Innlent

Nánast enginn fái að kaupa í­búð

Bjarki Sigurðsson skrifar
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld. Vísir

Fasteignasali segir breytingar á lánaframboði gera stærstum hluta væntanlegra kaupenda ókleift að kaupa sér íbúð, þar með talið svo gott sem alla fyrstu kaupendur. Hann kallar eftir því að stjórnvöld bregðist við þegar í stað. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Sýnar á slaginu 18:30.

Rætt verður við formann Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði en veitingamenn eru uggandi yfir æ erfiðari rekstrarskilyrðum. Formaðurinn segir ekki lengur hægt að una við núverandi stöðu og hvetur stjórnvöld til að lækka álögur á áfengissölu veitingahúsa.

Við kíkjum á svokallaða pop up-sölu sem fór fram í Mosfellsbæ í dag á öllum varningi tengdum flugfélaginu Play.

Hornið á Louvre-safninu í París, þar sem þjófar brutust inn í síðustu viku, er orðið að vinsælum áfangastað ferðamanna. Við heyrum frá ferðamönnum í frönsku höfuðborginni. 

Svo verðum við í beinni frá tónlistarhátíðinni Heima-Skagi á Akranesi. 

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Sýnar og Vísis klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×