Oddný fundaði með Ágústi Ólafi í dag Jakob Bjarnar skrifar 31. janúar 2019 15:05 Fyrir liggur að Ágúst Ólafur ætlar ekki að segja af sér heldur mun mæta á næstunni í þingsalinn. visir/vilhelm Fyrir liggur að Ágúst Ólafur Ágústsson mun mæta aftur og taka sæti sitt á þingi. Þingmaður Samfylkingarinnar tók sér leyfi frá þingstörfum í kjölfar þess að trúnaðarnefnd Samfylkingar veitti honum áminningu eftir að erindi barst frá Báru Huld Beck blaðamanni sem greindi frá kynferðislegri áreitni af hans hálfu gagnvart sér. Ekki er vitað nákvæmlega hvenær Ágúst Ólafur mun birtast í þingsal en sjálfur hafði hann talað um að hann ætlaði sér að taka sér hlé frá þingmennsku í tvo mánuði. „Ég vil þess vegna skýra frá því að ég hef ákveðið að leita mér faglegrar aðstoðar vegna þessarar framkomu minnar. Ég tel einnig rétt að ganga lengra en trúnaðarnefndin leggur til og hef því óskað eftir launalausu leyfi frá þingstörfum í tvo mánuði,“ sagði Ágúst Ólafur í yfirlýsingu sem birtist 7. desember í fyrra. Sé miðað við það ætti Ágúst Ólafur mæta til starfa eftir viku. Fyrir liggur að þetta mál er þingflokknum afar erfitt og viðkvæmt en í því samhengi má nefna að þingmenn Samfylkingar hafa tekið afar einarða afstöðu gegn þingmönnum Miðflokksins eftir að Klaustur-málið kom upp og telja að þeim eigi ekki að vera vært á þinginu. Það er meðal annars á forsendum orða sem túlkuð hafa verið sem kvenfyrirlitning. Logi Einarsson, formaður flokksins, vildi ekkert um það segja hvort hann teldi að Ágústi Ólafi bæri að segja af sér vegna málsins, á sínum tíma. Ágúst Ólafur fundaði með Oddný G. Harðardóttur þingflokksformanni Samfylkingar í hádeginu í dag. Oddný vildi ekki tjá sig um þann fund þegar eftir því var leitað. Vísir hefur ítrekað reynt að ná tali af Ágústi Ólafi en hann hefur hvorki svarað síma né fyrirspurn í tölvupósti.Uppfært klukkan 16:45 Ekki er frágengið hvenær nákvæmlega Ágúst Ólafur mætir til starfa á nýjan leik, eins og segir í fréttinni. En, samkvæmt nýjum upplýsingum er þess ekki að vænta að hann komi eftir viku, eitthvað lengra mun vera í það. Kjördæmavika er haldin um miðjan febrúar og er búist við að Ágúst Ólafur mæti til starfa fljótlega eftir hana. Alþingi MeToo Samfylkingin Tengdar fréttir Ágúst Ólafur: Misræmið byggir á ólíkri upplifun Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir það aldrei hafa verið ætlun hans að rengja frásögn Báru eða draga úr hans hlut. 11. desember 2018 13:38 Helmingur Íslendinga vill afsögn Ágústs Ólafs Rúmlega 51 prósent landsmanna eru hlynnt afsögn Ágústs Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar. 10. janúar 2019 11:05 Stjórnarformaður Kjarnans segir hegðun Ágústs hafa verið niðrandi og óboðlega Biður fjölmiðla um að virða mörk blaðamannsins. 11. desember 2018 19:57 Vill ekki svara því hvort Ágúst Ólafur eigi að segja af sér Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, vill ekki tjá sig um þann mun á sem er á yfirlýsingum Ágústar Ólafs Ágústssonar, þingmanns flokksins, og Báru Huldar Beck, blaðamanns á Kjarnanum, á því hvað gerðist á skrifstofu Kjarnans þann 20. júní síðastliðinn. 11. desember 2018 12:28 Vill að mál Ágústs Ólafs fari fyrir siðanefnd Alþingis Nefndarmönnum í forsætisnefnd Alþingis hefur borist beiðni um mál Ágústs Ólafs Ágústssonar þingmanns Samfylkingarinnar fari fyrir siðanefnd Alþingis og fái þar með sömu meðferð og mál þingmannanna sex sem ræddu saman á Klausturbar í lok nóvember á síðasta ári. 21. janúar 2019 18:05 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Sjá meira
