Tugum samkynhneigðra smalað saman og haldið í Téténíu Kjartan Kjartansson skrifar 15. janúar 2019 11:44 Ramzan Kadyrov, leiðtogi Téténa, heldur því fram að engir samkynhneigðir séu í ríki sínu. Vísir/EPA Talið er að um fjörutíu manns hafi verið hnepptir í fangelsi í herferð stjórnvalda í rússneska sjálfstjórnarhéraðinu Téténíu gegn hinseginfólki frá því í desember. Rússnesk réttindasamtök LGBT-fólks segir að tveir hafi látist þegar þeir voru pyntaðir. Andúð á samkynhneigðum er útbreidd í Téténíu þar sem íbúar eru íhaldssamir og aðallega íslamstrúar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE) sagði að „mjög alvarleg mannréttindabrot“ eigi sér stað í Téténíu í skýrslu í síðasta mánuði. Engu að síður hefur Ramzan Kadyrov, leiðtogi ríkisins, ítrekað hafnað ásökunum um að fólk sé handtekið utan dóms og laga. Raunar hefur Kadyrov og aðrir ráðamenn í Téténíu haldið því fram að samkynhneigð þekkist ekki í ríkinu. Talsmaður ríkisstjórnar hans hafnar frásögnum um handtökur LGBT-fólks nú og segir þær „algerar lygar“. Tugir manna hafa engu að síður stigið fram og lýst því hvernig þeir voru handteknir og pyntaðir vegna kynhneigðar sinnar. „Við vitum um í kringum fjörutíu manns sem hafa verið handteknir en kannski eru fleiri. Það er líka óljóst á þessari stundu hversu mörgum hefur síðan verið sleppt. Við vitum að það gerist þegar fólk er afhend fjölskyldum sínum til að „eiga við það“,“ segir Igor Kotsjetkov, forsvarsmaður netsamfélags samkynhneigðra í Téténíu. Talið er að handtökurnar hafi farið af stað eftir að einn stjórnenda hóps LGBT-fólks á samfélagsmiðlinum VKontakte var tekinn höndum. Kotsjetkov segir að hópurinn hafi hjálpað um 140 manns að flýja land. Lögreglan hafi hins vegar lagt hald á vegabréf þeirra sem hafa verið handteknir. Rússland Tengdar fréttir Lýsir ofbeldinu gegn hinsegin fólki í Téténíu Samkynhneigður karlmaður lýsir fyrstur ofbeldi sem hann þurfti að þola í fangabúðum hinsegin fólks í héraðinu Téténíu. Hálft ár er frá því fjallað var um að yfirvöld hefðu handtekið mikinn fjölda hinsegin fólks. 18. október 2017 06:00 Eftirlitsmenn kvörtuðu yfir þúsundum kosningalagabrota Vladímír Pútín verður áfram forseti Rússlands. Þegar kjörtímabilinu lýkur mun hann hafa stýrt Rússlandi, ýmist sem forseti eða forsætisráðherra, í 24 ár. Kosningar sunnudagsins þykja ekki án annmarka. 20. mars 2018 06:00 Segja mikilvægt að íslensk yfirvöld láti í sér heyra vegna stöðunnar í Téténíu Formaður Samtakanna 78 segir mikilvægt að yfirvöld á Íslandi láti í sér heyra vegna ofbeldis sem samkynhneigðir menn eru beittir í sjálfsstjórnarlýðræðinu Téténíu. Hún segir að yfir standi útrýmingarherferð gegn mönnunum og að ástandið versni með deginum. 6. maí 2017 14:07 Lavrov: Engar sannanir fyrir ofsóknum í garð samkynhneigðra Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir að rússnesk yfirvöld hafi ekki fengið nein gögn í hendurnar sem bendi til þess að samkynhneigðir séu ofsóttir í Téténíu. 24. apríl 2017 14:49 Pyntingar á samkynhneigðum í Téténíu: „Þeir sögðu að við værum ekki manneskjur“ „Stundum voru þeir að reyna að fá upplýsingar frá mér en stundum voru þeir bara að skemmta sér. [...] Þeir kölluðu okkur dýr, sögðu að við værum ekki manneskjur og að við myndum deyja þarna inni.“ 13. apríl 2017 23:36 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Sjá meira
Talið er að um fjörutíu manns hafi verið hnepptir í fangelsi í herferð stjórnvalda í rússneska sjálfstjórnarhéraðinu Téténíu gegn hinseginfólki frá því í desember. Rússnesk réttindasamtök LGBT-fólks segir að tveir hafi látist þegar þeir voru pyntaðir. Andúð á samkynhneigðum er útbreidd í Téténíu þar sem íbúar eru íhaldssamir og aðallega íslamstrúar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE) sagði að „mjög alvarleg mannréttindabrot“ eigi sér stað í Téténíu í skýrslu í síðasta mánuði. Engu að síður hefur Ramzan Kadyrov, leiðtogi ríkisins, ítrekað hafnað ásökunum um að fólk sé handtekið utan dóms og laga. Raunar hefur Kadyrov og aðrir ráðamenn í Téténíu haldið því fram að samkynhneigð þekkist ekki í ríkinu. Talsmaður ríkisstjórnar hans hafnar frásögnum um handtökur LGBT-fólks nú og segir þær „algerar lygar“. Tugir manna hafa engu að síður stigið fram og lýst því hvernig þeir voru handteknir og pyntaðir vegna kynhneigðar sinnar. „Við vitum um í kringum fjörutíu manns sem hafa verið handteknir en kannski eru fleiri. Það er líka óljóst á þessari stundu hversu mörgum hefur síðan verið sleppt. Við vitum að það gerist þegar fólk er afhend fjölskyldum sínum til að „eiga við það“,“ segir Igor Kotsjetkov, forsvarsmaður netsamfélags samkynhneigðra í Téténíu. Talið er að handtökurnar hafi farið af stað eftir að einn stjórnenda hóps LGBT-fólks á samfélagsmiðlinum VKontakte var tekinn höndum. Kotsjetkov segir að hópurinn hafi hjálpað um 140 manns að flýja land. Lögreglan hafi hins vegar lagt hald á vegabréf þeirra sem hafa verið handteknir.
