Starfskjaranefnd OR ákvarðar sér 25 þúsund á tímann Sigurður Mikael Jónsson skrifar 30. janúar 2019 06:00 Sigríður Rut Júlíusdóttir, formaður starfskjaranefndar OR. Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkti í síðasta mánuði að laun nefndarmanna starfskjaranefndar fyrirtækisins verði 25 þúsund krónur fyrir hvern unninn klukkutíma. Formaður þessarar þriggja manna nefndar fær sömu þóknun auk 50% álags, eða 37.500 krónur á tímann. Það er starfskjaranefnd sjálf sem leggur til hver laun nefndarmanna skulu vera. Sjálfstæðismenn í stjórn Orkuveitunnar hafa löngum deilt á starfskjaranefnd og sagt hana óþarfa peningasóun. Kjartan Magnússon, sem setið hefur í starfskjaranefnd, benti á það í Fréttablaðinu í fyrra að þessi þriggja manna nefnd hefði fyrst og fremst það verkefni að fjalla um kjör forstjóra og innri endurskoðanda OR. Hefur hann ítrekað bent á að stjórnar formaður og stjórn Orkuveitunnar geti vel séð um þessi verkefni. Sigríður Rut Júlíusdóttir, formaður starfskjaranefndar OR, lagði fram og kynnti tillögu nefndarinnar um laun nefndarmanna á stjórnarfundi OR í desember. Geir Guðjónsson, varamaður í stjórn OR, lagði á fundinum fram breytingartillögu um að lækka launin í 10 þúsund krónur fyrir hverja unna klukkustund. Sú tillaga var felld og tillaga nefndarinnar sjálfrar um eigin laun upp á 25 þúsund krónur á tímann samþykkt. Í fundargerð kemur fram að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í stjórn OR, Katrín Atladóttir og Björn Gíslason, hefðu ítrekað þá skoðun sína að ekki væri þörf á nefndinni. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Orkumál Stjórnsýsla Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkti í síðasta mánuði að laun nefndarmanna starfskjaranefndar fyrirtækisins verði 25 þúsund krónur fyrir hvern unninn klukkutíma. Formaður þessarar þriggja manna nefndar fær sömu þóknun auk 50% álags, eða 37.500 krónur á tímann. Það er starfskjaranefnd sjálf sem leggur til hver laun nefndarmanna skulu vera. Sjálfstæðismenn í stjórn Orkuveitunnar hafa löngum deilt á starfskjaranefnd og sagt hana óþarfa peningasóun. Kjartan Magnússon, sem setið hefur í starfskjaranefnd, benti á það í Fréttablaðinu í fyrra að þessi þriggja manna nefnd hefði fyrst og fremst það verkefni að fjalla um kjör forstjóra og innri endurskoðanda OR. Hefur hann ítrekað bent á að stjórnar formaður og stjórn Orkuveitunnar geti vel séð um þessi verkefni. Sigríður Rut Júlíusdóttir, formaður starfskjaranefndar OR, lagði fram og kynnti tillögu nefndarinnar um laun nefndarmanna á stjórnarfundi OR í desember. Geir Guðjónsson, varamaður í stjórn OR, lagði á fundinum fram breytingartillögu um að lækka launin í 10 þúsund krónur fyrir hverja unna klukkustund. Sú tillaga var felld og tillaga nefndarinnar sjálfrar um eigin laun upp á 25 þúsund krónur á tímann samþykkt. Í fundargerð kemur fram að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í stjórn OR, Katrín Atladóttir og Björn Gíslason, hefðu ítrekað þá skoðun sína að ekki væri þörf á nefndinni.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Orkumál Stjórnsýsla Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira