„Mistök ríkisstjórnarinnar eru mistök í væntingastjórnun“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. febrúar 2019 16:33 Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar. vísir/vilhelm Tillögur ríkisstjórnar til breytingar á skattkerfinu sem voru kynntar í gær komu til umræðu á Alþingi í dag undir liðnum störf þingsins. Á meðal þeirra sem tók til máls var Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, sem sagði viðbrögð verkalýðshreyfingarinnar við tillögunum ekki hafa komið á óvart en verkalýðsleiðtogar hafa lýst reiði og sárum vonbrigðum með það sem kynnt var í gær. Þorsteinn gagnrýndi ríkisstjórn fyrir það hvernig hún hefur haldið á málum í tengslum við kjaraviðræðurnar sem ríkið er ekki hluti af. „Ríkisstjórnin hefur, allt frá því að hún tók við völdum, reynt að gera hlut sinn í lausn yfirstandandi kjaradeilu sem mestan. Það voru mistök. Með því hefur ríkisstjórnin undirbyggt miklar væntingar af hálfu forystu verkalýðshreyfingarinnar varðandi væntanlegt útspil. Vonbrigði forystu hennar koma því ekki á óvart,“ sagði Þorsteinn. Hann sagði þó tillögur ríkisstjórnarinnar í skattamálum ekki með öllu ónothæfar. Tillögurnar væru áhugaverðar, vel mætt vinna með þær áfram og einnig skoða aðrar útfærslur sem kæmu tekjulægstu hópunum enn betur til góða.Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, tilkynnti um nýtt skattþrep sem á að lækka skattbyrði lágtekjufólks á blaðamannafundi í fjármálaráðuneytinu í gær. Verkalýðsforystan er ósátt en þingmaður Viðreisnar segir þau viðbrögð ekki koma á óvart.Vísir/EgillSagði ríkisstjórnina sitja með eggin í andlitinu „Mistök ríkisstjórnarinnar eru mistök í væntingastjórnun. Það er ekki hlutverk ríkisstjórna að leiða kjaraviðræður eða ætla sér of stórt hlutverk við lausn þeirra. Ábyrgð á lausn kjaradeilna liggur alltaf fyrst og síðast hjá aðilum vinnumarkaðarins. Það má heldur ekki vera svo að stjórnmálaflokkar, hvort sem er í meirihluta eða minnihluta, séu að nýta sér kjaradeilur í pólitískum tilgangi. Þessi ríkisstjórn hefur ítrekað gert tilraun til að upphefja sig og mikilvægi sitt við lausn á þeirri stöðu sem uppi er á vinnumarkaði nú og situr með eggin í andlitinu eftir þá viðleitni,“ sagði Þorsteinn og minnti í lokin á að kjaradeilur ættu ekki mættu ekki lögum samkvæmt beinast að stjórnvöldum. „Kjaradeila sem beinist fyrst og fremst að Alþingi og ríkisstjórn en ekki að vinnuveitendum er pólitísk kjaradeila og sem slík brot á vinnulöggjöfinni. Það er líka ábyrgðarhluti af hálfu verkalýðshreyfingarinnar að fara fram með slíkum hætti.“Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður Vinstri grænna.Vísir/vilhelmNýja skattþrepið nákvæmlega það sem ríkisstjórnin hafði boðað Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður Vinstri grænna, ræddi líka skattatillögur ríkisstjórnarinnar og annað sem boðað hefur verið í tengslum við kjaraviðræðurnar. Sagði hann leiðarstefið að allar breytingar sem gerðar væru á skatta- og bótakerfum kæmu þeim sem minna hafa á milli handanna best. „Það er réttlætismál og beinlínis gott fyrir samfélagið. Fólki líður betur í jafnari samfélögum og jafnara samfélag er betra samfélag fyrir alla,“ sagði Ólafur sem fór síðan yfir það sem ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hefur gert og nefndi meðal annars hækkað frítekjumark vegna atvinnutekna elli- og örorkulífeyrisþega, hækkun greiðslna á Ábyrgðasjóð launa, hækkun grunnatvinnuleysisbóta og hækkun barnabóta. „Hún hefur þyngt dagsektir tífalt vegna brota á lögum um vinnustaðaskírteini og eftirlit á vinnustöðum. Framlög til heilbrigðismála hafa verið stóraukin og byrjað að draga úr greiðsluþátttöku sjúklinga. Þar var byrjað á viðkvæmasta hópnum, öldruðum og öryrkjum. Þá eru boðaðar breytingar gegn félagslegum undirboðum, kennitöluflakki og mansali,“ sagði Ólafur Þór. Hann sagði svo nýtt þrep í skattkerfinu fyrir tekjulága skref í rétta átt. Þá væri það nákvæmlega það sem ríkisstjórnin hefði boðað. „[…] að þær aðgerðir sem ráðist yrði í í skattamálum yrðu til að lækka skattbyrði tekjulágra og lægri millitekjuhópa. Það færir íslenska skattkerfið í áttina að norrænu skattkerfunum frá flötum skattkerfum.“ Alþingi Kjaramál Tengdar fréttir Verkalýðsforystan lýsir miklum vonbrigðum og talar um smánarlegar skattalækkanir Formaður Eflingar segir að skattalækkunin sé smánarleg. 19. febrúar 2019 19:42 Tilkynntu um nýtt skattþrep fyrir lágtekjufólk Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, tilkynnti um nýtt skattþrep sem á að lækka skattbyrði lágtekjufólks. 19. febrúar 2019 17:16 Verkalýðsfélög herða á kröfum sínum gagnvart SA eftir útspil ríkisstjórnar Verkalýðsfélög herða á kröfum sínum gagnvart Samtökum atvinnulífsins eftir útspil stjórnvalda í gær, sem forysta félaganna er einhuga um að ekki dugi til að liðka fyrir kjarasamningum. 20. febrúar 2019 12:30 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Fleiri fréttir Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Sjá meira
Tillögur ríkisstjórnar til breytingar á skattkerfinu sem voru kynntar í gær komu til umræðu á Alþingi í dag undir liðnum störf þingsins. Á meðal þeirra sem tók til máls var Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, sem sagði viðbrögð verkalýðshreyfingarinnar við tillögunum ekki hafa komið á óvart en verkalýðsleiðtogar hafa lýst reiði og sárum vonbrigðum með það sem kynnt var í gær. Þorsteinn gagnrýndi ríkisstjórn fyrir það hvernig hún hefur haldið á málum í tengslum við kjaraviðræðurnar sem ríkið er ekki hluti af. „Ríkisstjórnin hefur, allt frá því að hún tók við völdum, reynt að gera hlut sinn í lausn yfirstandandi kjaradeilu sem mestan. Það voru mistök. Með því hefur ríkisstjórnin undirbyggt miklar væntingar af hálfu forystu verkalýðshreyfingarinnar varðandi væntanlegt útspil. Vonbrigði forystu hennar koma því ekki á óvart,“ sagði Þorsteinn. Hann sagði þó tillögur ríkisstjórnarinnar í skattamálum ekki með öllu ónothæfar. Tillögurnar væru áhugaverðar, vel mætt vinna með þær áfram og einnig skoða aðrar útfærslur sem kæmu tekjulægstu hópunum enn betur til góða.Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, tilkynnti um nýtt skattþrep sem á að lækka skattbyrði lágtekjufólks á blaðamannafundi í fjármálaráðuneytinu í gær. Verkalýðsforystan er ósátt en þingmaður Viðreisnar segir þau viðbrögð ekki koma á óvart.Vísir/EgillSagði ríkisstjórnina sitja með eggin í andlitinu „Mistök ríkisstjórnarinnar eru mistök í væntingastjórnun. Það er ekki hlutverk ríkisstjórna að leiða kjaraviðræður eða ætla sér of stórt hlutverk við lausn þeirra. Ábyrgð á lausn kjaradeilna liggur alltaf fyrst og síðast hjá aðilum vinnumarkaðarins. Það má heldur ekki vera svo að stjórnmálaflokkar, hvort sem er í meirihluta eða minnihluta, séu að nýta sér kjaradeilur í pólitískum tilgangi. Þessi ríkisstjórn hefur ítrekað gert tilraun til að upphefja sig og mikilvægi sitt við lausn á þeirri stöðu sem uppi er á vinnumarkaði nú og situr með eggin í andlitinu eftir þá viðleitni,“ sagði Þorsteinn og minnti í lokin á að kjaradeilur ættu ekki mættu ekki lögum samkvæmt beinast að stjórnvöldum. „Kjaradeila sem beinist fyrst og fremst að Alþingi og ríkisstjórn en ekki að vinnuveitendum er pólitísk kjaradeila og sem slík brot á vinnulöggjöfinni. Það er líka ábyrgðarhluti af hálfu verkalýðshreyfingarinnar að fara fram með slíkum hætti.“Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður Vinstri grænna.Vísir/vilhelmNýja skattþrepið nákvæmlega það sem ríkisstjórnin hafði boðað Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður Vinstri grænna, ræddi líka skattatillögur ríkisstjórnarinnar og annað sem boðað hefur verið í tengslum við kjaraviðræðurnar. Sagði hann leiðarstefið að allar breytingar sem gerðar væru á skatta- og bótakerfum kæmu þeim sem minna hafa á milli handanna best. „Það er réttlætismál og beinlínis gott fyrir samfélagið. Fólki líður betur í jafnari samfélögum og jafnara samfélag er betra samfélag fyrir alla,“ sagði Ólafur sem fór síðan yfir það sem ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hefur gert og nefndi meðal annars hækkað frítekjumark vegna atvinnutekna elli- og örorkulífeyrisþega, hækkun greiðslna á Ábyrgðasjóð launa, hækkun grunnatvinnuleysisbóta og hækkun barnabóta. „Hún hefur þyngt dagsektir tífalt vegna brota á lögum um vinnustaðaskírteini og eftirlit á vinnustöðum. Framlög til heilbrigðismála hafa verið stóraukin og byrjað að draga úr greiðsluþátttöku sjúklinga. Þar var byrjað á viðkvæmasta hópnum, öldruðum og öryrkjum. Þá eru boðaðar breytingar gegn félagslegum undirboðum, kennitöluflakki og mansali,“ sagði Ólafur Þór. Hann sagði svo nýtt þrep í skattkerfinu fyrir tekjulága skref í rétta átt. Þá væri það nákvæmlega það sem ríkisstjórnin hefði boðað. „[…] að þær aðgerðir sem ráðist yrði í í skattamálum yrðu til að lækka skattbyrði tekjulágra og lægri millitekjuhópa. Það færir íslenska skattkerfið í áttina að norrænu skattkerfunum frá flötum skattkerfum.“
Alþingi Kjaramál Tengdar fréttir Verkalýðsforystan lýsir miklum vonbrigðum og talar um smánarlegar skattalækkanir Formaður Eflingar segir að skattalækkunin sé smánarleg. 19. febrúar 2019 19:42 Tilkynntu um nýtt skattþrep fyrir lágtekjufólk Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, tilkynnti um nýtt skattþrep sem á að lækka skattbyrði lágtekjufólks. 19. febrúar 2019 17:16 Verkalýðsfélög herða á kröfum sínum gagnvart SA eftir útspil ríkisstjórnar Verkalýðsfélög herða á kröfum sínum gagnvart Samtökum atvinnulífsins eftir útspil stjórnvalda í gær, sem forysta félaganna er einhuga um að ekki dugi til að liðka fyrir kjarasamningum. 20. febrúar 2019 12:30 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Fleiri fréttir Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Sjá meira
Verkalýðsforystan lýsir miklum vonbrigðum og talar um smánarlegar skattalækkanir Formaður Eflingar segir að skattalækkunin sé smánarleg. 19. febrúar 2019 19:42
Tilkynntu um nýtt skattþrep fyrir lágtekjufólk Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, tilkynnti um nýtt skattþrep sem á að lækka skattbyrði lágtekjufólks. 19. febrúar 2019 17:16
Verkalýðsfélög herða á kröfum sínum gagnvart SA eftir útspil ríkisstjórnar Verkalýðsfélög herða á kröfum sínum gagnvart Samtökum atvinnulífsins eftir útspil stjórnvalda í gær, sem forysta félaganna er einhuga um að ekki dugi til að liðka fyrir kjarasamningum. 20. febrúar 2019 12:30