Rússland Tengdar fréttir Lýsir ofbeldinu gegn hinsegin fólki í Téténíu Samkynhneigður karlmaður lýsir fyrstur ofbeldi sem hann þurfti að þola í fangabúðum hinsegin fólks í héraðinu Téténíu. Hálft ár er frá því fjallað var um að yfirvöld hefðu handtekið mikinn fjölda hinsegin fólks. 18. október 2017 06:00 Eftirlitsmenn kvörtuðu yfir þúsundum kosningalagabrota Vladímír Pútín verður áfram forseti Rússlands. Þegar kjörtímabilinu lýkur mun hann hafa stýrt Rússlandi, ýmist sem forseti eða forsætisráðherra, í 24 ár. Kosningar sunnudagsins þykja ekki án annmarka. 20. mars 2018 06:00 Segja mikilvægt að íslensk yfirvöld láti í sér heyra vegna stöðunnar í Téténíu Formaður Samtakanna 78 segir mikilvægt að yfirvöld á Íslandi láti í sér heyra vegna ofbeldis sem samkynhneigðir menn eru beittir í sjálfsstjórnarlýðræðinu Téténíu. Hún segir að yfir standi útrýmingarherferð gegn mönnunum og að ástandið versni með deginum. 6. maí 2017 14:07 Lavrov: Engar sannanir fyrir ofsóknum í garð samkynhneigðra Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir að rússnesk yfirvöld hafi ekki fengið nein gögn í hendurnar sem bendi til þess að samkynhneigðir séu ofsóttir í Téténíu. 24. apríl 2017 14:49 Pyntingar á samkynhneigðum í Téténíu: „Þeir sögðu að við værum ekki manneskjur“ „Stundum voru þeir að reyna að fá upplýsingar frá mér en stundum voru þeir bara að skemmta sér. [...] Þeir kölluðu okkur dýr, sögðu að við værum ekki manneskjur og að við myndum deyja þarna inni.“ 13. apríl 2017 23:36 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Sjá meira
Lýsir ofbeldinu gegn hinsegin fólki í Téténíu Samkynhneigður karlmaður lýsir fyrstur ofbeldi sem hann þurfti að þola í fangabúðum hinsegin fólks í héraðinu Téténíu. Hálft ár er frá því fjallað var um að yfirvöld hefðu handtekið mikinn fjölda hinsegin fólks. 18. október 2017 06:00
Eftirlitsmenn kvörtuðu yfir þúsundum kosningalagabrota Vladímír Pútín verður áfram forseti Rússlands. Þegar kjörtímabilinu lýkur mun hann hafa stýrt Rússlandi, ýmist sem forseti eða forsætisráðherra, í 24 ár. Kosningar sunnudagsins þykja ekki án annmarka. 20. mars 2018 06:00
Segja mikilvægt að íslensk yfirvöld láti í sér heyra vegna stöðunnar í Téténíu Formaður Samtakanna 78 segir mikilvægt að yfirvöld á Íslandi láti í sér heyra vegna ofbeldis sem samkynhneigðir menn eru beittir í sjálfsstjórnarlýðræðinu Téténíu. Hún segir að yfir standi útrýmingarherferð gegn mönnunum og að ástandið versni með deginum. 6. maí 2017 14:07
Lavrov: Engar sannanir fyrir ofsóknum í garð samkynhneigðra Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir að rússnesk yfirvöld hafi ekki fengið nein gögn í hendurnar sem bendi til þess að samkynhneigðir séu ofsóttir í Téténíu. 24. apríl 2017 14:49
Pyntingar á samkynhneigðum í Téténíu: „Þeir sögðu að við værum ekki manneskjur“ „Stundum voru þeir að reyna að fá upplýsingar frá mér en stundum voru þeir bara að skemmta sér. [...] Þeir kölluðu okkur dýr, sögðu að við værum ekki manneskjur og að við myndum deyja þarna inni.“ 13. apríl 2017 23:36