Segir tengdason sinn jafnvel hafa gengið á hnífinn Birgir Olgeirsson skrifar 6. febrúar 2019 17:53 Áttu atvik sem deilt er um sér stað í heimahúsi á Akranesi í nóvember síðastliðnum. Vísir/Egill Héraðssaksóknari hefur ákært konu fyrir tilraun til manndráps með því að hafa stungið tengdason sinn með hnífi í heimahúsi á Akranesi aðfaranótt 10. nóvember síðastliðinn. Konan hefur neitað sök við yfirheyrslu hjá lögreglu og heldur því fram að tengdasonurinn hafi jafnvel sjálfur gengið á hnífinn á meðan hún var við þrif í eldhúsinu.Maðurinn sagði við yfirheyrslu hjá lögreglu að konan hefði verið honum afar reið vegna þess að hringt var á lögreglu vegna ölvunar hennar á meðan hún gætti barnabarns síns, sem er dóttir mannsins. Hafi hann vaknað við það að konan stóð í herbergi hans og öskrað á hann. Þegar hann ætlaði að færa hana úr herberginu hafi hún stungið hann. Tekinn var fyrir krafa embættis héraðssaksóknara um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir konunni í Landsrétti í gær í ljósi þess að búið er að ákæra hana. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á kröfu saksóknara um að konan sæti gæsluvarðhaldi á meðan mál hennar er til meðferðar fyrir dómstólum, en þó eigi lengur en til fimmtudagsins 28. febrúar næstkomandi. Var sá úrskurður kærður til Landsréttar sem staðfesti úrskurðinn í gær. Dómari í Héraðsdómi Reykjavíkur var sammála áliti saksóknara að konan væri undir sterkum grun um tilraun til manndráps sem getur varðað fangelsisvist ekki skemur en fimm ár eða ævilangt. Í gæsluvarðhaldsúrskurðinum kemur fram að konan neiti sök en hún sagðist hafa verið inni í eldhúsi umrætt kvöld að þrífa þegar hún hafi tekið eftir tengdasyni sínum fyrir aftan sig. Konan hélt því fram við yfirheyrslu að hún hefði snúið sér við með stóran hníf í hendinni. Hún hafi ekki munað eftir því hvernig hún hélt á hnífnum en talið það hafa verið í hæð við vaskinn. Hún hafi þá tekið eftir því að tengdasyninum blæddi og hún hafi jafnvel talið að hann hefði sjálfur labbað að sér og farið á hnífinn. Lögreglan segir að konunni og tengdasyninum beri ekki saman um atvik máls, en framburður tengdasonarins eigi sér að mörgu leyti stoð í gögnum málsins.Áður hafði Vísir greint frá fyrir gæsluvarðhaldsúrskurði yfir konunni en þar kom fram að konan væri grunuð um að hafa fjarlægt bæði síma og spjaldtölvu mannsins á meðan hann svaf ásamt því að hafa stungið á hjólbarða bíls hans. Lögreglan taldi sterkan grun um að konan hafi ætlað sér að hindra manninn í að komast af vettvangi og að hún hafi verið byrjuð að hreinsa vettvanginn eða koma sönnunargögnum undan en í bifreiðinni fyrir utan húsið fannst hnífur og blóðug föt. Akranes Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Grunuð um að hafa reynt að drepa tengdason sinn og afmá verksummerki Einnig grunuð um að hafa stungið á hjólbarða bíls til að varna því að maðurinn kæmist í burtu. 22. nóvember 2018 16:34 Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Fleiri fréttir Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Sjá meira
Héraðssaksóknari hefur ákært konu fyrir tilraun til manndráps með því að hafa stungið tengdason sinn með hnífi í heimahúsi á Akranesi aðfaranótt 10. nóvember síðastliðinn. Konan hefur neitað sök við yfirheyrslu hjá lögreglu og heldur því fram að tengdasonurinn hafi jafnvel sjálfur gengið á hnífinn á meðan hún var við þrif í eldhúsinu.Maðurinn sagði við yfirheyrslu hjá lögreglu að konan hefði verið honum afar reið vegna þess að hringt var á lögreglu vegna ölvunar hennar á meðan hún gætti barnabarns síns, sem er dóttir mannsins. Hafi hann vaknað við það að konan stóð í herbergi hans og öskrað á hann. Þegar hann ætlaði að færa hana úr herberginu hafi hún stungið hann. Tekinn var fyrir krafa embættis héraðssaksóknara um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir konunni í Landsrétti í gær í ljósi þess að búið er að ákæra hana. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á kröfu saksóknara um að konan sæti gæsluvarðhaldi á meðan mál hennar er til meðferðar fyrir dómstólum, en þó eigi lengur en til fimmtudagsins 28. febrúar næstkomandi. Var sá úrskurður kærður til Landsréttar sem staðfesti úrskurðinn í gær. Dómari í Héraðsdómi Reykjavíkur var sammála áliti saksóknara að konan væri undir sterkum grun um tilraun til manndráps sem getur varðað fangelsisvist ekki skemur en fimm ár eða ævilangt. Í gæsluvarðhaldsúrskurðinum kemur fram að konan neiti sök en hún sagðist hafa verið inni í eldhúsi umrætt kvöld að þrífa þegar hún hafi tekið eftir tengdasyni sínum fyrir aftan sig. Konan hélt því fram við yfirheyrslu að hún hefði snúið sér við með stóran hníf í hendinni. Hún hafi ekki munað eftir því hvernig hún hélt á hnífnum en talið það hafa verið í hæð við vaskinn. Hún hafi þá tekið eftir því að tengdasyninum blæddi og hún hafi jafnvel talið að hann hefði sjálfur labbað að sér og farið á hnífinn. Lögreglan segir að konunni og tengdasyninum beri ekki saman um atvik máls, en framburður tengdasonarins eigi sér að mörgu leyti stoð í gögnum málsins.Áður hafði Vísir greint frá fyrir gæsluvarðhaldsúrskurði yfir konunni en þar kom fram að konan væri grunuð um að hafa fjarlægt bæði síma og spjaldtölvu mannsins á meðan hann svaf ásamt því að hafa stungið á hjólbarða bíls hans. Lögreglan taldi sterkan grun um að konan hafi ætlað sér að hindra manninn í að komast af vettvangi og að hún hafi verið byrjuð að hreinsa vettvanginn eða koma sönnunargögnum undan en í bifreiðinni fyrir utan húsið fannst hnífur og blóðug föt.
Akranes Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Grunuð um að hafa reynt að drepa tengdason sinn og afmá verksummerki Einnig grunuð um að hafa stungið á hjólbarða bíls til að varna því að maðurinn kæmist í burtu. 22. nóvember 2018 16:34 Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Fleiri fréttir Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Sjá meira
Grunuð um að hafa reynt að drepa tengdason sinn og afmá verksummerki Einnig grunuð um að hafa stungið á hjólbarða bíls til að varna því að maðurinn kæmist í burtu. 22. nóvember 2018 16:34