Alþingi ítrekað gengið fram hjá Siðfræðistofnun Háskóla Íslands Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 29. janúar 2019 07:30 Vilhjálmur Árnason (t.v.) stjórnarformaður Siðfræðistofnunar. Siðfræðistofnun Háskóla Íslands var ekki meðal þeirra sem velferðarnefnd Alþingis óskaði umsagna frá um frumvarp heilbrigðisráðherra um þungunarrof þegar umsagnarbeiðnir voru sendar út þann 13. desember síðastliðinn. Meðal þeirra sem fengu umsagnarbeiðnir voru fjölmörg trúar- og lífsskoðunarfélög. Haft var eftir Halldóru Mogensen í Fréttablaðinu á laugardaginn að beiðni um umsögn frá stofnuninni hefði verið ítrekuð og henni veittur tveggja vikna frestur til viðbótar til að senda umsögn. „Siðfræðistofnun var ekki sent frumvarpið til umsagnar fyrr en á föstudaginn var eftir að þingmenn sem staddir voru á ársfundi Siðfræðistofnunar heyrðu að stofnuninni hafði ekki verið sent frumvarpið til umsagnar,“ segir Vilhjálmur Árnason, stjórnarformaður stofnunarinnar. Halldóra segist ekki hafa vitað betur en Siðfræðistofnun hafi fengið beiðni um umsögn. „Þetta hefur hreinlega yfirsést og ég ætla að senda Siðfræðistofnun tölvupóst og biðja þau afsökunar á því að hafa talað um ítrekun þegar okkur í nefndinni hefur klárlega yfirsést að bæta þeim á listann.“ Sjá einnig: Halldóra segir kvenfrelsi ekki eiga heima í höndum trúaðraVilhjálmur segir þetta ekki í fyrsta skipti sem gengið hafi verið fram hjá stofnuninni með mál af þessu tagi, því að ekki hafi verið óskað umsagnar hennar um frumvarp um breytingu á lögum um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði en leitað hafi verið umsagna 55 aðila um það mál. Í því tilviki hafi raunar heldur ekki verið leitað umsagna Vísindasiðanefndar en umrædd lög eru starfsgrundvöllur nefndarinnar. Aðspurður segist Vilhjálmur ekki gera athugasemdir við að óskað sé umsagna frá trúfélögum um mál sem varðað geta siðferðileg álitamál en það skjóti skökku við að fremur sé leitað til þeirra en Siðfræðistofnunar. Í nýjum samningi sem forsætisráðherra gerði við Siðfræðistofnun um ráðgjöf til stjórnvalda í siðfræðilegum efnum er þess getið að hvert og eitt ráðuneyti auk Alþingis geti óskað ráðgjafar Siðfræðistofnunar um tiltekin mál, þar á meðal um fyrirhugaða lagasetningu. Í frumvarpi um þungunarrof eru þeir taldir sem ráðuneytið leitaði til við samningu frumvarpsins. Siðfræðistofnun er ekki þeirra á meðal. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Þungunarrof Tengdar fréttir Halldóra segir kvenfrelsi ekki eiga heima í höndum trúaðra Yfir 50 umsagnir bárust velferðarnefnd um þungunarrof. Trúaðir hafa mikinn áhuga á málinu en Siðfræðistofnun sendi ekki inn umsögn. Formaður nefndarinnar vill að nefndin fjalli um málið á grundvelli vandaðra gagna. 26. janúar 2019 07:00 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Siðfræðistofnun Háskóla Íslands var ekki meðal þeirra sem velferðarnefnd Alþingis óskaði umsagna frá um frumvarp heilbrigðisráðherra um þungunarrof þegar umsagnarbeiðnir voru sendar út þann 13. desember síðastliðinn. Meðal þeirra sem fengu umsagnarbeiðnir voru fjölmörg trúar- og lífsskoðunarfélög. Haft var eftir Halldóru Mogensen í Fréttablaðinu á laugardaginn að beiðni um umsögn frá stofnuninni hefði verið ítrekuð og henni veittur tveggja vikna frestur til viðbótar til að senda umsögn. „Siðfræðistofnun var ekki sent frumvarpið til umsagnar fyrr en á föstudaginn var eftir að þingmenn sem staddir voru á ársfundi Siðfræðistofnunar heyrðu að stofnuninni hafði ekki verið sent frumvarpið til umsagnar,“ segir Vilhjálmur Árnason, stjórnarformaður stofnunarinnar. Halldóra segist ekki hafa vitað betur en Siðfræðistofnun hafi fengið beiðni um umsögn. „Þetta hefur hreinlega yfirsést og ég ætla að senda Siðfræðistofnun tölvupóst og biðja þau afsökunar á því að hafa talað um ítrekun þegar okkur í nefndinni hefur klárlega yfirsést að bæta þeim á listann.“ Sjá einnig: Halldóra segir kvenfrelsi ekki eiga heima í höndum trúaðraVilhjálmur segir þetta ekki í fyrsta skipti sem gengið hafi verið fram hjá stofnuninni með mál af þessu tagi, því að ekki hafi verið óskað umsagnar hennar um frumvarp um breytingu á lögum um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði en leitað hafi verið umsagna 55 aðila um það mál. Í því tilviki hafi raunar heldur ekki verið leitað umsagna Vísindasiðanefndar en umrædd lög eru starfsgrundvöllur nefndarinnar. Aðspurður segist Vilhjálmur ekki gera athugasemdir við að óskað sé umsagna frá trúfélögum um mál sem varðað geta siðferðileg álitamál en það skjóti skökku við að fremur sé leitað til þeirra en Siðfræðistofnunar. Í nýjum samningi sem forsætisráðherra gerði við Siðfræðistofnun um ráðgjöf til stjórnvalda í siðfræðilegum efnum er þess getið að hvert og eitt ráðuneyti auk Alþingis geti óskað ráðgjafar Siðfræðistofnunar um tiltekin mál, þar á meðal um fyrirhugaða lagasetningu. Í frumvarpi um þungunarrof eru þeir taldir sem ráðuneytið leitaði til við samningu frumvarpsins. Siðfræðistofnun er ekki þeirra á meðal.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Þungunarrof Tengdar fréttir Halldóra segir kvenfrelsi ekki eiga heima í höndum trúaðra Yfir 50 umsagnir bárust velferðarnefnd um þungunarrof. Trúaðir hafa mikinn áhuga á málinu en Siðfræðistofnun sendi ekki inn umsögn. Formaður nefndarinnar vill að nefndin fjalli um málið á grundvelli vandaðra gagna. 26. janúar 2019 07:00 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Halldóra segir kvenfrelsi ekki eiga heima í höndum trúaðra Yfir 50 umsagnir bárust velferðarnefnd um þungunarrof. Trúaðir hafa mikinn áhuga á málinu en Siðfræðistofnun sendi ekki inn umsögn. Formaður nefndarinnar vill að nefndin fjalli um málið á grundvelli vandaðra gagna. 26. janúar 2019 07:00