Alþingi ítrekað gengið fram hjá Siðfræðistofnun Háskóla Íslands Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 29. janúar 2019 07:30 Vilhjálmur Árnason (t.v.) stjórnarformaður Siðfræðistofnunar. Siðfræðistofnun Háskóla Íslands var ekki meðal þeirra sem velferðarnefnd Alþingis óskaði umsagna frá um frumvarp heilbrigðisráðherra um þungunarrof þegar umsagnarbeiðnir voru sendar út þann 13. desember síðastliðinn. Meðal þeirra sem fengu umsagnarbeiðnir voru fjölmörg trúar- og lífsskoðunarfélög. Haft var eftir Halldóru Mogensen í Fréttablaðinu á laugardaginn að beiðni um umsögn frá stofnuninni hefði verið ítrekuð og henni veittur tveggja vikna frestur til viðbótar til að senda umsögn. „Siðfræðistofnun var ekki sent frumvarpið til umsagnar fyrr en á föstudaginn var eftir að þingmenn sem staddir voru á ársfundi Siðfræðistofnunar heyrðu að stofnuninni hafði ekki verið sent frumvarpið til umsagnar,“ segir Vilhjálmur Árnason, stjórnarformaður stofnunarinnar. Halldóra segist ekki hafa vitað betur en Siðfræðistofnun hafi fengið beiðni um umsögn. „Þetta hefur hreinlega yfirsést og ég ætla að senda Siðfræðistofnun tölvupóst og biðja þau afsökunar á því að hafa talað um ítrekun þegar okkur í nefndinni hefur klárlega yfirsést að bæta þeim á listann.“ Sjá einnig: Halldóra segir kvenfrelsi ekki eiga heima í höndum trúaðraVilhjálmur segir þetta ekki í fyrsta skipti sem gengið hafi verið fram hjá stofnuninni með mál af þessu tagi, því að ekki hafi verið óskað umsagnar hennar um frumvarp um breytingu á lögum um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði en leitað hafi verið umsagna 55 aðila um það mál. Í því tilviki hafi raunar heldur ekki verið leitað umsagna Vísindasiðanefndar en umrædd lög eru starfsgrundvöllur nefndarinnar. Aðspurður segist Vilhjálmur ekki gera athugasemdir við að óskað sé umsagna frá trúfélögum um mál sem varðað geta siðferðileg álitamál en það skjóti skökku við að fremur sé leitað til þeirra en Siðfræðistofnunar. Í nýjum samningi sem forsætisráðherra gerði við Siðfræðistofnun um ráðgjöf til stjórnvalda í siðfræðilegum efnum er þess getið að hvert og eitt ráðuneyti auk Alþingis geti óskað ráðgjafar Siðfræðistofnunar um tiltekin mál, þar á meðal um fyrirhugaða lagasetningu. Í frumvarpi um þungunarrof eru þeir taldir sem ráðuneytið leitaði til við samningu frumvarpsins. Siðfræðistofnun er ekki þeirra á meðal. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Þungunarrof Tengdar fréttir Halldóra segir kvenfrelsi ekki eiga heima í höndum trúaðra Yfir 50 umsagnir bárust velferðarnefnd um þungunarrof. Trúaðir hafa mikinn áhuga á málinu en Siðfræðistofnun sendi ekki inn umsögn. Formaður nefndarinnar vill að nefndin fjalli um málið á grundvelli vandaðra gagna. 26. janúar 2019 07:00 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Fleiri fréttir Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Sjá meira
Siðfræðistofnun Háskóla Íslands var ekki meðal þeirra sem velferðarnefnd Alþingis óskaði umsagna frá um frumvarp heilbrigðisráðherra um þungunarrof þegar umsagnarbeiðnir voru sendar út þann 13. desember síðastliðinn. Meðal þeirra sem fengu umsagnarbeiðnir voru fjölmörg trúar- og lífsskoðunarfélög. Haft var eftir Halldóru Mogensen í Fréttablaðinu á laugardaginn að beiðni um umsögn frá stofnuninni hefði verið ítrekuð og henni veittur tveggja vikna frestur til viðbótar til að senda umsögn. „Siðfræðistofnun var ekki sent frumvarpið til umsagnar fyrr en á föstudaginn var eftir að þingmenn sem staddir voru á ársfundi Siðfræðistofnunar heyrðu að stofnuninni hafði ekki verið sent frumvarpið til umsagnar,“ segir Vilhjálmur Árnason, stjórnarformaður stofnunarinnar. Halldóra segist ekki hafa vitað betur en Siðfræðistofnun hafi fengið beiðni um umsögn. „Þetta hefur hreinlega yfirsést og ég ætla að senda Siðfræðistofnun tölvupóst og biðja þau afsökunar á því að hafa talað um ítrekun þegar okkur í nefndinni hefur klárlega yfirsést að bæta þeim á listann.“ Sjá einnig: Halldóra segir kvenfrelsi ekki eiga heima í höndum trúaðraVilhjálmur segir þetta ekki í fyrsta skipti sem gengið hafi verið fram hjá stofnuninni með mál af þessu tagi, því að ekki hafi verið óskað umsagnar hennar um frumvarp um breytingu á lögum um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði en leitað hafi verið umsagna 55 aðila um það mál. Í því tilviki hafi raunar heldur ekki verið leitað umsagna Vísindasiðanefndar en umrædd lög eru starfsgrundvöllur nefndarinnar. Aðspurður segist Vilhjálmur ekki gera athugasemdir við að óskað sé umsagna frá trúfélögum um mál sem varðað geta siðferðileg álitamál en það skjóti skökku við að fremur sé leitað til þeirra en Siðfræðistofnunar. Í nýjum samningi sem forsætisráðherra gerði við Siðfræðistofnun um ráðgjöf til stjórnvalda í siðfræðilegum efnum er þess getið að hvert og eitt ráðuneyti auk Alþingis geti óskað ráðgjafar Siðfræðistofnunar um tiltekin mál, þar á meðal um fyrirhugaða lagasetningu. Í frumvarpi um þungunarrof eru þeir taldir sem ráðuneytið leitaði til við samningu frumvarpsins. Siðfræðistofnun er ekki þeirra á meðal.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Þungunarrof Tengdar fréttir Halldóra segir kvenfrelsi ekki eiga heima í höndum trúaðra Yfir 50 umsagnir bárust velferðarnefnd um þungunarrof. Trúaðir hafa mikinn áhuga á málinu en Siðfræðistofnun sendi ekki inn umsögn. Formaður nefndarinnar vill að nefndin fjalli um málið á grundvelli vandaðra gagna. 26. janúar 2019 07:00 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Fleiri fréttir Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Sjá meira
Halldóra segir kvenfrelsi ekki eiga heima í höndum trúaðra Yfir 50 umsagnir bárust velferðarnefnd um þungunarrof. Trúaðir hafa mikinn áhuga á málinu en Siðfræðistofnun sendi ekki inn umsögn. Formaður nefndarinnar vill að nefndin fjalli um málið á grundvelli vandaðra gagna. 26. janúar 2019 07:00