Að minnsta kosti 100 þúsund börn deyja árlega vegna stríðsátaka Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. febrúar 2019 08:06 Ung stúlka sést hér í flóttamannabúðum í Afganistan fyrr í mánuðinum. vísir/epa Ný skýrsla Barnaheilla – Save the Children um börn og áhrif stríðsátaka á þau kom út á miðnætti. Í henni kemur fram að samtökin telji að að minnsta kosti 100 þúsund börn deyi árlega vegna stríðsátaka í heiminum þar sem áætlað er að 550 þúsund börn hið minnsta hafi látið lífið vegna stríðsátaka í á árunum 2013 til 2017 í þeim tíu löndum þar sem hvað mest átök hafa geisað samkvæmt skilgreiningu Barnaheilla. „Ungbörnin létust vegna óbeinna afleiðinga stríðsátaka, svo sem hungurs, laskaðra innviða og óstarfhæfra sjúkrahúsa, skorts á aðgengi að heilsugæslu og hreinlæti og vegna þess að þeim var neitað um hjálp. Heildartala látinna barna vegna óbeinna afleiðinga stríðsátaka fer upp í 870 þúsund þegar öll börn fimm ára og yngri eru talin með. Þessar áætlanir eru varlegar að sögn samtakanna. Til samanburðar hafa Barnaheill – Save the Children áætlað út frá fyrirliggjandi gögnum að á ofangreindu fimm ára tímabili hafi nærri 175 þúsund hermenn fallið í átökunum,“ segir í tilkynningu Barnaheilla á Íslandi vegna skýrslunnar. Helle Thorning-Schmidt, framkvæmdastjóri Save the Children International, segir að skýrslan að þær aðferðir sem beitt er við stríðsrekstur nú á dögum valdi börnum enn meiri þjáningum. „Fjöldi þeirra barna sem hafa látist eða örkumlast hefur meira en þrefaldast og við sjáum óhugnanlega aukningu á að neyðaraðstoð sé notuð sem vopn í stríði. Það er átakanlegt að við skulum, á 21. öld, sjá slíkt bakslag í að fylgja eftir siðferðislegum viðmiðum sem eru svo einföld – börn og almennir borarar skulu aldrei vera skotmörk. Greining okkar sýnir svo ekki verður um villst að ástandið er að versna hvað snertir börn og að alþjóðasamfélagið leyfir þessum harmleik að eiga sér stað. Á hverjum degi verða börn fyrir árásum vegna þess að vopnaðar sveitir og herir virða ekki alþjóðalög og -samninga. Aðferðir eins og notkun efnavopna og nauðganir eru notaðar sem vopn í stríði og stríðsglæpir framdir án refsinga,“ segir Thorning-Schmidt. Börn og uppeldi Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira
Ný skýrsla Barnaheilla – Save the Children um börn og áhrif stríðsátaka á þau kom út á miðnætti. Í henni kemur fram að samtökin telji að að minnsta kosti 100 þúsund börn deyi árlega vegna stríðsátaka í heiminum þar sem áætlað er að 550 þúsund börn hið minnsta hafi látið lífið vegna stríðsátaka í á árunum 2013 til 2017 í þeim tíu löndum þar sem hvað mest átök hafa geisað samkvæmt skilgreiningu Barnaheilla. „Ungbörnin létust vegna óbeinna afleiðinga stríðsátaka, svo sem hungurs, laskaðra innviða og óstarfhæfra sjúkrahúsa, skorts á aðgengi að heilsugæslu og hreinlæti og vegna þess að þeim var neitað um hjálp. Heildartala látinna barna vegna óbeinna afleiðinga stríðsátaka fer upp í 870 þúsund þegar öll börn fimm ára og yngri eru talin með. Þessar áætlanir eru varlegar að sögn samtakanna. Til samanburðar hafa Barnaheill – Save the Children áætlað út frá fyrirliggjandi gögnum að á ofangreindu fimm ára tímabili hafi nærri 175 þúsund hermenn fallið í átökunum,“ segir í tilkynningu Barnaheilla á Íslandi vegna skýrslunnar. Helle Thorning-Schmidt, framkvæmdastjóri Save the Children International, segir að skýrslan að þær aðferðir sem beitt er við stríðsrekstur nú á dögum valdi börnum enn meiri þjáningum. „Fjöldi þeirra barna sem hafa látist eða örkumlast hefur meira en þrefaldast og við sjáum óhugnanlega aukningu á að neyðaraðstoð sé notuð sem vopn í stríði. Það er átakanlegt að við skulum, á 21. öld, sjá slíkt bakslag í að fylgja eftir siðferðislegum viðmiðum sem eru svo einföld – börn og almennir borarar skulu aldrei vera skotmörk. Greining okkar sýnir svo ekki verður um villst að ástandið er að versna hvað snertir börn og að alþjóðasamfélagið leyfir þessum harmleik að eiga sér stað. Á hverjum degi verða börn fyrir árásum vegna þess að vopnaðar sveitir og herir virða ekki alþjóðalög og -samninga. Aðferðir eins og notkun efnavopna og nauðganir eru notaðar sem vopn í stríði og stríðsglæpir framdir án refsinga,“ segir Thorning-Schmidt.
Börn og uppeldi Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira