Samfélagsmiðlar og falsfréttir til umræðu í þjóðaröryggisráði Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. janúar 2019 14:10 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hefur sett þá ógn sem talið er að lýðræðinu stafi af samfélagsmiðlum og falsfréttum á dagskrá þjóðaröryggisráðs. vísir/vilhelm Samfélagsmiðlar og falsfréttir verða til umræðu á næsta fundi þjóðaröryggisráðs sem fram fer í febrúar. Þetta kom fram í máli Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Það var Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, sem spurði ráðherrann út í hvað stjórnvöld hyggist gera til að tryggja með sem bestum hætti að lýðræðinu hér á landi stafi ekki hætta af hulduaðilum sem kosta auglýsingar, og jafnvel falsfréttir, á samfélagsmiðlum í aðdraganda kosninga. Í fyrirspurn sinni vísaði Þorgerður Katrín í bréf Persónuverndar til íslenskra stjórnvalda þar sem stofnunin varar við þeim hættum sem steðja að lýðræðislegum kosningum, meðal annars vegna samfélagsmiðla víða um heim. Kom bréfið í kjölfar funda með Veru Jourová, dómsmálastjóra Evrópusambandsins, en skilaboð hennar til evrópskra persónuverndarforstjóra á fundinum voru þau að engar kosningar verða eins héðan í frá vegna samfélagsmiðla og misnotkunar á persónuverndarupplýsingum í gegnum þá. „Hér á landi kostuðu hulduaðilar auglýsingar í aðdraganda síðustu Alþingiskosninga. Hvort það voru íslenskir kjósendur, stjórnmálaflokkar, hagsmunaaðilar eða jafnvel erlend ríki, það vitum við ekki. Nú eru rúm tvö ár í kosningar. Hvað hyggst hæstvirtur forsætisráðherra gera til að tryggja með sem bestum hætti að lýðræðinu stafi ekki hætta af þessum hulduaðilum? Hvernig getum við komið í veg fyrir að þessir hulduaðilar fari ekki að leika sér að lýðræðinu?“ spurði Þorgerður Katrín á þingi í dag. Forsætisráðherra sagði að fundað yrði um málið í forsætisráðuneytinu í vikunni ásamt dómsmálaráðuneytinu sem er það sem ráðuneyti sem fer með framkvæmd kosninga. Hún sagði málið afar mikilvægt og sagði hugmynd Persónuverndar um að stofna samráðsvettvang um kosningar, sem lagt er til í bréfi stofnunarinnar, góða. Þá sagði Katrín að hún hefði sett málið á dagskrá næsta fundar þjóðaröryggisráðs. Hún gerði það síðan falsfréttir að umræðuefni. „Alls staðar erum við að sjá þessa eðlisbreytingu á pólitískri umræðu. Víða á Norðurlöndum eru skýr dæmi um falsfréttir, sem dreift hefur verið, ekki síst um innflytjendur og málefni innflytjenda. Þær eru ekki taldar koma utan frá heldur eiga sér uppsprettu heima í löndunum en byggja ekki á neinum staðreyndum og dreifast með ógnarhraða,“ sagði forsætisráðherra á þingi í dag. Alþingi Facebook Fjölmiðlar Persónuvernd Samfélagsmiðlar Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
Samfélagsmiðlar og falsfréttir verða til umræðu á næsta fundi þjóðaröryggisráðs sem fram fer í febrúar. Þetta kom fram í máli Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Það var Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, sem spurði ráðherrann út í hvað stjórnvöld hyggist gera til að tryggja með sem bestum hætti að lýðræðinu hér á landi stafi ekki hætta af hulduaðilum sem kosta auglýsingar, og jafnvel falsfréttir, á samfélagsmiðlum í aðdraganda kosninga. Í fyrirspurn sinni vísaði Þorgerður Katrín í bréf Persónuverndar til íslenskra stjórnvalda þar sem stofnunin varar við þeim hættum sem steðja að lýðræðislegum kosningum, meðal annars vegna samfélagsmiðla víða um heim. Kom bréfið í kjölfar funda með Veru Jourová, dómsmálastjóra Evrópusambandsins, en skilaboð hennar til evrópskra persónuverndarforstjóra á fundinum voru þau að engar kosningar verða eins héðan í frá vegna samfélagsmiðla og misnotkunar á persónuverndarupplýsingum í gegnum þá. „Hér á landi kostuðu hulduaðilar auglýsingar í aðdraganda síðustu Alþingiskosninga. Hvort það voru íslenskir kjósendur, stjórnmálaflokkar, hagsmunaaðilar eða jafnvel erlend ríki, það vitum við ekki. Nú eru rúm tvö ár í kosningar. Hvað hyggst hæstvirtur forsætisráðherra gera til að tryggja með sem bestum hætti að lýðræðinu stafi ekki hætta af þessum hulduaðilum? Hvernig getum við komið í veg fyrir að þessir hulduaðilar fari ekki að leika sér að lýðræðinu?“ spurði Þorgerður Katrín á þingi í dag. Forsætisráðherra sagði að fundað yrði um málið í forsætisráðuneytinu í vikunni ásamt dómsmálaráðuneytinu sem er það sem ráðuneyti sem fer með framkvæmd kosninga. Hún sagði málið afar mikilvægt og sagði hugmynd Persónuverndar um að stofna samráðsvettvang um kosningar, sem lagt er til í bréfi stofnunarinnar, góða. Þá sagði Katrín að hún hefði sett málið á dagskrá næsta fundar þjóðaröryggisráðs. Hún gerði það síðan falsfréttir að umræðuefni. „Alls staðar erum við að sjá þessa eðlisbreytingu á pólitískri umræðu. Víða á Norðurlöndum eru skýr dæmi um falsfréttir, sem dreift hefur verið, ekki síst um innflytjendur og málefni innflytjenda. Þær eru ekki taldar koma utan frá heldur eiga sér uppsprettu heima í löndunum en byggja ekki á neinum staðreyndum og dreifast með ógnarhraða,“ sagði forsætisráðherra á þingi í dag.
Alþingi Facebook Fjölmiðlar Persónuvernd Samfélagsmiðlar Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira