Kulnun í starfi vaxandi vandamál Jóhann K. Jóhannsson skrifar 15. febrúar 2019 20:00 Þrjátíu til þrjátíu og fimm prósent þeirra sem hafa leitað sér aðstoðar í heilbrigðiskerfinu vegna kulnunar í starfi hafa ekki snúið aftur á vinnumarkaðinn. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn í Svíþjóð og er unnin af íslenskum prófessor. Kulnun í starfi er vaxandi vandamál í íslensku þjóðfélagi og sést það einna helst í ásókn launþega í styrktarsjóði hjá stéttarfélögum á vinnumarkaði og vinnuslys opinberra starfsmanna fer fjölgandi. Ingibjörg Jónsdóttir, prófessor og forstöðumaður streiturannsóknarstofnunar Gautaborgar í Svíþjóð vinnur að rannsókn um kulnun í starfi og hefur í tæpan áratug fylgt eftir einstaklingum sem hafa leitað sér hjálpar vegna kulnunar.Ingibjörg Jónsdóttir, prófessor og forstöðumaður streiturannsóknarstofnunar Gautborgar greindi frá niðurstöðum rannsóknar sem hún hefur unnið að um kulnun í starfi.Vísir/Sigurjón30-35% þeirra sem leitað sér hafa hjálpar vegna kulnunar hafa ekki snúið til baka „Helstu niðurstöður hvað varðar sjúklinga sem að hafa orðið fyrir kulnun eru áhyggjuefni mundi ég segja vegna þess að við höfum verið að fylgja eftir sjúklingum í sjö ár eftir að þeir sóttu hjálpar í heilbrigðiskerfinu og við erum að sjá að hluti þessa fólks, 30 til 35% eru bara ekki búin að ná sér,“ segir Ingibjörg. Ingibjörg ræddi niðurstöður sínar á málþingi sem BSRB stóð fyrir í dag en streituvaldar í atvinnulífinu með áherslu á skilyrði á vinnustað, vinnuhópa og einstaklinga var til umfjöllunar auk orsakavalda og einkenni kulnunar ásamt úrræðum á sviði forvarna og meðferðar.Ingibjörg Jónsdóttir, prófessor og forstöðumaður streiturannsóknardeildar Gautaborgar á málþingi um kulnun í starfi.Vísir/SigurjónKulnun viðurkennt vandamál hjá atvinnurekendum „Já, umræðan hefur verið mjög mikil og ég held að allir séu sammála um að það þurfi að grípa til aðgerða til þess að reyna að fyrirbyggja þennan mikla vanda. Hins vegar eins og kom svo skýrt fram í erindi Ingibjargar í morgun að þá erum við kannski líka að skilgreina streitu sem kulnun og við verðum að varast að falla í þá gryfju," segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Verkalýðsfélagið stóð fyrir málþingi um kulnun í starfi í dag.Vísir/Stöð 2Hvað hópur er líklegastur til þess að fá kulnun í starf? Það er fyrst og fremst fólk sem er að vinna með fólk. Fólk innan heilbrigðisþjónustunnar, þetta eru kennarar, háskólastarfsmenn, stjórnendur og þeir sem eru að vinna innan félagsþjónustunnar," segir Ingibjörg.En er kulnun eitthvað nýtt í samfélaginu?„Þetta er ekkert nýtt,“ segir Ingibjörg að lokum. Félagsmál Heilbrigðismál Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Erum að vakna upp við vondan draum Rannsóknir í Evrópu og í Bandaríkjunum benda til að hátt í 60 prósent forfalla á vinnumarkaði megi rekja til streitu. Engin ástæða er til að halda að annað gildi um íslenskan vinnumarkað. 13. desember 2018 08:00 Allt að 35% þeirra sem fá kulnun í starfi hafa ekki náð sér samkvæmt nýrri rannsókn "Helstu niðurstöður hvað varðar sjúklinga sem að hafa orðið fyrir kulnun eru áhyggjuefni vegna þess að við höfum verið að fylgja eftir sjúklingum í sjö ár eftir að þeir sóttu hjálpar í heilbrigðiskerfinu og við erum að sjá að hluti þessa fólks, 30 til 35% eru bara ekki búin að ná sér,“ segir prófessor og forstöðumaður streiturannsóknarstofnunar Gautaborgar 15. febrúar 2019 11:52 Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent Fleiri fréttir Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Sjá meira
