Biðjast afsökunar á að hafa breytt kílómetrastöðu bílanna Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. febrúar 2019 22:55 Forsvarsmenn bílaleigunnar Procar hyggjast fá óháðan aðila til úrskurða um sanngjarnar bætur til þeirra sem keyptu bíla með ranga kílómetraskráningu hjá fyrirtækinu og þeir biðja viðskiptavini, almenning og starfsfólk afsökunar. Vísir/Vilhelm Forsvarsmenn bílaleigunnar Procar hyggjast fá óháðan aðila til úrskurða um sanngjarnar bætur til þeirra sem keyptu bíla með ranga kílómetraskráningu hjá fyrirtækinu og þeir biðja viðskiptavini, almenning og starfsfólk afsökunar.Fréttaskýringarþátturinn Kveikur fjallaði um málið í kvöld en í þættinum kom fram að bílaleigan Procar hefði átt við kílómetrastöðuna í bílum sem hafa verið seldir. Akstursmælar bílanna voru færðir niður og þannig gefið til kynna að þeir væru eknir minna en þeir raunverulega voru. Fyrrverandi starfsmaður bílaleigunnar, sem vildi ekki láta nafn síns getið, sagði að bílaleigan Procar hefði leigt bíla út til ferðamanna en að seinna hefði verið átt við kílómetrastöðu bílanna og þeir seldir sem notaðir bílar hérlendis. Gögn sem Kveikur hefur undir höndum sýna að tugir þúsunda kílómetra hafa verið teknir af akstursmælum í tugum bíla. „Þennan dómgreindar-og trúnaðarbrest er ekki hægt að afsaka en fyrirtækið hefur fullan vilja til að bæta hlut þeirra sem urðu sannarlega fyrir tjóni í þessum viðskiptum,“ segir í tilkynningu sem forsvarsmenn Procar sendu frá sér í kvöld. Þeir sem keyptu bíla af bílaleigunni á árunum 2013-2016 er boðið að hafa samband með tölvupósti við Draupni lögmannsþjónustu á netfangið dls(hjá)dls.is sem mun hafa milligöngu um greiðslu bóta. Þá geta þeir sem keyptu bíla af Procar á umræddu tímabili fengið ópersónugreinanleg afrit af leigusamningum viðkomandi bíls til að fá fullvissu um hvort átt hafi verið við kílómetramæli hans. Á árunum 2013-2015 seldi Procar um 659 notaða bíla en fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu að átt hafi við kílómetramæla í um 100-120 þeirra en endanleg tala liggur ekki fyrir að svo stöddu. „Forsvarsmenn Procar biðja viðskiptavini, almenning og starfsfólk, sem unnið hefur fyrir fyrirtækið í góðri trú, afsökunar á þessum mistökum.“ Bílaleigur Bílar Ferðamennska á Íslandi Procar Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Sjá meira
Forsvarsmenn bílaleigunnar Procar hyggjast fá óháðan aðila til úrskurða um sanngjarnar bætur til þeirra sem keyptu bíla með ranga kílómetraskráningu hjá fyrirtækinu og þeir biðja viðskiptavini, almenning og starfsfólk afsökunar.Fréttaskýringarþátturinn Kveikur fjallaði um málið í kvöld en í þættinum kom fram að bílaleigan Procar hefði átt við kílómetrastöðuna í bílum sem hafa verið seldir. Akstursmælar bílanna voru færðir niður og þannig gefið til kynna að þeir væru eknir minna en þeir raunverulega voru. Fyrrverandi starfsmaður bílaleigunnar, sem vildi ekki láta nafn síns getið, sagði að bílaleigan Procar hefði leigt bíla út til ferðamanna en að seinna hefði verið átt við kílómetrastöðu bílanna og þeir seldir sem notaðir bílar hérlendis. Gögn sem Kveikur hefur undir höndum sýna að tugir þúsunda kílómetra hafa verið teknir af akstursmælum í tugum bíla. „Þennan dómgreindar-og trúnaðarbrest er ekki hægt að afsaka en fyrirtækið hefur fullan vilja til að bæta hlut þeirra sem urðu sannarlega fyrir tjóni í þessum viðskiptum,“ segir í tilkynningu sem forsvarsmenn Procar sendu frá sér í kvöld. Þeir sem keyptu bíla af bílaleigunni á árunum 2013-2016 er boðið að hafa samband með tölvupósti við Draupni lögmannsþjónustu á netfangið dls(hjá)dls.is sem mun hafa milligöngu um greiðslu bóta. Þá geta þeir sem keyptu bíla af Procar á umræddu tímabili fengið ópersónugreinanleg afrit af leigusamningum viðkomandi bíls til að fá fullvissu um hvort átt hafi verið við kílómetramæli hans. Á árunum 2013-2015 seldi Procar um 659 notaða bíla en fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu að átt hafi við kílómetramæla í um 100-120 þeirra en endanleg tala liggur ekki fyrir að svo stöddu. „Forsvarsmenn Procar biðja viðskiptavini, almenning og starfsfólk, sem unnið hefur fyrir fyrirtækið í góðri trú, afsökunar á þessum mistökum.“
Bílaleigur Bílar Ferðamennska á Íslandi Procar Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Sjá meira