Vill ekki svara því hvort Ágúst Ólafur eigi að segja af sér Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. desember 2018 12:28 Logi Einarsson er formaður Samfylkingarinnar. Vísir/vilhelm Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, vill ekki tjá sig um þann mun á sem er á yfirlýsingum Ágústar Ólafs Ágústssonar, þingmanns flokksins, og Báru Huldar Beck, blaðamanns á Kjarnanum, á því hvað gerðist á skrifstofu Kjarnans þann 20. júní síðastliðinn. Ágúst Ólafur sendi frá sér yfirlýsingu á föstudagskvöld þar sem hann greindi frá því að hann væri farinn í tveggja mánaða leyfi frá þingstörfum. Ástæðan væri sú að hann hefði fengið áminningu frá trúnaðarnefnd flokksins vegna samskipta við konu í upphafi sumars. Greindi hann meðal annars frá því að hann hefði reynt að kyssa hana í tvígang en hún neitaði og að hann hefði þá brugðist afar illa við því. Umrædd kona er Bára Huld sem í dag sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hún segir Ágúst Ólaf gera mun minna úr því sem átti sér stað á milli þeirra en efni standa til. Þá greinir hún frá því að hún hafi ekki viljað að málið yrði gert opinbert en sú ákvörðun hafi verið úr hennar höndum þegar Ágúst Ólafur birti sína yfirlýsingu. Bára Huld leitaði til trúnaðarnefndar Samfylkingarinnar vegna málsins sem áminnti Ágúst Ólaf vegna hegðunar hans í lok nóvember. Logi segir að hann hafi í kjölfarið greint þingflokknum frá þeirri niðurstöðu og tilkynnt að hann ætlaði að stíga til hliðar í tvo mánuði til að leita sér aðstoðar. „Hann ákvað líka að gefa út yfirlýsingu sem er líka bara hans yfirlýsing og hann birti hana áður en við sáum hana fyrirfram. Hún kemur núna með sína yfirlýsingu og það er munur á þeim en þá er þetta lýsing tveggja málsaðila sem ég get ekki tjáð mig um með neinum hætti,“ segir Logi.Hvað viltu segja um stöðu Ágústar Ólafs í þingflokknum? Nú hafa margir kallað eftir því að Klaustursþingmennirnir sex segi af sér og manni finnst þetta kannski síst alvarlegra. Hún allavega sakar hann um grófa áreitni. Á Ágúst Ólafur ekki alveg eins að segja af sér? „Hann er í leyfi núna og er ekki á þingi og er að leita sér aðstoðar. Svo verðum við bara að sjá til. Hann verður auðvitað að horfa í eigin barm líka,“ segir Logi og heldur áfram: „Þrátt fyrir allt er ég ánægður með að við drifum í því að búa til svona trúnaðarnefnd sem getur tryggt fólki faglega og hlutlausa meðferð og ég vona að sem flestir flokkar geri það líka.“ Alþingi MeToo Tengdar fréttir Bára Huld segir Ágúst gera minna úr atvikinu en efni standa til Bára Huld Beck, blaðamaður á Kjarnanum, segist tilneidd til að greina frá rangfærslum í máli Ágústar Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar. 11. desember 2018 11:17 Samfylkingin tilkynnir mál Ágústar Ólafs ekki til siðanefndar Alþingis Mál Ágústar Ólafs Ágústssonar þingmanns verður ekki tilkynnt til siðanefndar Alþingis af hálfu Samylkingarinnar. 10. desember 2018 18:30 Í launalaust leyfi eftir að hafa orðið sér til „háborinnar skammar“ í samskiptum við konu Þetta gerir Ágúst eftir meðferð trúnaðarnefndar Samfylkingarinnar á málinu em konan tilkynnti það til nefndarinnar. 