Norska stelpan fékk sama vaxtarhormón og Lionel Messi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. janúar 2019 12:00 Lionel Messi og Helene Marie Fossesholm. Mynd/Samsett/Getty og Instagram hjá Helene Marie Fossesholm Lionel Messi er fyrir löngu búinn að tryggja sér sæti í fámennum hópi bestu knattspyrnumanna sögunnar. Honum var gefið vaxtarhormón þegar hann var ungur og hafði án þeirra aldrei náð þangað sem hann er kominn í dag. Norðmenn benda á þessa staðreynd í umræðunni um framtíðarstjörnu sína í skíðagöngunni. Dagbladet segir frá. Norska skíðasambandið sendi frá sér fréttatilkynningu í gær þar sem kom fram að hin 17 ára gamla Helene Marie Fossesholm hefði fengið vaxtarhormón í þrjú ár. Helene Marie Fossesholm þurfti, eins og Lionel Messi, á þessum vaxtarhormínum að halda þar sem hún var mjög smávaxin í kringum ellefu ára aldurinn. Þegar Lionel Messi skrifaði undir fyrsta samning sinn við Barcelona aðeins þrettán ára gamall þá lofaði Barcelona að greiða fyrir umrædda hormónagjöf Messi. Félag Messi í Argentínu, Newell's Old Boys, var ekki tilbúið að greiða fyrir meðferðina. Loforð Barcelona þýddi að fjölskyldan flutti til Spánar og hann óx og dafnaði í La Masiu þeirra Börsunga. Fjölskyldu Fossesholm þótti það erfitt að þurfa að segja opinberlega frá meðferð stelpunnar en í tilkynningu norska sambandsins kom fram að farið var eftir öllum reglugerðum Alþjóðlyfjaeftirlitsins. WADE gefur undanþágur í tilfellum eins og þeim hjá Helene Marie Fossesholm og Lionel Messi. Lionel Messi náði á endanum 170 sentimetrum en Helene Marie Fossesholm er enn „bara“ 151 sentimetri á hæð. Hún var aftur á móti aðeins 137,5 sentimetrar á hæð þegar hún var þrettán og hálfs árs. Fossesholm þykir vera efnilegasta skíðagöngukona Norðmanna í áratug og margir hafa líkt henni við hina sigursælu Marit Björgen sem vann fimmtán verðlaun á Ólympíuleikum þar af átta gull. Meistaradeild Evrópu Ólympíuleikar Spænski boltinn Tengdar fréttir Gáfu framtíðarstjörnu Norðmanna vaxtarhormón í þrjú ár Norðmenn binda miklar væntingar til hinnar sautján ára gömlu Helene Marie Fossesholm og margir hafa gengið svo langt að kalla hana næstu Marit Björgen í skíðagöngu kvenna. 15. janúar 2019 10:30 Mest lesið Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Í beinni: Liverpool - Manchester United | Erkifjendur mætast í vetrarríki Enski boltinn Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Körfubolti Í beinni: Valur - Stjarnan | Toppliðið heimsækir meistarana sem eru við botninn Körfubolti Fleiri fréttir Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Í beinni: Liverpool - Manchester United | Erkifjendur mætast í vetrarríki ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Í beinni: Valur - Stjarnan | Toppliðið heimsækir meistarana sem eru við botninn Martin glímir við meiðsli í hásin Amorim segir leikmenn sína hrædda Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Allt er fertugum LeBron fært „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Dagskráin í dag: Toppslagur í NBA, lokaumferð NFL, Grindavík og margt fleira Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Karlalið Vals er lið ársins 2024 Björg Elín íþróttaeldhugi ársins Þórir Hergeirsson þjálfari ársins Sigurbjörn Bárðarson tekinn inn í Heiðurshöll ÍSÍ Díana Dögg öflug í sigri Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Sjá meira
