Segir að 600 ára gamalt málverk sé í raun á sextugsaldri: „Þetta er Bítla-greiðsla“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. febrúar 2019 23:22 Hluti málverksins. Mynd/National Gallery Listsagnfræðingurinn Cristopher Wright telur að málverk í eigu National Gallery safnsins í Lundúnum sem talið er að sé frá árinu 1450 hafi í raun verið málað á sjöunda áratug síðustu aldar. Maðurinn á málverkinu sé í raun með Bítla-hárgreiðslu. Sérfræðingar safnsins telja að myndin hafi verið máluð á vinnustofu hollenska málarans Rogier van der Weyden og sé sem slíkt ómetanlegt. Á málverkinu má sjá kirkjunnar mann lesandi texta en talið er líklegt að maðurinn sé dýrlingurinn Ivo, franskur prestur sem dó árið 1303. Wright segir að ýmislegt bendi til þess að verkið sé verk falsarans Eric Hebborn sem plataði listheiminn og uppboðshúsum árum saman með meistaralegum fölsunum á málverkum, meðal annars í sama stíl og verk eftir Rubens og Van Dyck.Málverkið í heild sinni.Mynd/National Gallery.Fyrst og fremst segir Wright að hárgreiðsla mannsins sé ekkert annað en Bítla-hárgreiðsla sem var vinsæl á þeim tíma sem Wright telur líklegt að verkið hafi verið málað. Þá sé textinn á pappírnum sem maðurinn að lesa ólæsilegt bull. Segir Wright á þeim tíma sem málverkið er sagt hafa verið málað hafi listmálarar aðeins málað texta sem hægt væri að lesa. Þá bendir hann á að safnið hafi sjálft komist að þeirri niðurstöðu að ramminn utan um málverki sé um 50 árum yngri en málverkið sjálft. Það segir Wright að geti bent til þess að Hebborn hafi málað verkið. Hann hafi gjarnað notað gamla striga og hafi allt eins getað notað gamalt húsgagn til þess að útbúa rammann. Þá segir Wright að hetta á hempu mannsins sé afar undarleg auk þess sem að finna megi ör á andliti mannsins sem sé ansi nútímalegt í útliti. Þetta og meira til bendi til þess að málverkið sé mun yngra en safnið telur það vera. Safnið hafnar fullyrðingum Wright og segir að enginn grundvöllur sé fyrir þeim. Yfirgæfandi líkur séu á því að það sé frá þeim tíma sem safnið telur að það sé frá. Skrár séu til um málverkið frá 1801 sem raktar hafi verið til nútímans.Umfjöllun Guardian um fullyrðingar Wright. Bretland Myndlist Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Sjá meira
Listsagnfræðingurinn Cristopher Wright telur að málverk í eigu National Gallery safnsins í Lundúnum sem talið er að sé frá árinu 1450 hafi í raun verið málað á sjöunda áratug síðustu aldar. Maðurinn á málverkinu sé í raun með Bítla-hárgreiðslu. Sérfræðingar safnsins telja að myndin hafi verið máluð á vinnustofu hollenska málarans Rogier van der Weyden og sé sem slíkt ómetanlegt. Á málverkinu má sjá kirkjunnar mann lesandi texta en talið er líklegt að maðurinn sé dýrlingurinn Ivo, franskur prestur sem dó árið 1303. Wright segir að ýmislegt bendi til þess að verkið sé verk falsarans Eric Hebborn sem plataði listheiminn og uppboðshúsum árum saman með meistaralegum fölsunum á málverkum, meðal annars í sama stíl og verk eftir Rubens og Van Dyck.Málverkið í heild sinni.Mynd/National Gallery.Fyrst og fremst segir Wright að hárgreiðsla mannsins sé ekkert annað en Bítla-hárgreiðsla sem var vinsæl á þeim tíma sem Wright telur líklegt að verkið hafi verið málað. Þá sé textinn á pappírnum sem maðurinn að lesa ólæsilegt bull. Segir Wright á þeim tíma sem málverkið er sagt hafa verið málað hafi listmálarar aðeins málað texta sem hægt væri að lesa. Þá bendir hann á að safnið hafi sjálft komist að þeirri niðurstöðu að ramminn utan um málverki sé um 50 árum yngri en málverkið sjálft. Það segir Wright að geti bent til þess að Hebborn hafi málað verkið. Hann hafi gjarnað notað gamla striga og hafi allt eins getað notað gamalt húsgagn til þess að útbúa rammann. Þá segir Wright að hetta á hempu mannsins sé afar undarleg auk þess sem að finna megi ör á andliti mannsins sem sé ansi nútímalegt í útliti. Þetta og meira til bendi til þess að málverkið sé mun yngra en safnið telur það vera. Safnið hafnar fullyrðingum Wright og segir að enginn grundvöllur sé fyrir þeim. Yfirgæfandi líkur séu á því að það sé frá þeim tíma sem safnið telur að það sé frá. Skrár séu til um málverkið frá 1801 sem raktar hafi verið til nútímans.Umfjöllun Guardian um fullyrðingar Wright.
Bretland Myndlist Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Sjá meira