Skattgreiðslur verði sundurliðaðar á launaseðlum Heimir Már Pétursson skrifar 28. febrúar 2019 13:17 Þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur eðlilegt að fram komi á launaseðlum fólks hvert skattgreiðslur þess fara og leggur fram þingsályktun í dag um að ríkið breyti nú þegar uppsetningu launaseðla. Skattgreiðendur með laun undir 745 þúsundum á mánuði greiði til að mynda meira til sveitarfélaga en ríkis með staðgreiðslunni. Á launaseðlum launafólks koma fram upplýsingar um frádrátt til staðgreiðslu skatta en þær upplýsingar eru ekki sundurliðaðar. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins leggur fram þingsályktun á Alþingi í dag sem miðar að því að breyta þess. „Með því er verið að fela ríki og stofnunum þess að birta á launaseðli sérstaklega tilgreinda fjárhæð tekjuskatts annars vegar og útsvars hins vegar,” sagði Áslaug Arna á Alþingi í morgun. Þá komi einnig fram á launaseðlinum hvað launagreiðandi greiðir í tryggingagjald vegna hvers launamannsins. Tilgangurinn hennar og meðflutningsmanna sé að auka gagnsæi í skattheimtu. „Til að auka almenna þekkingu um það hvernig skatti er skipt milli sveitarfélaga og ríkis og þekkingu á gjöldum, tryggingagjöldum, eins og öðrum launatengdum gjöldum launagreiðanda,” sagði Áslaug Arna. Með tillögunni sé lagt til að ríkið gangi á undan með góðu fordæmi og breyti framsetningu launaseðla sinna strax. Eðlilegt sé að launafólk hafi þessa skiptingu á hreinu og viti þar með hve stór hluti skattgreiðslna fari til ríkisins annars vegar og sveitarfélags hins vegar. „Það er nefnilega svo að allt launafólk með 745 þúsund krónur á mánuði eða undir greiðir hærri upphæð til sveitarfélagsins en ríkisins. Það getur ekki verið annað en gott fyrir alla að þekkja hvernig þeim gjöldum er háttað,” sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. Alþingi Kjaramál Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Sjá meira
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur eðlilegt að fram komi á launaseðlum fólks hvert skattgreiðslur þess fara og leggur fram þingsályktun í dag um að ríkið breyti nú þegar uppsetningu launaseðla. Skattgreiðendur með laun undir 745 þúsundum á mánuði greiði til að mynda meira til sveitarfélaga en ríkis með staðgreiðslunni. Á launaseðlum launafólks koma fram upplýsingar um frádrátt til staðgreiðslu skatta en þær upplýsingar eru ekki sundurliðaðar. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins leggur fram þingsályktun á Alþingi í dag sem miðar að því að breyta þess. „Með því er verið að fela ríki og stofnunum þess að birta á launaseðli sérstaklega tilgreinda fjárhæð tekjuskatts annars vegar og útsvars hins vegar,” sagði Áslaug Arna á Alþingi í morgun. Þá komi einnig fram á launaseðlinum hvað launagreiðandi greiðir í tryggingagjald vegna hvers launamannsins. Tilgangurinn hennar og meðflutningsmanna sé að auka gagnsæi í skattheimtu. „Til að auka almenna þekkingu um það hvernig skatti er skipt milli sveitarfélaga og ríkis og þekkingu á gjöldum, tryggingagjöldum, eins og öðrum launatengdum gjöldum launagreiðanda,” sagði Áslaug Arna. Með tillögunni sé lagt til að ríkið gangi á undan með góðu fordæmi og breyti framsetningu launaseðla sinna strax. Eðlilegt sé að launafólk hafi þessa skiptingu á hreinu og viti þar með hve stór hluti skattgreiðslna fari til ríkisins annars vegar og sveitarfélags hins vegar. „Það er nefnilega svo að allt launafólk með 745 þúsund krónur á mánuði eða undir greiðir hærri upphæð til sveitarfélagsins en ríkisins. Það getur ekki verið annað en gott fyrir alla að þekkja hvernig þeim gjöldum er háttað,” sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir.
Alþingi Kjaramál Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Sjá meira