Lionel Messi er fyrir löngu búinn að tryggja sér sæti í fámennum hópi bestu knattspyrnumanna sögunnar. Honum var gefið vaxtarhormón þegar hann var ungur og hafði án þeirra aldrei náð þangað sem hann er kominn í dag. Norðmenn benda á þessa staðreynd í umræðunni um framtíðarstjörnu sína í skíðagöngunni. Dagbladet segir frá. Norska skíðasambandið sendi frá sér fréttatilkynningu í gær þar sem kom fram að hin 17 ára gamla Helene Marie Fossesholm hefði fengið vaxtarhormón í þrjú ár. Helene Marie Fossesholm þurfti, eins og Lionel Messi, á þessum vaxtarhormínum að halda þar sem hún var mjög smávaxin í kringum ellefu ára aldurinn. Þegar Lionel Messi skrifaði undir fyrsta samning sinn við Barcelona aðeins þrettán ára gamall þá lofaði Barcelona að greiða fyrir umrædda hormónagjöf Messi. Félag Messi í Argentínu, Newell's Old Boys, var ekki tilbúið að greiða fyrir meðferðina. Loforð Barcelona þýddi að fjölskyldan flutti til Spánar og hann óx og dafnaði í La Masiu þeirra Börsunga. Fjölskyldu Fossesholm þótti það erfitt að þurfa að segja opinberlega frá meðferð stelpunnar en í tilkynningu norska sambandsins kom fram að farið var eftir öllum reglugerðum Alþjóðlyfjaeftirlitsins. WADE gefur undanþágur í tilfellum eins og þeim hjá Helene Marie Fossesholm og Lionel Messi. Lionel Messi náði á endanum 170 sentimetrum en Helene Marie Fossesholm er enn „bara“ 151 sentimetri á hæð. Hún var aftur á móti aðeins 137,5 sentimetrar á hæð þegar hún var þrettán og hálfs árs. Fossesholm þykir vera efnilegasta skíðagöngukona Norðmanna í áratug og margir hafa líkt henni við hina sigursælu Marit Björgen sem vann fimmtán verðlaun á Ólympíuleikum þar af átta gull.
Meistaradeild Evrópu Ólympíuleikar Spænski boltinn Tengdar fréttir Gáfu framtíðarstjörnu Norðmanna vaxtarhormón í þrjú ár Norðmenn binda miklar væntingar til hinnar sautján ára gömlu Helene Marie Fossesholm og margir hafa gengið svo langt að kalla hana næstu Marit Björgen í skíðagöngu kvenna. 15. janúar 2019 10:30 Mest lesið Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Í beinni: Liverpool - Manchester United | Erkifjendur mætast í vetrarríki Enski boltinn Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Körfubolti Í beinni: Valur - Stjarnan | Toppliðið heimsækir meistarana sem eru við botninn Körfubolti Fleiri fréttir Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Í beinni: Liverpool - Manchester United | Erkifjendur mætast í vetrarríki ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Í beinni: Valur - Stjarnan | Toppliðið heimsækir meistarana sem eru við botninn Martin glímir við meiðsli í hásin Amorim segir leikmenn sína hrædda Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Allt er fertugum LeBron fært „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Dagskráin í dag: Toppslagur í NBA, lokaumferð NFL, Grindavík og margt fleira Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Karlalið Vals er lið ársins 2024 Björg Elín íþróttaeldhugi ársins Þórir Hergeirsson þjálfari ársins Sigurbjörn Bárðarson tekinn inn í Heiðurshöll ÍSÍ Díana Dögg öflug í sigri Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Sjá meira
Gáfu framtíðarstjörnu Norðmanna vaxtarhormón í þrjú ár Norðmenn binda miklar væntingar til hinnar sautján ára gömlu Helene Marie Fossesholm og margir hafa gengið svo langt að kalla hana næstu Marit Björgen í skíðagöngu kvenna. 15. janúar 2019 10:30