Gillibrand ætlar að sækjast eftir útnefningu demókrata Kjartan Kjartansson skrifar 16. janúar 2019 13:27 Gillibrand hefur verið einarður andstæðingur Trump forseta og greitt atkvæði gegn stefnumálum hans oftar í þinginu en flestir aðrir demókratar. Vísir/EPA Öldungadeildarþingkonan Kirsten Gillibrand frá frá New York segist ætla að bjóða sig fram í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar sem fara fram í Bandaríkjunum á næsta ári. Nokkrir aðrir demókratar hafa þegar tilkynnt um framboð og búist er við því að fleiri bætist í hópinn á næstu misserum. Gillibrand tilkynnti um fyrirætlanir sínar um að stofna undirbúningsnefnd fyrir forsetaframboð í viðtali hjá spjallþáttastjórnandanum Stephen Colbert í gær. Sagðist hún telja að hún hefði „samúðina, hugrekkið og óttalausa áræðni“ sem þarf til að berjast um embætti forseta Bandaríkjanna, að sögn Washington Post. Málefni kynjanna eru Gillibrand, sem er 52 ára gömul, ofarlega í huga. Hún er þekkt fyrir baráttu gegn kynferðisofbeldi í hernum og í háskólum. Hún hefur jafnframt var framarlega í flokki þeirra sem tala fyrir því að samkynhneigðir í hernum þurfi ekki að leyna kynhneigð sinni. „Ég ætla að bjóða mig fram til forseta Bandaríkjanna, vegna þess að sem ung móðir, ætla ég að berjast fyrir börn annars fólks af jafnmikilli hörku og ég gerði fyrir mín eigin,“ sagði Gillibrand sem telur að heilsugæsla ætti að vera réttur en ekki forréttindi í Bandaríkjunum. Fyrir hafa nokkrir aðrir demókratar tilkynnt um framboð, þar á meðal Elizabeth Warren, öldungadeildarþingmaður flokksins frá Massachusetts, og Julián Castro, fyrrverandi húsnæðismálaráðherra í tíð Baracks Obama. Fastlega er gert ráð fyrir að fleiri bætist í hópinn. Þar hafa nöfn Bernie Sanders, sem bauð sig fram gegn Hillary Clinton árið 2016, Joe Biden, varaforseta Obama, og Beto O‘Rourke, fyrrverandi fulltrúadeildarþingmanns frá Texas, borið hæst. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Warren tilkynnir framboð til forseta Þar með er hún fyrst til að tilkynna forsetaframboð, að Donald Trump undanskildum. 31. desember 2018 13:55 Enn bætist í hóp forsetaframbjóðenda demókrata Fyrrverandi húsnæðismálaráðherra Obama og vonarstjarna í Demókrataflokknum hefur lýst yfir framboði í forvalinu. 12. janúar 2019 18:09 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Fleiri fréttir Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Sjá meira
Öldungadeildarþingkonan Kirsten Gillibrand frá frá New York segist ætla að bjóða sig fram í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar sem fara fram í Bandaríkjunum á næsta ári. Nokkrir aðrir demókratar hafa þegar tilkynnt um framboð og búist er við því að fleiri bætist í hópinn á næstu misserum. Gillibrand tilkynnti um fyrirætlanir sínar um að stofna undirbúningsnefnd fyrir forsetaframboð í viðtali hjá spjallþáttastjórnandanum Stephen Colbert í gær. Sagðist hún telja að hún hefði „samúðina, hugrekkið og óttalausa áræðni“ sem þarf til að berjast um embætti forseta Bandaríkjanna, að sögn Washington Post. Málefni kynjanna eru Gillibrand, sem er 52 ára gömul, ofarlega í huga. Hún er þekkt fyrir baráttu gegn kynferðisofbeldi í hernum og í háskólum. Hún hefur jafnframt var framarlega í flokki þeirra sem tala fyrir því að samkynhneigðir í hernum þurfi ekki að leyna kynhneigð sinni. „Ég ætla að bjóða mig fram til forseta Bandaríkjanna, vegna þess að sem ung móðir, ætla ég að berjast fyrir börn annars fólks af jafnmikilli hörku og ég gerði fyrir mín eigin,“ sagði Gillibrand sem telur að heilsugæsla ætti að vera réttur en ekki forréttindi í Bandaríkjunum. Fyrir hafa nokkrir aðrir demókratar tilkynnt um framboð, þar á meðal Elizabeth Warren, öldungadeildarþingmaður flokksins frá Massachusetts, og Julián Castro, fyrrverandi húsnæðismálaráðherra í tíð Baracks Obama. Fastlega er gert ráð fyrir að fleiri bætist í hópinn. Þar hafa nöfn Bernie Sanders, sem bauð sig fram gegn Hillary Clinton árið 2016, Joe Biden, varaforseta Obama, og Beto O‘Rourke, fyrrverandi fulltrúadeildarþingmanns frá Texas, borið hæst.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Warren tilkynnir framboð til forseta Þar með er hún fyrst til að tilkynna forsetaframboð, að Donald Trump undanskildum. 31. desember 2018 13:55 Enn bætist í hóp forsetaframbjóðenda demókrata Fyrrverandi húsnæðismálaráðherra Obama og vonarstjarna í Demókrataflokknum hefur lýst yfir framboði í forvalinu. 12. janúar 2019 18:09 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Fleiri fréttir Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Sjá meira
Warren tilkynnir framboð til forseta Þar með er hún fyrst til að tilkynna forsetaframboð, að Donald Trump undanskildum. 31. desember 2018 13:55
Enn bætist í hóp forsetaframbjóðenda demókrata Fyrrverandi húsnæðismálaráðherra Obama og vonarstjarna í Demókrataflokknum hefur lýst yfir framboði í forvalinu. 12. janúar 2019 18:09