Shepherd var í júlí síðastliðinn dæmdur að honum fjarverandi í sex ára fangelsi fyrir manndráp af gáleysi. Var hann valdur að láti hinnar 24 ára Charlotte Brown.
Í yfirlýsingu frá bresku rannsóknarlögreglunni Scotland Yard segir að Jack Shepherd hafi verið handtekinn og væri nú í haldi lögreglunnar í Georgíu. Hafi hann gefið sig fram við lögreglu. Gefin hafði verið út alþjóðleg handtökuskipun á hendur honum og er nú unnið að því að fá hann framseldan til Bretlands.

Saksóknarar sögðu Shepherd hafa verið ölvaðan þegar hann stýrði bátnum og lenti í slysinu. Hvorki hann né Brown voru klædd í björgunarvesti þegar slysið varð og þau köstuðust þau bæði í ána. Shepherd tókst að bjarga sér en Brown drukknaði.