Fyrir liggur að Ágúst Ólafur Ágústsson mun mæta aftur og taka sæti sitt á þingi. Þingmaður Samfylkingarinnar tók sér leyfi frá þingstörfum í kjölfar þess að trúnaðarnefnd Samfylkingar veitti honum áminningu eftir að erindi barst frá Báru Huld Beck blaðamanni sem greindi frá kynferðislegri áreitni af hans hálfu gagnvart sér. Ekki er vitað nákvæmlega hvenær Ágúst Ólafur mun birtast í þingsal en sjálfur hafði hann talað um að hann ætlaði sér að taka sér hlé frá þingmennsku í tvo mánuði. „Ég vil þess vegna skýra frá því að ég hef ákveðið að leita mér faglegrar aðstoðar vegna þessarar framkomu minnar. Ég tel einnig rétt að ganga lengra en trúnaðarnefndin leggur til og hef því óskað eftir launalausu leyfi frá þingstörfum í tvo mánuði,“ sagði Ágúst Ólafur í yfirlýsingu sem birtist 7. desember í fyrra. Sé miðað við það ætti Ágúst Ólafur mæta til starfa eftir viku. Fyrir liggur að þetta mál er þingflokknum afar erfitt og viðkvæmt en í því samhengi má nefna að þingmenn Samfylkingar hafa tekið afar einarða afstöðu gegn þingmönnum Miðflokksins eftir að Klaustur-málið kom upp og telja að þeim eigi ekki að vera vært á þinginu. Það er meðal annars á forsendum orða sem túlkuð hafa verið sem kvenfyrirlitning. Logi Einarsson, formaður flokksins, vildi ekkert um það segja hvort hann teldi að Ágústi Ólafi bæri að segja af sér vegna málsins, á sínum tíma. Ágúst Ólafur fundaði með Oddný G. Harðardóttur þingflokksformanni Samfylkingar í hádeginu í dag. Oddný vildi ekki tjá sig um þann fund þegar eftir því var leitað. Vísir hefur ítrekað reynt að ná tali af Ágústi Ólafi en hann hefur hvorki svarað síma né fyrirspurn í tölvupósti.Uppfært klukkan 16:45 Ekki er frágengið hvenær nákvæmlega Ágúst Ólafur mætir til starfa á nýjan leik, eins og segir í fréttinni. En, samkvæmt nýjum upplýsingum er þess ekki að vænta að hann komi eftir viku, eitthvað lengra mun vera í það. Kjördæmavika er haldin um miðjan febrúar og er búist við að Ágúst Ólafur mæti til starfa fljótlega eftir hana.
Alþingi MeToo Samfylkingin Tengdar fréttir Ágúst Ólafur: Misræmið byggir á ólíkri upplifun Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir það aldrei hafa verið ætlun hans að rengja frásögn Báru eða draga úr hans hlut. 11. desember 2018 13:38 Helmingur Íslendinga vill afsögn Ágústs Ólafs Rúmlega 51 prósent landsmanna eru hlynnt afsögn Ágústs Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar. 10. janúar 2019 11:05 Stjórnarformaður Kjarnans segir hegðun Ágústs hafa verið niðrandi og óboðlega Biður fjölmiðla um að virða mörk blaðamannsins. 11. desember 2018 19:57 Vill ekki svara því hvort Ágúst Ólafur eigi að segja af sér Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, vill ekki tjá sig um þann mun á sem er á yfirlýsingum Ágústar Ólafs Ágústssonar, þingmanns flokksins, og Báru Huldar Beck, blaðamanns á Kjarnanum, á því hvað gerðist á skrifstofu Kjarnans þann 20. júní síðastliðinn. 11. desember 2018 12:28 Vill að mál Ágústs Ólafs fari fyrir siðanefnd Alþingis Nefndarmönnum í forsætisnefnd Alþingis hefur borist beiðni um mál Ágústs Ólafs Ágústssonar þingmanns Samfylkingarinnar fari fyrir siðanefnd Alþingis og fái þar með sömu meðferð og mál þingmannanna sex sem ræddu saman á Klausturbar í lok nóvember á síðasta ári. 21. janúar 2019 18:05 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Sjá meira
Ágúst Ólafur: Misræmið byggir á ólíkri upplifun Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir það aldrei hafa verið ætlun hans að rengja frásögn Báru eða draga úr hans hlut. 11. desember 2018 13:38
Helmingur Íslendinga vill afsögn Ágústs Ólafs Rúmlega 51 prósent landsmanna eru hlynnt afsögn Ágústs Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar. 10. janúar 2019 11:05
Stjórnarformaður Kjarnans segir hegðun Ágústs hafa verið niðrandi og óboðlega Biður fjölmiðla um að virða mörk blaðamannsins. 11. desember 2018 19:57
Vill ekki svara því hvort Ágúst Ólafur eigi að segja af sér Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, vill ekki tjá sig um þann mun á sem er á yfirlýsingum Ágústar Ólafs Ágústssonar, þingmanns flokksins, og Báru Huldar Beck, blaðamanns á Kjarnanum, á því hvað gerðist á skrifstofu Kjarnans þann 20. júní síðastliðinn. 11. desember 2018 12:28
Vill að mál Ágústs Ólafs fari fyrir siðanefnd Alþingis Nefndarmönnum í forsætisnefnd Alþingis hefur borist beiðni um mál Ágústs Ólafs Ágústssonar þingmanns Samfylkingarinnar fari fyrir siðanefnd Alþingis og fái þar með sömu meðferð og mál þingmannanna sex sem ræddu saman á Klausturbar í lok nóvember á síðasta ári. 21. janúar 2019 18:05