Líkurnar á verkföllum meiri eftir blaðamannafundinn Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 19. febrúar 2019 22:15 Forseti ASÍ hefði viljað sjá róttækari breytingar á skattkerfinu í þágu hinna lægst launuðu. Vísir/Vilhelm „Það eru ekki minni líkur á verkföllum eftir þennan dag en kröfur okkar snúa náttúrulega fyrst og fremst að atvinnurekendum og þeim verður þá bara fylgt eftir af meiri hörku,“ segir Drífa Snædal, forseti ASÍ í samtali við fréttastofu um framhaldið í kjaraviðræðunum. Drífa bjóst við því að stjórnvöld myndu ganga lengra í skattkerfisbreytingum en þau gerðu til að auka jöfnuð í samfélaginu. Drífa hefði fremur viljað sjá útfærsluna þannig að skattar yrðu hækkaðir á þá hæst launuðu til að lækka skatta á þá lægst launuðu. Það kemur henni á óvart að ekki hafi verið hróflað við tilfærslukerfum eins og barnabótum og vaxtabótum meira en þegar hafi verið gert. „Það er mjög auðveld leið til þess að koma stuðningi þangað sem hans er þörf,“ segir Drífa sem hefur lagt mikla áherslu á aðkomu stjórnvalda í yfirstandandi kjaraviðræðum.Nú þegar stjórnvöld hafa sýnt á spilin og verkalýðsforystan lýst yfir sárum vonbrigðum er þá eitthvað til þess að tala um með það fyrir augum að liðka fyrir viðræðunum? „Já, þau gætu náttúrulega komið með betri tillögur í skattamálum en ég sé ekki alveg hvernig framhaldið á þessum viðræðum á að vera,“ segir Drífa. Aðspurð um þær væntingar sem hún hafði fyrir fundinn segist Drífa hafa búist við að tillögurnar yrðu meðal annars skattalækkun upp á 15.000 krónur á mánuði í staðinn fyrir þær 6.760 krónu skattalækkun fyrir tekjulægstu hópana sem stjórnvöld hafa boðað. „Þau hafa vitað mjög vel hver okkar stefna er þannig að þau vissu svo sem alveg hvaða væntingar við höfðum,“ segir Drífa. Til þess að fjármagna skattkerfisbreytingarnar hyggjast stjórnvöld afnema samsköttun hjóna. Drífa segir að það sé í sjálfu sér ágætis jafnréttisaðgerð vegna þess að samsköttun hjóna nýtist fyrst og fremst tekjuhæstu karlmönnunum í samfélaginu. Alþingi Kjaramál Skattar og tollar Tengdar fréttir "Þetta er svigrúmið sem við höfum í skattalækkanir“ Fjármálaráðherra er ánægður með skattatillögur ríkisstjórnarinnar. 19. febrúar 2019 19:07 Logi ósáttur við fyrirhugaðar skattabreytingar: „Ekkert hróflað við ofurlaunum eða fjármagnstekjum“ Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar gagnrýnir fyrirhugaðar skattabreytingar ríkisstjórnarinnar á Facebook-síðu sinni nú fyrir skömmu. 19. febrúar 2019 18:04 Verkalýðsforystan lýsir miklum vonbrigðum og talar um smánarlegar skattalækkanir Formaður Eflingar segir að skattalækkunin sé smánarleg. 19. febrúar 2019 19:42 Tilkynntu um nýtt skattþrep fyrir lágtekjufólk Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, tilkynnti um nýtt skattþrep sem á að lækka skattbyrði lágtekjufólks. 19. febrúar 2019 17:16 Bein útsending: Fjármálaráðherra kynnir breytingar í skattamálum Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnir núna klukkan 17 fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar um breytingar í skattamálum á blaðamannafundi í fjármálaráðuneytinu. 19. febrúar 2019 16:30 Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Fleiri fréttir Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Sjá meira