7. desember 2018 20:39 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, vill ekki tjá sig um þann mun á sem er á yfirlýsingum Ágústar Ólafs Ágústssonar, þingmanns flokksins, og Báru Huldar Beck, blaðamanns á Kjarnanum, á því hvað gerðist á skrifstofu Kjarnans þann 20. júní síðastliðinn. Ágúst Ólafur sendi frá sér yfirlýsingu á föstudagskvöld þar sem hann greindi frá því að hann væri farinn í tveggja mánaða leyfi frá þingstörfum. Ástæðan væri sú að hann hefði fengið áminningu frá trúnaðarnefnd flokksins vegna samskipta við konu í upphafi sumars. Greindi hann meðal annars frá því að hann hefði reynt að kyssa hana í tvígang en hún neitaði og að hann hefði þá brugðist afar illa við því. Umrædd kona er Bára Huld sem í dag sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hún segir Ágúst Ólaf gera mun minna úr því sem átti sér stað á milli þeirra en efni standa til. Þá greinir hún frá því að hún hafi ekki viljað að málið yrði gert opinbert en sú ákvörðun hafi verið úr hennar höndum þegar Ágúst Ólafur birti sína yfirlýsingu. Bára Huld leitaði til trúnaðarnefndar Samfylkingarinnar vegna málsins sem áminnti Ágúst Ólaf vegna hegðunar hans í lok nóvember. Logi segir að hann hafi í kjölfarið greint þingflokknum frá þeirri niðurstöðu og tilkynnt að hann ætlaði að stíga til hliðar í tvo mánuði til að leita sér aðstoðar. „Hann ákvað líka að gefa út yfirlýsingu sem er líka bara hans yfirlýsing og hann birti hana áður en við sáum hana fyrirfram. Hún kemur núna með sína yfirlýsingu og það er munur á þeim en þá er þetta lýsing tveggja málsaðila sem ég get ekki tjáð mig um með neinum hætti,“ segir Logi.Hvað viltu segja um stöðu Ágústar Ólafs í þingflokknum? Nú hafa margir kallað eftir því að Klaustursþingmennirnir sex segi af sér og manni finnst þetta kannski síst alvarlegra. Hún allavega sakar hann um grófa áreitni. Á Ágúst Ólafur ekki alveg eins að segja af sér? „Hann er í leyfi núna og er ekki á þingi og er að leita sér aðstoðar. Svo verðum við bara að sjá til. Hann verður auðvitað að horfa í eigin barm líka,“ segir Logi og heldur áfram: „Þrátt fyrir allt er ég ánægður með að við drifum í því að búa til svona trúnaðarnefnd sem getur tryggt fólki faglega og hlutlausa meðferð og ég vona að sem flestir flokkar geri það líka.“
Alþingi MeToo Tengdar fréttir Bára Huld segir Ágúst gera minna úr atvikinu en efni standa til Bára Huld Beck, blaðamaður á Kjarnanum, segist tilneidd til að greina frá rangfærslum í máli Ágústar Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar. 11. desember 2018 11:17 Samfylkingin tilkynnir mál Ágústar Ólafs ekki til siðanefndar Alþingis Mál Ágústar Ólafs Ágústssonar þingmanns verður ekki tilkynnt til siðanefndar Alþingis af hálfu Samylkingarinnar. 10. desember 2018 18:30 Í launalaust leyfi eftir að hafa orðið sér til „háborinnar skammar“ í samskiptum við konu Þetta gerir Ágúst eftir meðferð trúnaðarnefndar Samfylkingarinnar á málinu em konan tilkynnti það til nefndarinnar. 7. desember 2018 20:39 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Bára Huld segir Ágúst gera minna úr atvikinu en efni standa til Bára Huld Beck, blaðamaður á Kjarnanum, segist tilneidd til að greina frá rangfærslum í máli Ágústar Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar. 11. desember 2018 11:17
Samfylkingin tilkynnir mál Ágústar Ólafs ekki til siðanefndar Alþingis Mál Ágústar Ólafs Ágústssonar þingmanns verður ekki tilkynnt til siðanefndar Alþingis af hálfu Samylkingarinnar. 10. desember 2018 18:30
Í launalaust leyfi eftir að hafa orðið sér til „háborinnar skammar“ í samskiptum við konu Þetta gerir Ágúst eftir meðferð trúnaðarnefndar Samfylkingarinnar á málinu em konan tilkynnti það til nefndarinnar. 7. desember 2018 20:39