Þrjátíu til þrjátíu og fimm prósent þeirra sem hafa leitað sér aðstoðar í heilbrigðiskerfinu vegna kulnunar í starfi hafa ekki snúið aftur á vinnumarkaðinn. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn í Svíþjóð og er unnin af íslenskum prófessor. Kulnun í starfi er vaxandi vandamál í íslensku þjóðfélagi og sést það einna helst í ásókn launþega í styrktarsjóði hjá stéttarfélögum á vinnumarkaði og vinnuslys opinberra starfsmanna fer fjölgandi. Ingibjörg Jónsdóttir, prófessor og forstöðumaður streiturannsóknarstofnunar Gautaborgar í Svíþjóð vinnur að rannsókn um kulnun í starfi og hefur í tæpan áratug fylgt eftir einstaklingum sem hafa leitað sér hjálpar vegna kulnunar.Ingibjörg Jónsdóttir, prófessor og forstöðumaður streiturannsóknarstofnunar Gautborgar greindi frá niðurstöðum rannsóknar sem hún hefur unnið að um kulnun í starfi.Vísir/Sigurjón30-35% þeirra sem leitað sér hafa hjálpar vegna kulnunar hafa ekki snúið til baka „Helstu niðurstöður hvað varðar sjúklinga sem að hafa orðið fyrir kulnun eru áhyggjuefni mundi ég segja vegna þess að við höfum verið að fylgja eftir sjúklingum í sjö ár eftir að þeir sóttu hjálpar í heilbrigðiskerfinu og við erum að sjá að hluti þessa fólks, 30 til 35% eru bara ekki búin að ná sér,“ segir Ingibjörg. Ingibjörg ræddi niðurstöður sínar á málþingi sem BSRB stóð fyrir í dag en streituvaldar í atvinnulífinu með áherslu á skilyrði á vinnustað, vinnuhópa og einstaklinga var til umfjöllunar auk orsakavalda og einkenni kulnunar ásamt úrræðum á sviði forvarna og meðferðar.Ingibjörg Jónsdóttir, prófessor og forstöðumaður streiturannsóknardeildar Gautaborgar á málþingi um kulnun í starfi.Vísir/SigurjónKulnun viðurkennt vandamál hjá atvinnurekendum „Já, umræðan hefur verið mjög mikil og ég held að allir séu sammála um að það þurfi að grípa til aðgerða til þess að reyna að fyrirbyggja þennan mikla vanda. Hins vegar eins og kom svo skýrt fram í erindi Ingibjargar í morgun að þá erum við kannski líka að skilgreina streitu sem kulnun og við verðum að varast að falla í þá gryfju," segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Verkalýðsfélagið stóð fyrir málþingi um kulnun í starfi í dag.Vísir/Stöð 2Hvað hópur er líklegastur til þess að fá kulnun í starf? Það er fyrst og fremst fólk sem er að vinna með fólk. Fólk innan heilbrigðisþjónustunnar, þetta eru kennarar, háskólastarfsmenn, stjórnendur og þeir sem eru að vinna innan félagsþjónustunnar," segir Ingibjörg.En er kulnun eitthvað nýtt í samfélaginu?„Þetta er ekkert nýtt,“ segir Ingibjörg að lokum.
Félagsmál Heilbrigðismál Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Erum að vakna upp við vondan draum Rannsóknir í Evrópu og í Bandaríkjunum benda til að hátt í 60 prósent forfalla á vinnumarkaði megi rekja til streitu. Engin ástæða er til að halda að annað gildi um íslenskan vinnumarkað. 13. desember 2018 08:00 Allt að 35% þeirra sem fá kulnun í starfi hafa ekki náð sér samkvæmt nýrri rannsókn "Helstu niðurstöður hvað varðar sjúklinga sem að hafa orðið fyrir kulnun eru áhyggjuefni vegna þess að við höfum verið að fylgja eftir sjúklingum í sjö ár eftir að þeir sóttu hjálpar í heilbrigðiskerfinu og við erum að sjá að hluti þessa fólks, 30 til 35% eru bara ekki búin að ná sér,“ segir prófessor og forstöðumaður streiturannsóknarstofnunar Gautaborgar 15. febrúar 2019 11:52 Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent Fleiri fréttir Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Sjá meira
Erum að vakna upp við vondan draum Rannsóknir í Evrópu og í Bandaríkjunum benda til að hátt í 60 prósent forfalla á vinnumarkaði megi rekja til streitu. Engin ástæða er til að halda að annað gildi um íslenskan vinnumarkað. 13. desember 2018 08:00
Allt að 35% þeirra sem fá kulnun í starfi hafa ekki náð sér samkvæmt nýrri rannsókn "Helstu niðurstöður hvað varðar sjúklinga sem að hafa orðið fyrir kulnun eru áhyggjuefni vegna þess að við höfum verið að fylgja eftir sjúklingum í sjö ár eftir að þeir sóttu hjálpar í heilbrigðiskerfinu og við erum að sjá að hluti þessa fólks, 30 til 35% eru bara ekki búin að ná sér,“ segir prófessor og forstöðumaður streiturannsóknarstofnunar Gautaborgar 15. febrúar 2019 11:52