Móðir orðlaus að mynd um morðið á syni hennar hafi verið tilnefnd til Óskars Birgir Olgeirsson skrifar 23. janúar 2019 11:23 Jon Venables og Robert Thompson voru dæmdir fyrir morðið á hinum tveggja ára James Bulger. Vísir/Getty Móðir James Bulger, sem var tveggja ára gamall þegar hann var myrtur árið 1993, hefur gagnrýnt harðlega að leikin mynd um málið hafi verið tilnefnd til Óskarsverðlauna. Myndin heitir Detainment og er tilnefnd í flokki stuttmynda. Hún er þrjátíu mínútur að lengd og styðst við yfirheyrslu lögreglu yfir drengjunum tveimur sem voru tíu ára gamlir þegar þeir myrtu Bulger í Merseyside á Englandi. „Ég á erfitt með að koma í orð hversu misboðið mér er að þessi svokallaða mynd hafi verið gerð og tilnefnd til Óskarsverðlauna,“ sagði Denise Fergus á Twitter. This is all I want to say at present. pic.twitter.com/GbyshtVoa9— Denise Fergus (@Denise_fergus) January 22, 2019 Leikstjóri myndarinnar er Írinn Vincent Lambe sem hefur beðið Fergus afsökunar á að hafa ekki tilkynnt henni nógu snemma að hann ætlaði að gera myndina og beðið hana afsökunar á því hversu slæm áhrif gerð þessarar myndar hefur haft á sálarlíf hennar. Rúmlega 90 þúsund manns lögðu nafn sitt við áskorun þar sem Óskarsakademían var hvött til að dæma myndina úr leik. Ekki var orðið við þeirri áskorun og myndin tilnefnd til verðlauna. Eftir að tilkynnt var um tilnefninguna óskaði forseti Írlands, Michael D. Higgins, írskum kvikmyndagerðarmönnunum sem voru áberandi í tilnefningum til hamingju. Þar á meðal þeim sem komu að myndunum The Favourite, Late Afternoon og Detainment. "All those who appreciate Irish creativity will welcome the shortlist for the 2019 Oscars, which includes many Irish nominees. I send my congratulations to Robbie Ryan and to the teams behind The Favourite, Late Afternoon and Detainment, who all fully deserve this recognition."— President of Ireland (@PresidentIRL) January 22, 2019 Fergus sagði í viðtali í síðasta mánuði að hún teldi leikstjórann Vincent Lambe vera að nýta sér þennan harm til að koma sér á framfæri í kvikmyndageiranum. Hún hvatti fólk einnig til að hunsa þessa mynd algjörlega þar sem hún hefði verið gerð í óþökk aðstandenda. Hún hefur talað fyrir því að drengirnir sem myrtu son hennar fái harðari refsingu en þeir voru dæmdir til átta ára fangelsisvistar. Vincent Lambe hafði áður tjáð sig við BBC um myndina en hann sagðist ekki búast við því að fjölskyldu Bulgers þætti þessi mynd þægileg þar sem morðingjar Bulgers væru sýndir í mannlegu ljósi. „Ég vona samt að þau skilji hvers vegna myndin var gerð. Hún var gerð til að reyna að skilja hvers vegna 10 ára gamlir drengir fremja svona hræðilegan glæp. Ég er þeirrar skoðunar að ef við skiljum ekki af hverju þá eru líkur á að þetta gerist aftur,“ sagði Lambe. Hann bætti við að myndin hefði ekki verið gerð með von um fjárhagslegan gróða og hafði enginn það í huga við gerð hennar. Bretland England Morðið á James Bulger Óskarinn Tengdar fréttir Óskarinn: Hverjir komu á óvart, hverjir vinna og hverjir voru hunsaðir? Farið yfir tilnefningarnar til Óskarsverðlauna í ár. 23. janúar 2019 11:00 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Fleiri fréttir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Sjá meira
Móðir James Bulger, sem var tveggja ára gamall þegar hann var myrtur árið 1993, hefur gagnrýnt harðlega að leikin mynd um málið hafi verið tilnefnd til Óskarsverðlauna. Myndin heitir Detainment og er tilnefnd í flokki stuttmynda. Hún er þrjátíu mínútur að lengd og styðst við yfirheyrslu lögreglu yfir drengjunum tveimur sem voru tíu ára gamlir þegar þeir myrtu Bulger í Merseyside á Englandi. „Ég á erfitt með að koma í orð hversu misboðið mér er að þessi svokallaða mynd hafi verið gerð og tilnefnd til Óskarsverðlauna,“ sagði Denise Fergus á Twitter. This is all I want to say at present. pic.twitter.com/GbyshtVoa9— Denise Fergus (@Denise_fergus) January 22, 2019 Leikstjóri myndarinnar er Írinn Vincent Lambe sem hefur beðið Fergus afsökunar á að hafa ekki tilkynnt henni nógu snemma að hann ætlaði að gera myndina og beðið hana afsökunar á því hversu slæm áhrif gerð þessarar myndar hefur haft á sálarlíf hennar. Rúmlega 90 þúsund manns lögðu nafn sitt við áskorun þar sem Óskarsakademían var hvött til að dæma myndina úr leik. Ekki var orðið við þeirri áskorun og myndin tilnefnd til verðlauna. Eftir að tilkynnt var um tilnefninguna óskaði forseti Írlands, Michael D. Higgins, írskum kvikmyndagerðarmönnunum sem voru áberandi í tilnefningum til hamingju. Þar á meðal þeim sem komu að myndunum The Favourite, Late Afternoon og Detainment. "All those who appreciate Irish creativity will welcome the shortlist for the 2019 Oscars, which includes many Irish nominees. I send my congratulations to Robbie Ryan and to the teams behind The Favourite, Late Afternoon and Detainment, who all fully deserve this recognition."— President of Ireland (@PresidentIRL) January 22, 2019 Fergus sagði í viðtali í síðasta mánuði að hún teldi leikstjórann Vincent Lambe vera að nýta sér þennan harm til að koma sér á framfæri í kvikmyndageiranum. Hún hvatti fólk einnig til að hunsa þessa mynd algjörlega þar sem hún hefði verið gerð í óþökk aðstandenda. Hún hefur talað fyrir því að drengirnir sem myrtu son hennar fái harðari refsingu en þeir voru dæmdir til átta ára fangelsisvistar. Vincent Lambe hafði áður tjáð sig við BBC um myndina en hann sagðist ekki búast við því að fjölskyldu Bulgers þætti þessi mynd þægileg þar sem morðingjar Bulgers væru sýndir í mannlegu ljósi. „Ég vona samt að þau skilji hvers vegna myndin var gerð. Hún var gerð til að reyna að skilja hvers vegna 10 ára gamlir drengir fremja svona hræðilegan glæp. Ég er þeirrar skoðunar að ef við skiljum ekki af hverju þá eru líkur á að þetta gerist aftur,“ sagði Lambe. Hann bætti við að myndin hefði ekki verið gerð með von um fjárhagslegan gróða og hafði enginn það í huga við gerð hennar.
Bretland England Morðið á James Bulger Óskarinn Tengdar fréttir Óskarinn: Hverjir komu á óvart, hverjir vinna og hverjir voru hunsaðir? Farið yfir tilnefningarnar til Óskarsverðlauna í ár. 23. janúar 2019 11:00 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Fleiri fréttir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Sjá meira
Óskarinn: Hverjir komu á óvart, hverjir vinna og hverjir voru hunsaðir? Farið yfir tilnefningarnar til Óskarsverðlauna í ár. 23. janúar 2019 11:00