Bílaleigurnar þrjár ekki í SAF Sighvatur Jónsson skrifar 21. febrúar 2019 11:45 Samtök ferðaþjónustunnar segja málið vera erfitt fyrir umræðu um bílaleigur landsins. Vísir/Hanna Bílaleigur sem fjallað var um í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær, vegna breytinga á kílómetrastöðu bíla, eru ekki í Samtökum ferðaþjónustunnar. Framkvæmdastjóri samtakanna segir að þeim hafi borist ábendingar um bílaleigur þar sem grunur leikur á að átt hafi verið við mæla í bílum. Málið sé erfitt fyrir allar bílaleigur á Íslandi. Í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi kom fram að ekkert eftirlit er með því að kílómetrastaða bíla sé skráð á mismunandi hátt á milli þess sem bílarnir eru skoðaðir. Nefnd voru dæmi um bíla í eigu þriggja bílaleiga, City Car Rental, Icerental 4x4 og Green Motion. Samkvæmt upplýsingum úr ökutækjaskrá lækkar kílómetrastaða bíla um 50.000 - 200.000 á milli skoðana þó aðeins sé um eitt ár á milli þeirra. Hjá einni bílaleigunni fengust þær skýringar að skipt hafi verið um mælaborð í bílunum.Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF.Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að bílaleigurnar þrjár séu ekki í samtökunum. Áður hefur komið fram að bílaleigunni Procar var vikið úr samtökunum eftir að upp komst um umfangsmikil svik þar vegna breytinga á kílómetramælum í bílum sem fyrirtækið seldi. „Það er mjög slæmt að það séu fleiri aðilar sem hafa stundað slíka starfsemi. Það er mjög mikilvægt að við komumst til botns í þessu til þess að það falli ekki grunur á öll fyrirtæki í bílaleigu. Við hjá SAF teljum að hjá stærstum hluta séu menn að standa sig vel í þessum efnum,“ segir Jóhannes Þór.75% bílaleiguflotans í SAF Um 140 starfsleyfi eru í gildi vegna reksturs bílaleigu. Jóhannes Þór segir að um þriðjungur allra bílaleiga landsins leigi út fleiri bíla en tíu. Innan Samtaka ferðaþjónustunnar eru um 30 bílaleigur sem eru með um 75% af bílaleiguflota landsins. Jóhannes framkvæmdastjóri SAF bendir á að gögn frá bílaleigum megi nota til eftirlits. Vísar hann þar til leigusögu bíla þar sem kílómetratala sé skráð í alla leigusamninga. „Þannig er hægt að fá heildarsögu bílsins og sjá þá einfaldlega hvort hefur verið átt eitthvað við hann. Þetta þarf að gera af óháðum vottunaraðila. Við erum byrjuð að vinna í því og höfum verið í sambandi við Samgöngustofu um þetta og munum væntanlega þegar þar að kemur afhenda þeim niðurstöðurnar,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF. Bílaleigur Bílar Ferðamennska á Íslandi Neytendur Procar Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Bílaleigur sem fjallað var um í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær, vegna breytinga á kílómetrastöðu bíla, eru ekki í Samtökum ferðaþjónustunnar. Framkvæmdastjóri samtakanna segir að þeim hafi borist ábendingar um bílaleigur þar sem grunur leikur á að átt hafi verið við mæla í bílum. Málið sé erfitt fyrir allar bílaleigur á Íslandi. Í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi kom fram að ekkert eftirlit er með því að kílómetrastaða bíla sé skráð á mismunandi hátt á milli þess sem bílarnir eru skoðaðir. Nefnd voru dæmi um bíla í eigu þriggja bílaleiga, City Car Rental, Icerental 4x4 og Green Motion. Samkvæmt upplýsingum úr ökutækjaskrá lækkar kílómetrastaða bíla um 50.000 - 200.000 á milli skoðana þó aðeins sé um eitt ár á milli þeirra. Hjá einni bílaleigunni fengust þær skýringar að skipt hafi verið um mælaborð í bílunum.Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF.Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að bílaleigurnar þrjár séu ekki í samtökunum. Áður hefur komið fram að bílaleigunni Procar var vikið úr samtökunum eftir að upp komst um umfangsmikil svik þar vegna breytinga á kílómetramælum í bílum sem fyrirtækið seldi. „Það er mjög slæmt að það séu fleiri aðilar sem hafa stundað slíka starfsemi. Það er mjög mikilvægt að við komumst til botns í þessu til þess að það falli ekki grunur á öll fyrirtæki í bílaleigu. Við hjá SAF teljum að hjá stærstum hluta séu menn að standa sig vel í þessum efnum,“ segir Jóhannes Þór.75% bílaleiguflotans í SAF Um 140 starfsleyfi eru í gildi vegna reksturs bílaleigu. Jóhannes Þór segir að um þriðjungur allra bílaleiga landsins leigi út fleiri bíla en tíu. Innan Samtaka ferðaþjónustunnar eru um 30 bílaleigur sem eru með um 75% af bílaleiguflota landsins. Jóhannes framkvæmdastjóri SAF bendir á að gögn frá bílaleigum megi nota til eftirlits. Vísar hann þar til leigusögu bíla þar sem kílómetratala sé skráð í alla leigusamninga. „Þannig er hægt að fá heildarsögu bílsins og sjá þá einfaldlega hvort hefur verið átt eitthvað við hann. Þetta þarf að gera af óháðum vottunaraðila. Við erum byrjuð að vinna í því og höfum verið í sambandi við Samgöngustofu um þetta og munum væntanlega þegar þar að kemur afhenda þeim niðurstöðurnar,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF.
Bílaleigur Bílar Ferðamennska á Íslandi Neytendur Procar Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira