sem fyrir eru. Það sé ekki gott í ljósi þess að frekar þurfi að laða fólk í leikskólana og bæta starfsumhverfið.
Borgarstjórn Börn og uppeldi Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Þessa skóla á að sameina Tillögur starfshóps um sparnað í skólakerfi Reykjavíkurborgar voru kynntar í borgarráði í dag. Meðal annars eru gert ráð fyrir að leik- og grunnskólar verði sameinaðir. Hér er tillögum hópsins raðað eftir hverfum. 3. mars 2011 15:51 Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira
Þessa skóla á að sameina Tillögur starfshóps um sparnað í skólakerfi Reykjavíkurborgar voru kynntar í borgarráði í dag. Meðal annars eru gert ráð fyrir að leik- og grunnskólar verði sameinaðir. Hér er tillögum hópsins raðað eftir hverfum. 3. mars 2011 15:51