Seildist eftir handsprengju sem sprakk í höndunum á honum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. febrúar 2019 19:57 Ljósmyndarinn var í óða önn að taka ljósmyndir af óeirðunum sem voru fyrir fram franska þinghúsið þegar atvikið gerðist. Vísir/ap Ljósmyndari sem myndaði laugardagsmótmælin í París sem kennd eru við gul öryggisvesti tók upp handsprengju til að forða því að hún myndi springa inn í mannmergðinni en við það sprakk hún í höndunum á honum með þeim afleiðingum að hann missti aðra höndina. Þetta kemur fram í frönskum fjölmiðlum. Ljósmyndarinn var í óða önn að taka ljósmyndir af óeirðunum sem voru fyrir fram franska þinghúsið þegar atvikið gerðist. Þegar lögreglan reyndi að brjóta mótmælin á bak aftur fékk ljósmyndarinn handsprengju í fótinn, sagði einn af sjónvarvottum í samtali við fréttastofu AFP. Ljósmyndarinn hafi þá samstundis tekið þá ákvörðun að ná handsprengjunni og kasta henni í burtu til að forða sjálfum sér og fólki í kringum hann frá sprengingu en hún sprakk í höndunum á honum um leið og hann tók hana upp. „Við tókum hann afsíðis og kölluðum eftir lækni. Þetta var ekki fögur sjón; hann æpti upp yfir sig af sársauka, hann hafði enga fingur og í raun var ekki mikið fyrir neðan úlnlið hans.“Eldur borinn að heimili þingforsetans Þúsundir fylktu liði í Frakklandi í dag til að mótmæla efnahagsstefnu yfirvalda en þetta er þrettánda helgin í röð sem mótmælendur þramma um götur Frakklands klæddir gulum öryggisvestum til að knýja á um breytingar. Auk sprengingarinnar var borinn eldur að heimili Richards Ferrands forseta franska þjóðþingsins. Hann birti ljósmynd af stofunni sinni á Twitter sem voru brunarústir einar eftir íkveikjuna. „Það er ekkert sem réttlætir ógnanir og ofbeldi í garð þjóðkjörins fulltrúa lýðveldisisins,“ segir Ferrand."Rien ne justifie les intimidations, rien ne justifie les violences et les dégradations."https://t.co/xGaQYvxXPa pic.twitter.com/oGA4DlifRD— Richard Ferrand (@RichardFerrand) February 8, 2019 Frakkland Tengdar fréttir Macron ávarpar þjóðina: Lofar að hækka lágmarkslaun og gera breytingar á skattkerfinu Macron ætlar að hækka laun þeirra lægst launuðu um hundrað Evrur í hverjum mánuði frá ársbyrjun 2019 og þá hyggst hann hætta við ætlaða skattahækkun á eftirlaunaþega. 10. desember 2018 19:50 „Gulu vestin“ hyggjast bjóða fram til Evrópuþingsins Hreyfingin hefur tilkynnt um tíu frambjóðendur og að vonir standi til að 79 verði á framboðslistanum þegar upp er staðið. 24. janúar 2019 23:54 Gulstakkar mættu í sendiráð Íslands í París Óskuðu eftir áliti íslenskra stjórnvalda á aðgerðum þeirra. 30. janúar 2019 11:35 Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Fleiri fréttir Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Sjá meira
Ljósmyndari sem myndaði laugardagsmótmælin í París sem kennd eru við gul öryggisvesti tók upp handsprengju til að forða því að hún myndi springa inn í mannmergðinni en við það sprakk hún í höndunum á honum með þeim afleiðingum að hann missti aðra höndina. Þetta kemur fram í frönskum fjölmiðlum. Ljósmyndarinn var í óða önn að taka ljósmyndir af óeirðunum sem voru fyrir fram franska þinghúsið þegar atvikið gerðist. Þegar lögreglan reyndi að brjóta mótmælin á bak aftur fékk ljósmyndarinn handsprengju í fótinn, sagði einn af sjónvarvottum í samtali við fréttastofu AFP. Ljósmyndarinn hafi þá samstundis tekið þá ákvörðun að ná handsprengjunni og kasta henni í burtu til að forða sjálfum sér og fólki í kringum hann frá sprengingu en hún sprakk í höndunum á honum um leið og hann tók hana upp. „Við tókum hann afsíðis og kölluðum eftir lækni. Þetta var ekki fögur sjón; hann æpti upp yfir sig af sársauka, hann hafði enga fingur og í raun var ekki mikið fyrir neðan úlnlið hans.“Eldur borinn að heimili þingforsetans Þúsundir fylktu liði í Frakklandi í dag til að mótmæla efnahagsstefnu yfirvalda en þetta er þrettánda helgin í röð sem mótmælendur þramma um götur Frakklands klæddir gulum öryggisvestum til að knýja á um breytingar. Auk sprengingarinnar var borinn eldur að heimili Richards Ferrands forseta franska þjóðþingsins. Hann birti ljósmynd af stofunni sinni á Twitter sem voru brunarústir einar eftir íkveikjuna. „Það er ekkert sem réttlætir ógnanir og ofbeldi í garð þjóðkjörins fulltrúa lýðveldisisins,“ segir Ferrand."Rien ne justifie les intimidations, rien ne justifie les violences et les dégradations."https://t.co/xGaQYvxXPa pic.twitter.com/oGA4DlifRD— Richard Ferrand (@RichardFerrand) February 8, 2019
Frakkland Tengdar fréttir Macron ávarpar þjóðina: Lofar að hækka lágmarkslaun og gera breytingar á skattkerfinu Macron ætlar að hækka laun þeirra lægst launuðu um hundrað Evrur í hverjum mánuði frá ársbyrjun 2019 og þá hyggst hann hætta við ætlaða skattahækkun á eftirlaunaþega. 10. desember 2018 19:50 „Gulu vestin“ hyggjast bjóða fram til Evrópuþingsins Hreyfingin hefur tilkynnt um tíu frambjóðendur og að vonir standi til að 79 verði á framboðslistanum þegar upp er staðið. 24. janúar 2019 23:54 Gulstakkar mættu í sendiráð Íslands í París Óskuðu eftir áliti íslenskra stjórnvalda á aðgerðum þeirra. 30. janúar 2019 11:35 Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Fleiri fréttir Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Sjá meira
Macron ávarpar þjóðina: Lofar að hækka lágmarkslaun og gera breytingar á skattkerfinu Macron ætlar að hækka laun þeirra lægst launuðu um hundrað Evrur í hverjum mánuði frá ársbyrjun 2019 og þá hyggst hann hætta við ætlaða skattahækkun á eftirlaunaþega. 10. desember 2018 19:50
„Gulu vestin“ hyggjast bjóða fram til Evrópuþingsins Hreyfingin hefur tilkynnt um tíu frambjóðendur og að vonir standi til að 79 verði á framboðslistanum þegar upp er staðið. 24. janúar 2019 23:54
Gulstakkar mættu í sendiráð Íslands í París Óskuðu eftir áliti íslenskra stjórnvalda á aðgerðum þeirra. 30. janúar 2019 11:35