„Það eru ekki minni líkur á verkföllum eftir þennan dag en kröfur okkar snúa náttúrulega fyrst og fremst að atvinnurekendum og þeim verður þá bara fylgt eftir af meiri hörku,“ segir Drífa Snædal, forseti ASÍ í samtali við fréttastofu um framhaldið í kjaraviðræðunum. Drífa bjóst við því að stjórnvöld myndu ganga lengra í skattkerfisbreytingum en þau gerðu til að auka jöfnuð í samfélaginu. Drífa hefði fremur viljað sjá útfærsluna þannig að skattar yrðu hækkaðir á þá hæst launuðu til að lækka skatta á þá lægst launuðu. Það kemur henni á óvart að ekki hafi verið hróflað við tilfærslukerfum eins og barnabótum og vaxtabótum meira en þegar hafi verið gert. „Það er mjög auðveld leið til þess að koma stuðningi þangað sem hans er þörf,“ segir Drífa sem hefur lagt mikla áherslu á aðkomu stjórnvalda í yfirstandandi kjaraviðræðum.Nú þegar stjórnvöld hafa sýnt á spilin og verkalýðsforystan lýst yfir sárum vonbrigðum er þá eitthvað til þess að tala um með það fyrir augum að liðka fyrir viðræðunum? „Já, þau gætu náttúrulega komið með betri tillögur í skattamálum en ég sé ekki alveg hvernig framhaldið á þessum viðræðum á að vera,“ segir Drífa. Aðspurð um þær væntingar sem hún hafði fyrir fundinn segist Drífa hafa búist við að tillögurnar yrðu meðal annars skattalækkun upp á 15.000 krónur á mánuði í staðinn fyrir þær 6.760 krónu skattalækkun fyrir tekjulægstu hópana sem stjórnvöld hafa boðað. „Þau hafa vitað mjög vel hver okkar stefna er þannig að þau vissu svo sem alveg hvaða væntingar við höfðum,“ segir Drífa. Til þess að fjármagna skattkerfisbreytingarnar hyggjast stjórnvöld afnema samsköttun hjóna. Drífa segir að það sé í sjálfu sér ágætis jafnréttisaðgerð vegna þess að samsköttun hjóna nýtist fyrst og fremst tekjuhæstu karlmönnunum í samfélaginu.
Alþingi Kjaramál Skattar og tollar Tengdar fréttir "Þetta er svigrúmið sem við höfum í skattalækkanir“ Fjármálaráðherra er ánægður með skattatillögur ríkisstjórnarinnar. 19. febrúar 2019 19:07 Logi ósáttur við fyrirhugaðar skattabreytingar: „Ekkert hróflað við ofurlaunum eða fjármagnstekjum“ Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar gagnrýnir fyrirhugaðar skattabreytingar ríkisstjórnarinnar á Facebook-síðu sinni nú fyrir skömmu. 19. febrúar 2019 18:04 Verkalýðsforystan lýsir miklum vonbrigðum og talar um smánarlegar skattalækkanir Formaður Eflingar segir að skattalækkunin sé smánarleg. 19. febrúar 2019 19:42 Tilkynntu um nýtt skattþrep fyrir lágtekjufólk Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, tilkynnti um nýtt skattþrep sem á að lækka skattbyrði lágtekjufólks. 19. febrúar 2019 17:16 Bein útsending: Fjármálaráðherra kynnir breytingar í skattamálum Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnir núna klukkan 17 fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar um breytingar í skattamálum á blaðamannafundi í fjármálaráðuneytinu. 19. febrúar 2019 16:30 Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Fleiri fréttir Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Sjá meira
"Þetta er svigrúmið sem við höfum í skattalækkanir“ Fjármálaráðherra er ánægður með skattatillögur ríkisstjórnarinnar. 19. febrúar 2019 19:07
Logi ósáttur við fyrirhugaðar skattabreytingar: „Ekkert hróflað við ofurlaunum eða fjármagnstekjum“ Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar gagnrýnir fyrirhugaðar skattabreytingar ríkisstjórnarinnar á Facebook-síðu sinni nú fyrir skömmu. 19. febrúar 2019 18:04
Verkalýðsforystan lýsir miklum vonbrigðum og talar um smánarlegar skattalækkanir Formaður Eflingar segir að skattalækkunin sé smánarleg. 19. febrúar 2019 19:42
Tilkynntu um nýtt skattþrep fyrir lágtekjufólk Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, tilkynnti um nýtt skattþrep sem á að lækka skattbyrði lágtekjufólks. 19. febrúar 2019 17:16
Bein útsending: Fjármálaráðherra kynnir breytingar í skattamálum Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnir núna klukkan 17 fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar um breytingar í skattamálum á blaðamannafundi í fjármálaráðuneytinu. 19. febrúar 2019 16:30